Heima er bezt - 01.07.1966, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.07.1966, Blaðsíða 18
en þekking vor á steingervingunum annars vegar, og fiskum, froskdýrum og skriðdýrum hins vegar gefur oss til kynna, með hverjum hætti þessar breytingar fóru fram, og hryggdýrunum auðnaðist að leggja undir sig þurrlendi jarðarinnar. Fyrir allmörgum árum fundust leifar af frumstæðu froskdýri frá Devons-tímabili í sandsteinslögum í Aust- ur-Grænlandi. Dýr þetta hafði verið um hálfur metri á lengd og líktist svo mjög skaftfiskum, að það í fyrstu var kallað „ferfætti fiskurinn“. Höfuðið var þakið þykk- um skildi eins og á skúffiskunum, skrokkurinn langvax- inn og með fisklagi, og halinn með geisla í uggum líkt og fisksporður. En á hinn bóginn hafði dýr þetta greini- lega útlimi, þótt stuttir væru og vanburða, og framlimir þess sýndu hina sérkennilegu gerð framlims landhrygg- dýranna með fram- og upphandleggsbeinum. Enginn vafi leikur á því, að hér var um að ræða milli- lið milli fiska og nútíma salamöndru. Frumfroskdýr fornaldarinnar hafa verið kölluð hreistursalamöndrur, vegna þess að þær voru þaktar stórgerðu beinhreistri eða skjöldum. Hreistursalamöndrurnar voru frumherj- ar hryggdýrafylkingarinnar á þurrlendinu. Fjarri fór þó því, að þær væru fullkomin landdýr. Útlimir þeirra voru svo veikbyggðir, að þeir héldu ekld uppi þunga skrokks- ins, og auk þess sátu þeir uppi á hliðunum. Þetta gerði allar hreyfingar næsta torveldar, og dýrin hlutu að mjaka sér áfram á kviðnum, sem þau drógu með jörðu. Lirfur þeirra lifðu í vatni og önduðu með tálknum eins og lirf- ur froskdýranna gera enn í dag, og húð þeirra var svo þunn að þær myndu beinlínis hafa þorrnað upp, ef loft hefði um þær leikið. Þannig voru egg og ungviði alger- iega háð vatninu, og fullorðnu dýrin komust ekki langt frá vatnsbökkunum. En um sömu mundir og fyrstu hryggdýrin eru að skreiðast upp á þurrt Iand, gerðust miklar breytingar í jarðskorpunni. Víða risu upp voldugir fjallgarðar, t. d. á vesturströnd Evrópu, norðan frá Svalbarða og suður á Bretlandseyjar. Hafsbotnar risu og urðu þurrlendi, bæði á Grænlandi og um norðanverða Evrópu, og sköp- uðust þar víðáttumikil samfclld landsvæði. Loftslag var heitt og þurrt á meginlandi þessu. Ofan frá hálendun- um féllu ár til sjávar. F.kki er óscnnilcgt, að fyrstu land- plönturnar hafi gróið á bökkum þeirra, Iíkt og gróður- vinjar Afríku skapast cnn í dag meðfram vatninu. Ris sjávarbotnsins og einnig það, að ár og vötn þorn- uðu hluta úr árinu vegna þurrkanna, hlaut að verða ör- lagaríkt fyrir fiskana og önnur sjávardýr. Sumir fiskar gátu lifað um stund á þurru, líkt og Iungnafiskarrúr gera enn. Skaftfiskarnir voru þó enn betur settir. Þeir gátu andað með lunga sínu, og haldizt þannig lengi við hálf- þornaða botnleðjuna, sem þcir grófu sig ofan í. Scnnilcgt má teljast, að ris sjávarbotnsins og þurrkun vatna og fljóta hafi átt drjúgan þátt í því, að skaftfisk- arnir gengu á land og breytingin í froskdýr fór fram. Froskdýrin gátu lifað af þurrktíma ársins án verulegra vandkvæða, og það sem mikilvægara var, þau gátu skreiðzt um á þurrlendinu og leitað þannig uppi þá staði, sem raklendastir voru og flutt sig milH vatna og polla. Fjöll Devons-tímabilsins jöfnuðust smátt og smátt við jörðu, og þegar kemur fram á steinkolatímann er lands- lag orðið tiltölulega flatt. En þá er orðið úrkomusamt, svo að til verða víðáttumikil fen og flóar, vaxin risa- stórum burknatrjám, elftingum og jöfnum. í fenjaskóg- um þessum og nágrenni þeirra lifðu hreistursalamöndr- ur góðu lífi. Þá var gullöld þeirra. Alikið skorti þó á, að hryggdýrin hefðu lagt þurrlendið undir sig. Þau áttu eftir að klífa upp á tvo hjalla þróunarinnar áður en því yrði náð, eða með öðrum orðum, skriðdýr og spendýr þurftu að verða til. Undir lok fornaldarinnar eða nánar tiltekið síðast á steinkolatímabilinu og á Permtímabilinu, hófust aftur umbrot í jarðskorpunni og jarðlagabyltingar. í Suður- Evrópu urðu þá til elztu fjallgarðar Alpafjallanna. Lofts- lag á jörðunni var næsta furðulegt, því að samtímis hlý- indum norður um alla Evrópu var ísöld sunnan mið- baugs, þar sem nú eru Suður-Ameríka, Afríka, Ástralía og Indland. Fyrstu skriðdýrin, eðlurnar, komu fram seint á stein- kolatímanum. Þær líktust hreistursalamöndrunum urn margt. Útlimir þeirra voru enn svo vanþroska, að þær skriðu á kviðnum. Svo litlu virðist hafa munað á þess- um dýraflokkum, að í Permlögum vestur í Texas hafa fundizt heillegar beinagrindur dýra, sem ekki verður skorið úr með vissu, hvort heldur hafa verið Salamöndr- ur eða frumstæð skriðdýr. Sennilegt er, að hér sé um að ræða millistig milli þessara flokka. .Með tilkomu skriðdýranna er stórt spor stigið áleiðis í landnámi hryggdýranna á þurrlendinu. Eins og fyrr var getið, voru hreistursalamöndrurnar, eins og raunar öll froskdýr, mjög háðar vatnalífinu. Þannig hljóta þau að verpa eggjum sínum í vatn og ungviðið að alast þar upp, unz það hefur fengið mynd foreldrisins. Skriðdýr- in verpa hins vegar eggjum sínum á þurru, og þróun fósturs þeirra, sem í mörgu svarar til lirfuskeiðs frosk- dýranna, fer fram í egginu, sem fyllt er af vökva. Sagt hefur verið, að skriðdýrin hafi losað sig úr viðjum vatnalífsins með því að láta lirfurnar alast upp í vatns- búri á þurru landi. Vatnsbúrið er hið stóra, næringar- ríka egg skriðdýranna, sem umlukt er þykku skurni. Inni í því vex fóstrið vel varið gegn öllu hnjaski, unz það hefur náð þeim þroska og búnaði, sem gerir því kleift að haldast við í þurru andrúmsloftinu. Eftir því sem stundir Iiðu fram, stækkuðu fætur skrið- dýranna, jafnframt því sem þeir færðust niður eftir síð- unum, og nálguðust það að vera undir kviðnum, en um leið óx ferðafærni dýranna og flýtir. Skriðdýrin eru stórfelld nýjung í þroskasögu hrygg- dýranna. Blómaskeið þeirra hefst á aldamótum milli fomaldar og miðaldar, eftir langan aðdraganda. Mið- öldin hefur löngum verið kölluð öld skriðdýranna, en frá henni segir í næstu grein. 238 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.