Heima er bezt - 01.07.1966, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.07.1966, Blaðsíða 28
koni hún auga á stcingráan hest hjá vatninu, og ræður það af, að taka hann og ríða honum út í vatnið. Hann var svo stórvaxinn, að hún komst ekki á bak honum, fyrr en hann lækkaði sig allan að framan, eða lagði sig á hnén. Reið hún honum svo út í vatnið, og hefur ekk- crt af |>essu sézt síðan, nunnan, hesturinn cða kambur- inn. Af þessu er vatnið kallað Systravatn. f'.g gat |>ess fyrr að Kirkjubaejarklaustur vxri merk- ur sögustaður, og nefndi sem sönnun |>ess byggð Pap- anna og landnám Ketils fíflska. En hann var af ágæt- um ættum, þótt viðumefnið bendi ekki á gáfur eða höfðingsskap. Kirkjubæjarklaustur er líka svo vel í sveit sett, að |>að er tilvalinn staður, sem miðstöð samgangna og viðskipta í byggÖimú viilli sauda, og kem ég að |>ví síðar. En siigufrægð þess á miðöldunum cr aðallega í sambandi við nunnuklaustrið, er þar var. En á síðari öldum er }>að Jón Steingrímsson, prófastur, sem mcst eykur sögufrægð staðarins. Sr. Jón Steingrímsson var Norðlendingur, ættaður úr Skagafirði, en gerðist prestur og síðar prófastur að Prestsbakka á Síðu, örskammt frá Kirkjubæjarklaustri, er hann var á miðjum aldri. Hann hefur samið sjálfs- ævisögu, sem er á margan hátt merkilcg, en }>ó fyrst og fremst fyrir sakleysislega hrcinskilni og óbifanlcga trú á guðlegri handleiðslu. En cinna merkust cr þó sagan um cldmcssuna. En sr. Jón var prófastur þar, er Skaftár- eldamir dundu yfir byggðina, cn eftir Skaftárcldana komu Móðuharðindin, scm svo voru ncfnd. F.lds-upp- tökunum og byrjun plágunnar cr vcl lýst í xvisögu Jóns Stcingrímssonar og mörgum samtíma hcimildum. Á hvítasunnudag 8. júní 1783 lagði dökkt mistur yfir fjöll og byggðir í Vcstur-Skaftafellssjslu, og }>ó sér- staklega yfir Fljótshverfi og Síðu. Var þessi dagur upp- haf mestu hörmunga, sem yfir ísland hafa dunið frá byggð þess. Lýsing Jóns Steingrímssonar prófasts á Skaftáreld- unum og hamförum náttúrunnar þessa örlagaríku júní- daga, er rituð af sannleiksást og heiðarleik og sterkri trú á almætti guðs og handleiðslu hans, en greinilega kem- ur það fram hjá prófastinum, að hann lítur á Skaftár- eldana og hörmungar þær, er sigldu í kjölfar þeirra, sem refsingar drottins fyrir lausung, sviksemi og léttúðarlíf sóknarbarnanna og annarra, undanfarin góðæris ár. En þessi sællífis- og árgæzkuár áttu þó sína skugga. Alls konar váboðar birtust þessari svallsömu þjóð, víða um land, cn þó hvergi sem í sóknum sr. Jóns. Klukkna- hljóð heyrðust úr lofti. Eldingar og undraljós sáust bæði á jörðu og í lofti. Vanskapaðir kálfar og lömb fæddust víða. Skrímsli óðu uppi í vötnum, og hestar átu skarn og fjóshauga. Allt var þetta talið boða illt og óttinn læddist um byggðirnar, þrátt fyrir gleðskap og alls- nægtir. Og svo skall plágan yfir þessar fögru og frjósömu sveitir. Góðærið breyttist í hallæri, gleðin í sorgarstund- ir. Byrgð var sólarsýn. Fuglar himins féllu til jarðar dauðvona, af ólyfjan þeirri, er um loftið barst. Ær og kýr urðu nytlausar og hestar héldu varla holdum um há- sumarið. Kvöldið fyrir eldgosið, voru bornar heim af stöðli hjá sr. Jóni Steingrímssvni 8 fjórðungsfötur af mjólk, en næsta laugardag, eftir rétta viku, aðeins 13 mcrkur. í framhaldi af því, sem hér hefur verið sagt, kom svo eldmessan. Þá var gosið og hraunstraumurinn cnn í al- mætti sínu. Nokkrir efstu bæirnir í byggðinni höfðu þegar orðið hraunflóðinu að bráð og nú lagðist hraun- flóðið austur með Síðufjöllum og nálgaðist mjög Kirkju- bæjarklaustur og kirkjuna. Þá var það cinn sunnudag- inn, er messa skyldi í sókninni, að hraunrennslið var komið ískyggilega nærri og talið var að hraunstraum- urinn stcfndi á kirkjuna. Sr. Jón Stcingrímsson hóf þá mcssu á vcnjulcgum tíma og var allmargt fólk við mcss- una. Sr. Jón hélt }>á heita og kröftuga ræðu um þetta hræðilcga cldgos og refsidóm drottins og jafnframt bað hann heitt fyrir fólkinu, scm eldgosin hrjáðu og bað til guðs að plágunni færi að linna. Enginn hrcyfði sig á meðan á messunni stóð, cn cr lokið var guðsþjónust- unni, og fólkið kom út úr kirkjunni, }>á kom það í Ijós, að hrcint kraftavcrk hafði gcrzt á meðan á messunni stóð. Hraunstraumurinn hafði staðnað og kólnað og hlaðizt upp í hraunkamb cða dyngju og fór síðan aldrei Icngra í }>á átt, og sér þess glögg mcrki enn þann dag í dag. Síðan hin fagra svcit slapp þannig að mcstu við cyði- Icggingu af hraunflóðinu, átti þó fólkið mikið cftir að líða og rcyna, áður cn plágunni létti. Það, scm |>arna skcði, mcðan á eldmessunni stóð, cr citt undraverðasta kraftavcrk, sem sögur grcina frá á ís- landi í sambandi við cldgos og hraunstrauma. 2-18 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.