Heima er bezt - 01.07.1966, Side 12
tóku að hitna í lófum, því það varð að halda fastar um
vaðinn eftir því sem þunginn jókst.
Hjólmaðurinn, sem venjulega var gamall og reyndur
sigmaður, gegnir ábyrgðarmiklu starfi, ekki sízt í löng-
um sigum þegar ekkert sést til sigmannsins, en þannig
er það víða í Látrabjargi.
Hann sat þögull við hjólið, og beitti allri athygli sinni
og skynjun að vaðnum og hreyfingum hans. Svo gat
farið einmitt á þessum stað, að vaðurinn færi í glufu og
festist þar, langt niðri í bjargi.
Væri hann ekki vandanum vaxinn og fyndi ekki þeg-
ar vaðurinn festist, svo vaðurinn héldi áfram að renna
niður, og mynda slaka fyrir ofan festuna, þá var voð-
inn vís, úr festunni gat hrokkið á hverri stundu, og þá
félli sigmaður því sem slakanum nam, auk þess kæmi
slíkur slynkur á vaðinn uppi, að ekki er sagt hvaða af-
leiðingar það gæti haft. Þetta var hjólmanni allt ljóst,
og hann fylgdist með hreyfingum sigmanns í gegnum
vaðinn, þótt á milli þeirra væri komið um 200 m af sver-
um og þungum vað.
„Gefið hægar og haldið jafnt um vaðinn, hann fer
að nálgast hilluna,“ kallar hjólmaður, og hinar mörgu
hendur gripu jafnar og fastar um vaðinn.
Enn hélt vaðurinn áfram að renna framúr hjólinu, svo
létti svolítið á vaðnum og hjólmaður fann hvert sigmað-
ur var kominn, og lét stöðva vaðinn á samri stundu.
„Hann biður um slaka á vaðinn,“ kallar hjólmaður, og
slakinn-var gefinn. Svo var beðið.
Nonni tók hendurnar af vaðnum og leit í lófa sína,
þeir voru orðnir rauðir og farnar að myndast dreif-
blöðrur, hann hafði haldið fast um vaðinn, en ekki
munað eftir að setja upp vettlinga eins og hitt fólkið.
„Hræktu í lófana og settu upp vettlingana -geyið mitt,“
sagði Gudda, og batt skóþveng sinn.
En meðan biðin er, skulum við bregða okkur niður á
hillu, því við þurfum engan vað, og vita hvað þar er að
sjá, áður en sigmennirnir fara um hana ránshendi.
\rið komum niður yfir hilluna miðja, eins og sigmað-
urinn, þar er hillan að mestu tekin í sundur, þar stend-
ur nú sigmaðurinn og losar af sér vaðinn. Hann tekur
Leynivaðinn af bakinu, fer með hann upp að berginu,
sem slútir fram yfir sig, rekur hann þar niður. Hann
fer að öllu sem hægast til að styggja ekki fuglinn, sem
er eins og svört breiða beggja vegna við hann. Þar sem
hann stendur er lítið um fugl, en þeir sem þar eru, hörfa
frá og virða fyrir sér þessa skepnu, sem til þeirra er
komin, ungarnir eru þó kyrrir, en tísta ámátlega, skilja
engan veginn kvað þessu uppþoti veldur.
Sigmaðurinn bindur annan enda Leynivaðsins í sig-
vaðinn, dregur svo af honum slakann, og gerir rykk á
með öllum þunga sínum, þannig gerir hann þrjá rykki,
þá er honum svarað af þeim, sem á brúninni eru, með
því að draga nokkur handföng í vaðinn, það er þeirra
svarmerki um að þeir hafi skilið hann. Hann tekur því
um Leynivaðinn og fer undir bergið, þar sem hann
rakti hann niður, þar er hann frí af steinkasti.
Sigvaðurinn tekur nú á rás neðan bergið, en sig-
maður lætur Leynivaðinn renna gegnum hendur sér, en
heldur þó nokkuð við hann, og gætir þess að hann ekki
flókni. Við og við stoppar vaðurinn, hálfa mínútu eða
svo í einu, en fer svo aftur af stað. En allt í einu stöðv-
ast vaðurinn lengur, sigmaður bíður þó með Leynivað-
inn milli handanna, en ekkert gerist, hann veit þá að
vaðurinn hefur festst, þá fer hann framundan berginu,
og rykkir í Leynivaðinn af öllum kröftum, að lokum
ber þetta árangur, vaðurinn tekur aftur á rás neðan berg-
ið, en nokkrir steinar kljúfa loftið með miklum þyt og
hendast framyfir hilluna. En Leynivaðnum var ekki
sleppt við viðvaninga á svona sigum, sigmaðurinn átti
von á þessu og var kominn í skjól í tæka tíð.
En nú lítum við nánar á hilluna, sem er til að sjá eins
og hvítt stórt strik í berginu, sums staðar slitnar hún
næstum að mestu í sundur, en þess á milli eru fuglríkir
pallar, bergið slútir víðast hvar fram yfir hilluna, utar-
lega á henni er stærsti og breiðasti pallurinn, um 5 m
breiður.
Á pöllunum situr fuglinn svo þétt, að ekki sést bil á
milli. Pörin liggja hlið við hhð, en við brjóst þeirra kúr-
ir unginn sæll og óttalaus, kyrrð og friður ríkir yfir
þessum þúsundum fugla, sem eru sáttir við allt og alla,
takmark þeirra er að ala upp sitt afkvæmi, og koma því
heilu og höldnu á hafið, þeir renna ekki grun í þá her-
ferð, sem þeim er búin á næsta leiti, með þeirri eyði-
leggingu og tortímingu, sem öllum herferðum fylgja,
þeir sofa nú flestir með ró, hálf lamaðir eftir hita dags-
ins, um lágnættið fara þeir aftur á kreik, og fljúga út
yfir hafið, stundum óraleiðir, í leit að æti fyrir sig og
ungana.
Fagnandi snúa þeir heim aftur með síli í nefinu, bíð-
andi þeirrar ánægju að gefa unganum það. Tíu ár eru
liðin síðan menn hafa komið á þessa hillu, en nú eru
þeir komnir og ætla að láta greipar sópa, til að geta
satt sína unga. Þannig er lífið.
Við viljum ekki raska ró fuglanna, og hverfum aftur
í huganum upp á brúnina. Vaðurinn er allur kominn
upp, næsti sigmaður bindur honum um sig, festir nokkr-
ar flöskur af drykkjarvatni á bak sér og tekur stöng
sína.
Hjólmaður festir þá Leynivaðinn í sigvaðinn, þar sem
hann liggur um bak sigmanns, gerir þrjá rykki í þann
hluta Leynivaðsins sem niður liggur, og fær svar að
merkið sé skilið. Sigmaður kveður þá fólkið, og rennir
sér fram úr hjólinu.
Sá sem Leynivaðinn dregur niðri á hillunni, stendur
upp við bergið og snýr baki að því, en dregur vaðinn
niður fyrir framan sig með löngum og öruggum hand-
tökum, og hringar vaðinn um leið, honum má ekki fat-
ast, og hann verður að hafa við. Þannig hurfu sigmenn-
irnir hver af öðrum niður í hið tröllaukna bjarg. „Koma
þeir allir aftur?“ Það var spurning sem enginn gat svar-
að og enginn spurði um.
Framhald í rnesta blaði.
232 Heima er bezt