Heima er bezt - 01.07.1966, Síða 11

Heima er bezt - 01.07.1966, Síða 11
valið þann er fyrstur skyldi fara niður, var sá þeirra elztur og vanastur löngum sigum. Hjólmaður sá um all- an undirbúning, mat og drykkjarvatn varð að hafa með niður í bjargið, og mikið af „kippuböndum‘h „Dráttar- kippubönd“ hétu þau, er fuglinn var dreginn í upp bjargið, þau voru úr sveru, hörðu snæri. Önnur kippu- bönd voru úr mjórra og liðlegra snæri. Þá mátti ekki gleyma Leynivaðnum, sem einnig var úr sveru, hörðu snæri, og jafn langur sigvaðnum. Loks var allt tilbúið. „Hver fer fyrstur?“ spyr hjólmaður. Sá sem valinn hafði verið, gekk að enda vaðsins og batt honum um sig, batt Leynivaðinn á bak sér, tók hægri hendinni um vaðinn fyrir framan sig, en stöngina tók hann í þá vinstri, og hélt um miðju hennar, en hún var 7 álna löng. Hjólmaður kallaði fólkið á vaðinn, en það settist í langri röð frá brúninni með hendur á vaðnum. Allt glens og gaman féll niður. „Þú manst eftir að hreinsa vel á leiðinni niður,“ sagði hjólmaður við sig- manninn um leið og hann settist niður við hjólið og sparn í það fótum, en því var tryggilega fest með bandi er lá í hæl um 10 m frá brúninni. Kona sigmannsins kom til hans og kvaddi hann með kossi, þá kastaði sigmaður kveðju á hitt fólkið, sem ósk- aði honum góðrar ferðar, og bað guð að varðveita hann, svo signdi sigmaður sig og renndi sér fram úr hjól- inu. A allt þetta horfði Nonni af mestu athygli, eins og hann sæti í skólabekk og kennarinn væri að skýra eitt- hvað í lifandi myndum, sem hann hefði áhuga á, loks þegar hann sá stangarendann með snörunni á hverfa niður fyrir brúnina rankaði hann við sér, og mundi eftir því að hann átti einnig að halda í vaðinn. „Gefa,“ kallaði hjólmaður, og vaðurinn tók að renna á milli handa fólksins. Hjólmaður bað pabba hans Nonna að fara á „gægju“ (fara þangað sem hann sæi til sigmanns- ins) og Nonni fór með. Þeir fóru þangað sem nef skag- aði fram úr brúninni, og sögðu hjólmanni til, þegar sig- maður þurfti að stoppa og hreinsa laust grjót undan vaðnum, þetta var verk þess, sem fyrstur fór niður, og þurfti vandvirkni við. Nonni hafði gaman af að sjá sigmanninn færast nið- ur bjargið, og fuglinn ryðjast fram af pöllunum, þar sem hann fór um. Stundum flugu þeir á vaðinn, misstu flugið um stund, en náðu því fljótlega aftur, og renndu sér á þöndum vængjum með feikna hraða út yfir blátt hafið, sem lá spegilslétt og sólglitrað, að fótum þessa tröllaukna bergrisa, sem hafði nú líf sigmannsins í hendi sér. Þúsundir fugla flugu fram og aftur, sumir með síli í nefinu, sem þeir vildu nú gefa ungum sínum, en þessi óboðni gestur, sem færðist niður bjargið, og ruddi grjóti á undan sér, truflaði þá í því, svo allt komst á ringulreið. Þegar sigmaður var kominn um 120 m niður í bjarg- ið, fór hann þar fram af brún, svo ckki sást lengur til hans, en þeir feðgar fóru aftur á vaðinn. Vaðurinn hélt áfram að renna um hendur fólksins, hjólmaður gaf skipun um að gefa hægar, því nú jókst þungi vaðsins stöðugt. Vettlingar á höndum fólksins Heima er bezt 231

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.