Heima er bezt - 01.07.1966, Síða 20

Heima er bezt - 01.07.1966, Síða 20
Flugeðlur frá miðuld. (Úr Naturen.) Eðlufttglinn. (Úr Naturen.) Fyrstu minjar dýra |>cssarra fundust í Englandi um 1820. Að vísu var fyrsti fundurinn aðeins ein tiinn, sem í upphafi var talin heyra til nashyrningi, cn revndist síðar vera úr eðlu, sem náskyld var hinum svonefndu stökkeðlum (Iguanodon). E.n síðar voru |>ær ásamt flciri ættum sameinaðar í cinn ætthálk, sem kallaður var Ditio- scniria, sem ciginlega merkir hinar skelfilegu eðlur, cn vcr köllum tröll- eða risaeðlur á íslenzku. Nokkru síðar cn stökkeðlutönnin fannst gerðist [>að, að vestur í Ameríku fundust steinrunnin fótspor, sem skiptu tugum sentimetra á lengd. Fyrst héldu menn þetta vera spor eftir einhvern útdauðan risastrút, en síð- ar kom í Ijós, að hér höfðu eðlur verið á ferð, en þær líkjast að vísu fuglum um marga hluti. Ameríkumenn hófu nú ákafa leit að leifum þessara dýra, og varð mikið ágengt. Mátti líkja leitarákafanum við gullæði á sumum sviðum. í hinu þurra ólandi (bad- land) austan undir Klettafjöllunum virtust ótæmandi námur steingervinga. En margir erfiðleikar urðu á vegi leitarmannanna, ekki síður en gullgrafaranna. Oft hlutu þeir að verjast árásum Indíána, og svo var leitarkappið mikið, að stundum sló í bardaga milli leitarflokkanna, sem hver um sig vildi helga sér auðugustu steingerv- inganámurnar. ,Það var mikið verk og vandasamt að búa um hin þungu en brothættu bein, sem losuð voru út úr jarðlögunum, og koma þeim til þeirra staða, sem þau síðar voru geymd. En árangur alls þessa erfiðis varð mikill og góður, eins og söfnin í flestum stærri borgum Ameríku bera Ijósast vitni um. En þar eru miklir salir fylltir beinagrindum trölleðlna, og líkön þeirra og myndir á hverju strái. Af steingervingum þessum má sjá þróunarsögu trölleðlnanna í um 100 milljónir ára. Elztu trölleðlurnar, sem vér höfum heimildir um, lifðu í Texas seint á Triastíma. Þær voru um þriggja metra langar og höfðu skörðóttar tennur, sem benda til þess, að þær hafi verið rándýr. En ekki líður á löngu, unz fram koma reglulegar ráneðlur. Þær sem lifðu á Júratímabilinu gengu á tveim- ur fótum, en voru mjög höfuðstórar og afturfæturnir tröllauknir. Framfæturnir voru nær engir, en hinir risa- vöxnu kjálkar með hvössum tönnum voru aðalgripfæri dýranna. Sakir þyngdar höfuðsins var hálsinn stuttur og digur, en svo virðist sem jafnvægisstaða þessara dýra hafi verið þeim örðug sakir þyngdarinnar. Stærsta rán- eðlan Tyrannoasaurus, lifði á Krítartímabilinu. Hún var 14 metra löng og hauskúpan allt að hálfum öðrum metra á lengd, og gat hún lyft hausnum í um 6 metra hæð. Skrímsli þessi áttu enga andstæðinga til að keppa við um gæði lífsins. Þau hafa tvímælalaust lifað af grasæt- unum, sem voru varnarlítil og sennilega friðsöm dýr. Ekki voru allar ráneðlur svo stórvaxnar. Hinar smæstu þeirra voru t. d. á stærð við kött. Sumar þeirra voru tannlausar, og j>ykir ekki ólíklegt, að þær hafi einkum lifað á eggjum annarra eðlna. Önnur þróunarlína tröllcðlnanna liggur í átt til plöntu- ætnanna. Ef til vill mætti kalla J>ær einu nafni graseðlur. Á þeim voru aftur- og framfætur álíka þroskaðir, svo að þær voru reglulegir ferfætlingar. Eftir því sem tím- ar liðu, urðu þær sífellt stórvaxnari, og meðal þeirra eru hin tröllauknustu dýr, sem lifað hafa á þurrlendi jarð- ar. Stærstar þeirra allra voru Þórseðlan (Brontosaurus) og armeðlan (Brachiosaurus). Hin fyrrnefnda var um 22 metrar og vó um 30 smálestir, en hin síðarnefnda var um 27 metra löng og vó um 50 smálestir. Trölleðlur þessar voru bæði háls- og halalangar. Fæturnir líktust 240 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.