Heima er bezt - 01.07.1966, Blaðsíða 38

Heima er bezt - 01.07.1966, Blaðsíða 38
það gat komið sér vel að eiga Viktor að vini, og svo sagði hann: — Allt í lagi, ég skal teyma undir þér. Óli stökk af baki, tók taumana af Viktor og gerði einteyming á iMósa. Svo brá hann sér aftur á bak Brynju með Mósa í taumi. Fyrst gekk allt vel, Mósi rölti fram með hliðinni á Brynju ósköp sakleysislegur á svip, en ekki hefði þeim dulizt sem hann þekktu vel, að nú var hann að hugsa. Hann blakaði eyrunum fram og aftur hægt og rólega, og augun voru hálflukt. Óli ætlaði einmitt að fara að segja Viktor frá, hvemig Mósi hefði leikið á Áka um vorið, en þá jós Mósi ofurlítið. — Hvað er hann að gera? spurði Viktor smeyk- ur, greip í faxið á Alósa og leit aftur fyrir sig. — Þetta er nú kallað að ausa, sagði Óli. Það hlaut að vera, að honum dytti eitthvað í hug, reyndu bara að halda þér fast. Viktor hélt sér dauðahaldi, ákveðinn í að hanga á baki, hvernig sem klárinn léti. Mósi jós og jós, en Óli hélt honum svo fast upp að Brynju, að ekki var þægilegt fyrir hann að ausa almennilega. Og loks gafst hann upp. — Það þarf að lcmja hann duglega, svo hann hætti þessum látum, sagði Viktor, en ÓIi leit á hann hissa. (Framhald) Dægurlagaþátturinn Framh. af bls. 252. —————— son, sem hafði fagra söngrödd. Jón Pálsson frá Hlíð þýddi Ijóðið fyrir Sigurð Þórðarson, söngstjóra. STJENKA RASIN. Norður brciða Volgu vegu veglcgt fcr mcð þungum skrið skipaval mót stríðum straumi: Stjcnka Rasins hetjulið. Frcmstur stendur frægur Rasin, faðminn opnar blíðri snót. Kxrlcikshátíð hcldur Rasin, hlýnar sál við ástarhót. Lxðist kurr um kappaskarann: „Kcmpan svcik vort brxðralag. Eina stund mcð ungmcv var hann ástarbljúgur sama dag. Aldrei beizkan hug né hatur hver til annars bárum vér. Aíóðir Volga, — bjarta brúður, bezta hnoss mitt gef ég þér. Volga, Volga mikla móða, móðir Rússlands ertu trú. Aldrei djarfir Don-Kósakkar dýrri gjöf þér færðu’ en nú. Hví er þögn, — þér hljóðir standið. Hefjið dans og gleðimál. Hefjum foma frægðarsöngva. Friður sé með hennar sál.“ í þessum þætti í marzblaðinu 1966 er sagt, að Herdís Pétursdóttir hafi gert lagið við ljóðið Reykjavík, cftir Jenna Jónsson. Þetta er misprentun og á að vera Hjör- dís Pétursdóttir. Fleiri Ijóð birtast ekki í þetta sinn. Stefán Jónsson, Skeiðarvogi 135. r Ný framhaldssaga í næsta blaði: DALAPRINSINN heitir ný skáldsaga eftir hina vinsælu skáldkonu Ingibjörgu Sigurðardóttur. DALAPRINSINN verður framhaldssaga í Heima er bezt, og hefst í næsta blaði. Fylgist með skáldsögunni DALAPRINSINN frá byrjun. 258 Heima er beit

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.