Heima er bezt - 01.01.1968, Page 10

Heima er bezt - 01.01.1968, Page 10
Akraneskirkja að innan. ina á 20. öld — sem breyttu Akranesi úr fátæku fiski- þorpi í fagran menningarbæ. En nú hin síðari ár hefur annars konar „björgunar- starf“ tekið mikið af tómstundum Skagaklerksins. Þar hefur komið í ljós hneigð hans til þjóðlegra fræða og ræktarsemi við minjar frá lífi horfinna kynslóða. Undir forustu hans, fyrir atorku hans, hvatningu og óbilandi áhuga, hefur verið komið á fót hinu merkilega minjasafni í gamla prestssetrinu á Görðum á Akranesi, þar sem Jörundur kristni fyrrum gerði bústað sinn. Austur undir Fjöllunum hafði sr. Jón að vísu sýnt þennan áhuga sinn í verki með því að hvetja og styðja Þórð Tómasson í söfnunarstarfi hans. Hefur áður verið frá því sagt í H.e.b. Þar eystra sýndi hann prestssetri sínu, hinum gamla kirkjustað í Holti, þann sóma að byggja táknrænt minnismerki á þeim stað í gamla kirkjugarðinum fyrir framan bæinn þar sem kirkja hafði staðið um aldir áður en hún var flutt að Ásólfsskála. Sömu skil voru svo síðar gerð kirkjustaðnum í Görðum á Akranesi eins og hér birtist mynd af. En hér í Görð- um var ekki látið þar við sitja að byggja minnismerki til að varðveita minninguna um hinn fornhelga kirkju- stað. Jafnframt því var hafizt handa um stórmerkilegt þjóðmenningarstarf, sem mun halda nafni sr. Jóns M. Guðjónssonar lengi á lofti, a. m. k. svo lengi sem íslend- ingar kunna að meta þjóðlegar minjar og skilja hve dýr- mætur og sterkur tengiliður fornminjarnar eru við for- tíð þjóðarinnar og sögu. Svo vel vildi til, að enn var við lýði prestshúsið í Görðum, merkisbygging, eiginlega elzta steinsteypuhús á Islandi. Var það nú, að ráði sr. Jóns, afhent byggða- safnsnefnd héraðsins til umráða og því næst undir for- ustu hans hafizt handa um að gera það hæfa vistarveru fyrir safnið sjálft, en að því standa Akurnesingar og Borgfirðingar sunnan Heiðar. Byggðasafnið í Görðum er mikið að vöxtum og ört fjölgar í því safngripum. Það hefur þegar sprengt utan af sér gamla húsið og er nú byrjaður undirbúningur byggingu á viðbótar húsnæði. Sr. Jón hefur glöggt auga fyrir því, sem þjóðlegt er og hefur sögulegt gildi og hann hefur sérstakt lag á að vekja áhuga á og glæða skilning almennings á því að láta allt slíkt safninu í té áður en það fer í glatkistuna. í þessu starfi hefur sr. Jón verið vakinn og sofinn, fórnað því öllum tómstundum sínum og má með undrum teljast hverju hann hefur af- kastað með sínu annasama embætti. Ekki hefur hann lát- ið sér nægja að safna munum frá öðrum, koma þeim fyrir á smekklegan hátt í þröngum húsakynnum, skrifa upplýsingar um sögu þeirra og uppruna, heldur hefur hann teiknað alla sveitabæi í heilum sveitum, eftir lýs- ingum eldra fólks, sem fæddist og ólst upp í þessum horfnu bæjum áður en steinöld hin nýja gekk í garð og útrýmdi þeim með öllu. Suma hefur hann mótað í leir. Sýna þessi verk vel, hve drátthagur og listfengur sr. Jón er og hve langt hann hefði getað náð á því sviði, hefði hann lagt það fyrir sig. Margt er merkra muna í byggðasafninu í Görðum. Þar er skatthol sr. Helga á Melum, hins fjölhæfa lista- manns, sem teiknaði myndina af Jónasi Hallgrímssyni látnum og var sá raunverulegi stofnandi Fomgripa- safnsins. Þar er spilaborð hins málsnjalla þjóðfrelsisskörungs, Garðar á Akranesi. Til hœgri: Minnismerkið um Garðakirkju. 6 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.