Heima er bezt - 01.01.1968, Síða 11

Heima er bezt - 01.01.1968, Síða 11
Úr byggðasafninu í Görðum. sr. Hannesar Stephensen á Hólmi. Við það borð hefur hann setið yfir púnsi og spilum með skólapiltum, sem hann bauð að vera um jólin af því að þeir komust ekki heim til sín. Þar er kistill frú Þórunnar Ríkharðsdóttur í Höfn, hinnar víðsýnu gáfukonu, smíðaður af hagleiksmannin- um föður hennar, Ríkharði Þórólfssyni í Árnagerði í Fáskrúðsfirði. Þar er rokkm, sem Torfi í Olafsdal smíðaði handa dóttur sinni, Ragnheiði í Arnarholti. Svona mætti lengi telja. En vitanlega er safnið í Görðum ekki merkilegt fyrir það, að þar séu fáeinir merkisgripir nokkurra merkis- manna. Það er að vísu gaman að eiga skrifpúlt lærdóms- og fræðimanna, kommóður og kistur hefðarkvenna og fleira því um líkt. En það sem gefur þessu safni, eins og öðrum byggðasöfnum, raunverulegt gildi sitt, er vitanlega það, að þar er brugðið upp fyrir okkur mynd af lífi og lífsbaráttu alþýðunnar í landinu eins og hún var háð um aldaraðir og framundir okkar daga, þegar torfið og timbrið var eina byggingarefnið, þegar taðið og mórinn, þangið og þarinn var eina eldsneytið, þegar vöðvaaflið var eini vinnukrafturinn og þegar guðstrú og nægjusemi leystu þegjandi og hljóðalaust öll próblem lífsins. Sr. Jón jM. Guðjónsson er fæddur á Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd 31. maí 1905. Foreldrar hans voru Guðjón Pétursson útvegsbóndi, bónda að Nýjabæ og Heima er bezt 7

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.