Heima er bezt - 01.01.1968, Blaðsíða 12
Holt undir Eyjafjöllum. Til hœgri: minnismerkið um Holts-
kirkju.
Brekku í Vogum og kona hans Margrét Jónsdóttir frá
Hópi í Grindavík Guðmundssonar. Hún var ljósmóðir
á Suðurnesjum í 40 ár. Minnist sr. Jón móður sinnar
með því að láta upphafsstaf hennar fylgja nafni sínu.
Sr. Jón lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1929 og guð-
fræðiprófi 1933 með fyrstu einkunn. Þann 16. júlí s. á.
var hann vígður aðstoðarprestur sr. Þorsteins Briem en
vorið eftir var honum veitt Holt undir Eyjafjöilum,
þar sem hann var prestur næstu 12 árin.
Þar gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit
sína og sýslu, sat í skólanefnd, sýslunefnd, stjórn Sjúkra-
samlags, stjóm Skógræktarfélags o. s. frv.
Frá 1. ágúst 1946 hefur hann verið sóknarprestur á
Akranesi eins og fyrr er sagt þar sem mörg störf hafa
hlaðizt á hann eins og t. d. formennska í Fræðsluráði
og Menningarráði, stjórn Hallgrímsdeildar, kennsla við
gagnfræðaskóla o. fl.
Brunnastaðir á Vatnsleysuströnd
Þann 18. október 1930 kvæntist sr. Jón og gekk að;
eiga Lilju Pálsdóttur bátasmiðs í Reykjavík.
Þau hafa eignazt 11 börn. Elzta barnið, Ásta, dó ung-
barn. Hin eru:
Pétur, vélvirkjameistari, Kópavogi, kvæntur Margréti
Veturliðadóttur.
Margrét, handavinnukennari á Akranesi.
Sjöfn, kona sr. Björns Jónssonar í Keflavík.
Ólttfur, vélvirki í Ytri-Njarðvík, kvæntur Svönu:
Jakobsdóttur.
Helga, rannsóknarstúlka í Sementsverksmiðjunni.
Þórunn, gift bankamanni í Arlington, U.S.A.
Valdimar, loftskeytamaður hjá Landhelgisgæzlunni,.
kvæntur Jónu Margréti Guðmundsdóttur.
Gyða, rannsóknarstúlka hjá Sementsverksmiðjunni.
Edda, gift Guðmundi Hermannssyni kennara á
Eiðum.
Jóhanna, búðarstúlka á Akranesi.
Stundum er það svo um fjölhæfa menn að þeim geng-
ur ekki alltaf vel að hasla sér völl í lífinu, takmarka sig
við ákveðið og afmarkað starfssvið. Ef til vill kann svo
að hafa verið um sr. Jón Guðjónsson. Að minnsta kosti
mun hann um stund hafa hugsað sér að nema læknis-
fræði og er ekki að efa, að nýtur maður hefði hann orðið
á því sviði. Hitt er ekki síður augljóst, hve vel hann
hefur notið sín í prestsstöðunni. Hann kann vel að vera
samverkamaður að gleði safnaða sinna. Hann er líka
ríkur af skilningi á erfiðleikunum, hann á mikla samúð
með hinum sorgbitnu og hluttekning hans er einlæg
með börnum vonbrigðanna. Hann er sá gæfumaður að
hafa getað hrundið áhugamálum sínum í framkvæmd,
séð hugsjónir sínar rætast. En það er að þakka mark-
vissri, fórnfúsri forustu hans og hæfni hans til að sam-
eina fólkið um framgang heillaríkra og þjóðlegra menn-
ingarmála.
Vigsla sjómannaminnismerkisins á Akranesi.
8 Heima er bezt