Heima er bezt - 01.01.1968, Blaðsíða 14
Hinar öru samgönguí nútímans greiða mjög fyrir
dreifingu ýmissa dýra. Sjóflugvélar fljúga milli stöðu-
vatna, og smádýr geta borizt bæði með flotholtum og
fiskinetum. A sumrin tíðkast útilegur og bílaferðir.
Bátar eru fluttir milli vatna á bílum eða bílkerrum. Vér
tökum með oss drykkjarvatn úr stöðuvatni eða læk í
flöskur eða önnur hylki, sem vér svo tæmum leifarnar
úr í öðru vatni, þegar vér endurnýjum drykkinn. Allt
slíkt léttir smádýrunum mjög að dreifast. En um leið
verður miklu erfiðara fyrir líffræðinginn að útskýra
dreifingu tegundanna um landið. Þess vegna er bráð-
nauðsynlegt, að þekkja útbreiðslusvæði þeirra eins og
þau voru áður en samgöngurnar urðu svo tíðar sem nú
er, og áhrifa mannsins á náttúru landsins tók að gæta.
Landnámi vatnadýranna er ekki lokið í Noregi. I bæ
einum í Suður-Noregi verða menn fyrir miklum óþæg-
indurn vegna snigla í neyzluvatninu. Snigill þessi, sem
er um hálfur sentimetri á lengd, er stöðugt að dreifast
urn Evrópu. Fyrst varð hans vart í Noregi 1954 og hann
mun vissulega leggja fleiri vatnasvæði undir sig, er tím-
ar líða fram. — Ymsar tegundir vatnadýra, sem lifa í
Evrópu hafa enn ekki náð til Noregs. Þar á meðal er
flökkuskelin. Samlokuskel þessi lifir í ósöltu vatni og
er, og áhrifa mannsins á náttúru landsins tók að gæta.
ótrúlega hratt út um Evrópu, og veldur oft stórtjóni,
með því að fylla vatnsleiðslur. Vér vitum lítið um,
hvaða vatnasvæði í Noregi bjóða dýrategundum þess-
um hagstæð lífsskilyrði.
Einstök stöðuvötn og ár eru sérstök að eiginleikum.
Slík vatnasvæði eru ómetanleg fyrir vísindamennina.
Sem dæmi mætti nefna Borrevatnið hjá Horten. Það
er mjög næringarauðugt. Vatnið er um 4 km langt og
um 15 metra djúpt, þar sem dýpst er og yfirborð þess
9 metra yfir sjávarmáli. í vatni þessu lifa um 300 teg-
undir smádýra og 7 tegundir fiska. Fuglalíf er þar mjög
auðugt. Flest botndýrin, svo sem sniglar, samlokuskelj-
ar og skordýr halda sig aðallega á grynningunum, þar
sem botninn er þakinn gróðri. Gróðurbeltið nær yfirleitt
niður á þriggja metra dýpi, og margar smádýrategund-
irnar finnast alls ekki þar sem dýpra er. Innan gróður-
beltisins eru lífsskilyrðin mjög hagstæð, bæði um efna-
samsetningu og annað. A meira dýpi verða lífsskilyrðin
óhagstæð, og botndýralífið þverrar. Ein orsök þess, að
grunn stöðuvötn eru að jafnaði betri veiðivötn en hin
djúpu, er einmitt sú, að þar sem grunnt er, lifir meira
af botndýrum, sem fiskarnir lifa af.
En það er fleira en dýpið eitt, sem er breytilegt í
Borrevatninu. Sums staðar eru víkur með hávöxnu sefi,
annars staðar er malarbotn og grýtt strönd, og sums
staðar liggja snarbrött brimklif að vatninu. Allt þetti
hefir áhrif á samfélag dýranna á hverjum stað. Sum dýr
kjósa að vera í ókyrru vatni á malarbotni og hafa lagazt
eftir því. Önnur lifa einungis þar sem vatnið er kyrrt,
og þeim er skýlt af þróttmiklum gróðri.
í ám þeim og lækjum, sem í Borrevatnið falla eru sér-
stök samfélög dýra. í einum þessara lækja er uppspretta
með söltu vatni, af því að þar eru sölt leirlög, sem jarð-
vatnið skolar úr. í þessum læk lifir krabbadýr, sem ann-
ars á heima í sjó víða við strendur Noregs. Fyrir um
2500 árum var Borrevatnið og umhverfi þess sævi þak-
ið. Auðsætt er, að krabbategund þessi hefir haldizt við
í saltvatnslæknum síðan þá, og er þannig leifar þess;
dýralífs, sem var á þessum slóðum, þegar þær voru hluti
af Oslóarfirðinum.
Fyrir nokkrum árum var hafin skipuleg rannsókn á
dýralífi landsins alls. Þar er leitast við að kanna, hversu
útbreiddar einstakar tegundir dýra eru, og við hvaða
skilyrði þær lifa. A grundvelli þeirra rannsókna verður
unnt að segja til um, hversu dreifing tegundanna er háð
takmörkum í landslagi og lífsskilyrðum. Vér lærum af
því, hvaða landslagstálmanir tilteknar tegundir komast
ekki yfir, og hverjar kröfur tegundirnar gera til um-
hverfis síns. Aleð tilraunum verður svo nánar kannað,
hversu tegundirnar bregðast við ólíkum þátturn um-
hverfisins. Meira en eitt þúsund ár og stöðuvötn hafa
nú verið könnuð, og rannsókninni er að ljúka. Þegar
svo umfangsmikil rannsókn fer fram, verður fyrir al-
vöru Ijóst, hversu erfitt er að finna nægilega mörg vötn
og ár í hverjum landshluta, með mismunandi lífsskil-
yrðum og dæmum um þau. Þá má ekki gleyma, að ár
og stöðuvötn, tjarnir, mýrar, lækir og önnur vatna-
svæði verða stöðugt fyrir áhrifum af mannanna hálfu.
Tjarnir eru fylltar, vatnsmiðlun er komið á í stöðu
vötnum, svo að grynningarnar, þar sem gróðurinn er
nær eingöngu og dýralífið mest, verða fyrir stórspjöll-
um, þegar vatnsborðið er lækkað á vetrum. Ósar sumra
stöðuvatna eru dýpkaðir, við það lækkar vatnsborðið,
svo að grynningarnar með ströndinni breytast í þurr-
lendi. Þá er mörgum vatnasvæðum spillt með útrennslum
skolpræsa og frárennsli úr verksmiðjum. Á öðrum stöð-
ur er vötnum spillt með úrgangi frá timburverksmiðj-
um. Áhrif mannsins á náttúruna eru margvísleg. Ég
var þess t. d. fullviss, að í litlu vatni við Oslóarfjörðinn
mundi dýralífið haldast ósnortið urn mína daga og leng-
ur. En viti menn, dag nokkurn kemst ég að því, að graf-
inn hefir verið skurður úr því til sjávar. Við það lækk-
aði vatnsborðið, saltvatn streymdi inn um skurðinn og
drap dýrin, sem í vatninu lifðu. í gömlum frásögnum
lesum vér oft um merkileg dýrasamfélög í vötnum,
sem nú eru löngu horfin úr þeim.
Náttúran sjálf breytir einnig vötnunum á óralöngum
tíma. Djúp, næringarsnauð vötn grynnast smám saman,
og næringarsöltin í þeim aukast. Jafnframt því taka nýj-
ar tegundir dýra og plantna sér bólfestu í þeim. Þannig
breytist djúpa og fæðusnauða vatnið smátt og smátt í
grunnt, næringarauðugt vatn. Framsig úr ræktuðu landi,
og hóflegt skolprennsli flýtir oft fyrir þessari breyt-
ingu. En verði ofgnótt af fæðusöltum verður það bani
margra fiska og smádýra. Þetta hefir oftsinnis gerzt í
hinum fæðuríku vötnum í nágrenni Oslóar, fiskur hefir
drepizt þar í hrönnum, og sumar tegundir fiska og ým-
issa smádýra horfið þaðan með öllu.
Fiskifræðingarnir hafa unnið mikið verk og gott í
rannsókn dýralífsins í ám og stöðuvötnum. Hinu er svo
10 Heima er bezt