Heima er bezt - 01.01.1968, Side 19
SIGURÐUR VILHJALMSSON, HANEFSSTOÐUM
J~fugleicting um Nfál
FORSPJALL
egar íslendingasögur voru skráðar í þeirri mynd
sem við nú höfum þær, voru liðin 300—400 ár
frá því að þeir atburðir gerðust, sem þær greina
frá. Frá stofnun Alþingis um 200 ár, að elztu
sögurnar eru skráðar. í flestum sögunum er kjarni sann-
sögulegra frásagna, sem sögurnar eru gerðar um. Arið
1000 gerist sá atburður með lögtöku kristninnar, sem
gjörbreytti siðferðilegum grundvelli þjóðarinnar og af-
stöðu hennar til andlegra viðhorfa og fornra menning-
arverðmæta, enda var þjóðin þá í mótun. Þegar goð-
orðastofnunin var ákveðin hafa vafalaust orðið átök
víða, um hverjir skyldu hljóta þau völd, sem þeim voru
samfara. Með þeirri þekkingu sem við höfum á annar-
legum tilhneigingum, komumst við varla hjá að álykta,
að nokkrar væringar hafi orðið út af þeirri úthlutun
valdsins, sem þá fór fram. Hins vegar eru sögurnar fá-
orðar um þetta, enda eru miklar breytingar orðnar á
hinni upphaflegu skipan þegar þær eru skráðar, allt
valdajafnvægi er gengið úr skorðum og þjóðveldið í
andarslitrunum. Það er nauðsynlegt að gera sér grein
fyrir því, að höfundar þeir, sem rituðu sögurnar, voru
meira og minna undir áhrifum síns tíma og lýsa atburð-
um út frá þekkingu sinni á svipuðum atburðum, sem
þeir voru kunnir, án þess þó að þeir séu að grímubúa
atburði síns tíma og flytja þá yfir í fortíðina.
Það er ekki margt sem nútímamenn hafa að styðjast
við, er þeir reyna að glöggva sig á sanngildi sagnanna
um atburði þá, er þær greina frá. Helzt eru það ættar-
tölurnar, annálar og samanburður milli sagnanna inn-
byrðis, nafngiftir geta einnig haft okkurt gildi, auk þess
sem orsaka- og afleiðingalögmálin eru sígildur mæli-
kvarði.
Njála hefur löngum verið mikið umræðuefni manna,
eins og að líkum lætur um jafnágætt rit. Á seinni árum
hafa umræður um hana snúizt mjög um það, hver sé
höfundur sögunnar. Mér hefur lengi dvalizt við um-
hugsun um, hvernig á því stendur að svo ágætur mað-
ur, sem Njáll var, var brenndur inni, en það verður að
tclja óyggjandi að svo hafi verið. Njáluhöfundur gerir
mikið úr ágæti Njáls og hans miklu kostum, sem mér
sýnist vera fullmikið gert úr, jafnvel eftir því sem kem-
ur óbeint fram í sjálfri sögunni. Þetta virðist vera höf-
undareinkenni, því hann virðist ekki hlutlaus gagnvart
neinni sögupersónunni, sem setja svip á söguna. En það
er fleira, sem einkennir þenna höfund. Hann hefur sér-
staka nautn af því að lýsa söguhetjum sínum í bardög-
um og er engu líkara en hann sjálfur komist í vígahug,
svo manni verður ósjálfrátt að hugsa sér, að hann hafi
sjálfur komið í orrustu og gengið hart fram. Það er
ekki ætlan mín að benda á höfund Njálu, en aðeins
benda á þau atriði, sem mér virðast athyglisverð, í sam-
bandi við söguna og snerta örlagaþræði þá sem leiddu
til Njálsbrennu. í því sambandi er rétt að gera sér grein
fyrir því hvernig stendur á hinu einkennilega innskoti
í söguna, er bent er á að Kolbeinn ungi hafi verið af-
komandi Valgarðs gráa, sem þó er algjörlega óviðkom-
andi sögunni sjálfri. Kolbeinn var 200 árum yngri en
atburðir þeir gerast, sem sagan segir frá. Þetta innskot
virðist sett í söguna til þess að vekja athygli á því að
Kolbeinn kunni að hafa sótt einhverja lakari eiginleika
sína til Valgarðs og kunni að hafa líkst Merði Valgarðs-
syni frænda sínum. Eftir því sem Kolbeini er lýst í
Sturlungu er ekkert líkt með honum og Merði eins og
Njáluhöfundur lýsir honum. Að vísu virðist framkoma
Kolbeins við Sighvat Sturluson og syni hans ekki lýsa
drengskap. Atför Kolbeins og manna hans að Hálfdáni
á Keldum ber ekki vott um drengskap, því Hálfdán
hafði haldið sig utan við deilur þær, sem þá risu hátt.
Kona Sighvats og móðir barna hans var Halldóra Tuma-
dóttir föðursystir Kolbeins, en dóttir þeirra var Stein-
vör kona Hálfdáns á Keldum. Eftir því sem Steinvöru
er lýst í Sturlungusafninu er líklegt að hún hafi borið
þungan hug til Kolbeins frænda síns og ekki sparað að
halda því fram, að hann sækti meira til Valgarðs gráa
en til Ásbirninga, enda hefur hún þekkt vel ættir Kol-
beins. Það er því langlíklegast að innskotið um Kolbein
sé komið frá Keldum beinlínis til þess að svívirða hann.
Njáluhöfundur hefur ekki notað þetta atriði í sögu
sinni, það virðist vera komið inn í söguna að tilefnis-
lausu. Enda þó sagan um Höskuld Hvítanesgoða sé tor-
melt og með nokkrum ólíkindum, verður að álíta hana
að einhverju leyti sögulega rétta. Svo er einnig um Kára
Sölmundarson, hann kemur inn í söguna með glæsibrag
og með ólíkindum, verður tengdasonur Njáls, meðvirk-
ur í morði Höskuldar, sleppur úr brennunni, hefnir
hennar grimmilega, en kvænist skömmu síðar ekkju
Höskuldar Hvítanesgoða. Hildigunnur er nú ekki jafn-
stórlát og þegar bónorð Njáls til handa Höskuldi var
ráðið og hún gengur að eiga þann mann, sem hafði drep-
ið bónda hennar og frændur í hefnd eftir brennuna.
Heima er bezt 15