Heima er bezt - 01.01.1968, Qupperneq 23
Sjálfur sagðist hann aldrei síðan hafa kysst nokkurn
mann eða konu kveðjukossi, og alls ekki sína beztu vini.
En þessi saga hreppstjórans gerðist fyrir fullum 100
arum, á meðan kveðjukossar voru algengur siður um
allt land.
2. ÉG ÞEKKTI GESTKONUR Á SJAL-
KLÚTNUM.
Þegar ég var unglingur voru kveðjukossar mjög al-
mennir, þótt einstöku menn, og þar á meðal læknar,
væru farnir að vinna á móti þeim. En í sumum héruð-
um voru þeir þó enn lengi við líði.
Það kannast allir við það, að litlir drengir eru sjaldn-
ast hrifnir af því, að verið sé að kjassa þá og gæla við
þá eins og hvolpa eða kettlinga. Þeim finnst það ekki
karlmannlegt. Ég man það vel, að þannig var ég líka
gerður. En þó gerði ég mér mannamun eða öllu heldur
kvennamun. Ég þoldi betur að fallegar konur kjössuðu
mig, en þær sem mér þótti ófríðar.
Þegar sást til gesta á þeim árum, þótti það alltaf
nokkur tíðindi, því að það þótti upplyfting og þykir
enn, að fá gesti. Vitanlega þekkti maður nágrannafólk-
ið, löngu áður en það kom í hlað. Og sérstaklega var
ég fljótur að þekkja konurnar, ef þær voru t. d. gang-
andi. Þær þekkti maður bezt á sjalklútunum, sem þær
bundu yfir sig. Sjalklútar ungu stúlknanna voru venju-
lega í fegurri litum og smekklegri.
Við vissum það vel strákarnir, er við sáum gamlar
konur nálgast, að þær myndu kyssa okkur, er þær heils-
uðu okkur, en það vildum við helzt losna við. Stund-
um hurfum við því á bak við bæ, á meðan gestkonan
var að heilsa, en svo komum við inn, er konan hafði
heilsað fólkinu og hafði setzt niður, og sluppum við þá
oft við kveðjukossinn, því að þá kastaði konan aðeins á
okkur kveðju, án þess að rísa á fætur.
3. ALFRÆÐIBÓKIN SEGIR ÞETTA UM
KOSSA.
Ekki er ég svo fróður, að ég geti rakið uppruna og
sögu kossanna og ef til vill eru þeir komnir alla leið
frá Adam og Evu. — En í alfræðibókum segir þetta um
kossana:
„f Vestur-Asíu og öllum menningarlöndum Evrópu
eru kossar mjög útbreiddir, sem tákn vináttu, virðing-
ar og elsku. Storhöfðingjum í Vestur-Asíu var sýnd
virðing og elska með því að kyssa rykið við fætur þeirra,
eða með því að kyssa klæðafald þeirra, göngustaf eða
einhvern annan hlut í eigu höfðingjans.
f fornum ritum Egyptalands er því lýst, hvernig höfð-
ingjar voru þar hylltir með kossum, sem tákn undir-
gefni, virðingar og elsku-kossar voru líka almennir í
Austur-Afríku, áður en áhrif bárust þangað frá Evrópu-
löndum.
í Evrópulöndum er kossinn tákn virðingar, vináttu og
ástar, en í katólskum kirkjudeildum er kossinn líka tákn
bróðurkærleika og trúar, samanber bróðurkossinn á
páskahátíðinni. Helgir dómar og ýmsir kirkjugripir
voru kysstir í tilbeiðsluskyni. Biblían var kysst, ef
menn áttu að sverja eið.
í Lútherskum kirkjudeildum hafa kossar ekki verið
tákn trúar eða trúarlegra athafna, eða elsku á guðdómn-
um.
Á 17. öld var það siður hirðmanna að votta göfugum
konum ást sína og virðingu með því að kyssa á hönd
þeirra, og er þessi siður enn við líði í mörgum löndum.
Koss á munninn hefur alla tíð verið tákn ástar og
kærleika, og hefur sú tegund kossa mjög útbreiðst síð-
ustu aldir, en munu líka hafa þekkzt í fornöld. En koss-
ar þekkjast naumast í Austur-Asíu-löndum, eða meðal
svonefndra villimanna.
Þetta segir alfræðibókin og fræðimennirnir um koss-
ana og finnst mér að skýringarnar séu nokkuð þyrk-
ingslegar og óskáldlegar, og fjarlægar lýsingar skáld-
anna á unaðsleik kossa. — En öll skáld dásama kossinn
sem ástar-atlot og ungir og aldnir þrá slíka kossa.
4. ENN ÞEKKJAST KVEÐJUKOSSAR
í SUMUM HÉRUÐUM.
Ég sagði fyrr í þessum þætti, að á almennum mál-
fundi í Stykkishólmi, fyrir nær því hálfri öld, hefðu
menn yfirleitt verið mótfallnir kveðjukossum, einkum
unga fólkið, og helzt viljað fella þá niður og fyrir 100
árum hefði hreppstjórinn á þingstaðnum ekki þolað það,
að bændurnir kysstu ungu, fallegu konuna hans beint á
munninn, er þeir þökkuðu fyrir góðgerðirnar. En hörð-
ustu hríðina að kveðjukossum gerðu þó læknarnir um
og eftir síðustu aldamót, og töldu þeir kveðjukossa hafa
áhrif á útbreiðslu sjúkdóma. En gamlir siðir og hættir
eru furðulega lífseigir, og enn hefur kveðjukossum ekki
verið útrýmt.
Skal ég nefna dæmi um þetta. Á sunnudegi á sólbjört-
um sumardegi var ég gestur á prestssetri. Þar var kirkju-
staður og ætlaði prestur að messa þar þennan sunnudag.
Kirkjufolkið streymdi að eftir hádegið, á hestum og í
bifreiðum. Ég var úti staddur, ásamt prestinum, er fólk-
ið kom í hlað. Um leið og fólkið steig af hestbaki, eða
kom ut ur bdunum, kom það beina leið að heilsa prest-
inum. — Ég segi frá þessu eins og það gekk til. — Hver
einasti karlmaður heilsaði prestinum með kossi, en kon-
urnar með handabandi. — Ég öfundaði prestinn ekkert
af kveðjunum. Síðan þetta gerðist eru liðin aðeins 10 til
15 ár. - Ég tel því ekki ólíklegt, að þessi kveðjukossa-
siður lifi enn góðu lífi á stöku stað.
En í sambandi við þessa gömlu siðvenju, sem virðist
furðu lífseig, ætla ég að segja hér stutta sögu.
Á fögrum haustdegi, fyrir 10-12 árum, var ég á ferð
um fjölbyggða sveit. Fylgdarmaður minn var bóndi um
sextugt, gáskafullur og fjörmikill. Við komum á nokkra
Heima er bezt 19