Heima er bezt - 01.12.1968, Qupperneq 6
ins, sem í þúsundatali tekur daglega þátt í helgiathöfn-
um staðarins. Maður finnur að staðurinn er heilög jörð.
Það er ekki hægt að lýsa Lourdes með orðum, né því
sem þar fer fram. Það verður að sjá það og lifa það.
Engin orð ná að lýsa mikilleik, tign og fegurð sjálfs
helgisvæðisins og nánasta umhverfi þess. Þar hefur snilli
mannsheilans og gróðurmagn náttúrunnar hjálpast að
ásamt stórbrotnu og undurfögru landslagi.
Enn síður er hægt að lýsa þeirri andlegu framkvæmd,
sem þar á sér stað.
Erfiðast yrði þó að lýsa tilfinningum einstaklingsins
— einstaklings af tugum þúsunda, sem þar eru saman-
komnir í leit að innri friði, heilbrigði og lífshamingju.
Þeim tilfinningum fær engin tunga lýst, eigin tilfinn-
ing ekki heldur.
Aðeins fundum við að við vorum öll bræður og syst-
kin sem mættumst þarna á helgum stað í sama tilgangi.
Þarna voru saman komnar þjóðir frá ýmsum löndum
Evrópu, það sást á kvöldin þegar kerta-prósesían var
farin kl. 8.30—10 á hverju kvöldi. Mörg þúsund manns
tók þátt í þessari athöfn með ákalli og bæn, til heilagr-
ar guðsmóður.
Fólkið safnaðist á svæðinu fyrir framan hellinn með
Maríu líkneskinu og lindinni helgu.
Á þessu víðáttumikla svæði mættist það til kertagöng-
unnar. Klukkan hálfníu samhringja klukkur aðalkirkj-
unnar og berst hljómur þeirra út yfir allan bæinn og ná-
grennið.
Að samhringingu lokinni gjalla hátalararnir við,
hljómsterkir eins og klukkurnar: Halló, halló. Svo hljóm-
ar rödd prestsins í bæn, sem fáir skilja en vita og finna
hvers beðið er. Prósessían er lögð af stað.
Hver maður heldur á stóru logandi kerti, en fyrstur
gengur merkisberi og á merkið er letrað stórum stöf-
um frá hvaða landi þátttakendur eru. Fast á eftir fyrstu
þjóðinni fylgir sú næsta með sinn merkisbera í farar-
broddi og svo hver af annarri.
Til dæmis mátti lesa í einni prósessíunni: Holland, ír-
ar, Skandinafar og Frakkar.
Um fimmtán þúsund manns tóku þátt í prósessíunni í
einu, og það tók hana fimm stundarfjórðunga að ganga
fram hjá okkur, sem ekki gátum tekið þátt í göngunni,
en sátum fyrir utan hótelið okkar hvert með stórt log-
andi kerti, sem okkur voru fengin.
Þarna var fólk á öllum aldri, allt frá lotnum gamal-
mennum til smábarna, sem voru borin af föður eða
móður.
Frá aðalkirkjunni hljómuðu söngvar gegnum hátal-
arana. Hljómsterkar karlmannsraddir sungu lofsöngva
til Maríu meyjar og allar þúsundirnar tóku undir söng-
inn. Við tókum einnig undir viðlagið, það gerðu áreið-
anlega margir af djúpri tilfinningu. Það var ekki hægt
annað. (Lourdes söngurinn.) Öll athöfnin og söngurinn
hafði djúp áhrif á þátttakendur, svo að einnig við sem
utanvið stóðum hrifumst með.
Kirkjurnar eru margar og út frá aðalsal kirknanna
eru kapellur og sumar allstórar, svo fleiri en ein helgi-
athöfn getur farið fram samtímis á hverjum stað. Svo
eru kapellur á fleiri stöðum. Til dæmis var ein í hótel-
inu þar sem ég bjó, þar komum við saman til morgun-
bæna kl. hálf níu og einnig var þar altarisganga.
En stærsta kapellan er neðanjarðar, skammt frá hótel-
inu. Þak hennar er grasi gróið. — Mér þykir líklegt að
hún hafi verið byggð í þeim tilgangi að geta notað hana
einnig fyrir loftvarnarbyrgi ef á þyrfti að halda.
Það er gengið inn breiðan hallandi gang með sverum
steinsúlum til beggja handa.
Þannig eru tveir inngangar í kapelluna, sinn á hvorri
hlið og það breiðir að auðvelt væri að aka tveim bif-
reiðum samhliða.
Innan við súlurnar er aðalsvæði kapellunnar — um
200—220 m. á lengd en um 100—120 m. á breidd og
hallar því öllu til miðjunnar. Þar er aðalaltarið á víð-
um palli og margar tröppur upp að því á alla vegu.
Fleiri ölturu eru í þessum víðáttumikla sal, en þetta er
langstærst.
Stór svæði eru þakin bekkjum með víðum gangbraut-
um á milli. Svo er stórt svæði autt þar sem komið er
fyrir sjúkravögnum, sjúkrabörum og hjólastólum.
Fararstjórinn sagði mér að salurinn tæki 20.000 manns
í sæti en 40.000 gætu staðið inni.
Hvelfingu þessa stóra salar er haldið uppi af sverum
steinbogum en hallandi vafflaga súlur standa undir end-
um þeirra. Utanvið þessar súlur er svo gangurinn, sem
áður er minnst á.
Sunnudaginn 14. ágúst, kl. 9.30 hófst hámessa í aðal-
sal þessa mikla musteris.
I hálftíma var salurinn að fyllast af fólki af ýmsum
þjóðernum. Þar mátti sjá gula, brúna og svarta ein-
staklinga en auðvitað voru þó flestir Evrópubúar, sem
þarna voru samankomnir til að ákalla einn og sama föð-
ur, Jesú Krist og móður hans Maríu.
Okkur sjúklingunum var ekið þangað, flestum í þrí-
hjóla vögnum, dregnum af einum manni.
Okkur var raðað hlið við hlið á afmörkuðu svæði,
skammt frá aðalaltarinu og gátum við fylgst vel með
öllu er þar fór fram.
Ég lenti við hlið ítalskrar stúlku, sem virtist talsvert
mikið sjúk, en af andliti hennar geislaði innri friður og
gleði.
Sérstökum söngkór var raðað upp út við súlurnar
öðrum megin í miðjum salnum og stjórnaði honum
hempuklæddur maður. Annar söngstjóri stóð á einu
horni pallsins útfrá altarinu og stjórnaði samtímis hin-
um. Ég veitti því eftirtekt að hann hafði sömu handa-
hreyfingar og hinn sem stjórnaði kórnum. Þetta mun
hafa verið gert til þess að allir í salnum gætu fylgst sem
bezt með og tekið undir í söng og messusvörum.
Það er engin leið að lýsa þeim áhrifurfi, sem söngur-
inn hafði á áheyrendur, þegar þúsundir kirkjugesta tóku
undir með kórnum í lofsöng til guðs Jesú Krists og
móður hans Maríu. Það var eins og hinir voldugu tónar
4 ] 0 Heima er bezt