Heima er bezt - 01.12.1968, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.12.1968, Blaðsíða 11
fyrir framan hjá honum Ámunda.“ Hjaltalín brosti, og fór að hæla Maríu fyrir dugnað hennar og myndarskap. Lét hann þess jafnframt getið að sér þætti það furðu- legt að hún svona fínleg og nett kona hefði gifzt svona stórum og rosalegum manni eins og Jóni. Þá svaraði María: „Mér hefur nú alltaf fundizt eitthvað fínt við hann Jón minn.“ Og sama segi ég. Það var eitthvað gott og elskulegt sem fylgdi Jóni. Hann var að mér virtist drengur góð- ur og ákaflega barngóður, eða ekld hafði ég af öðru að segja. Mér þótti alltaf vænt um þau Krossastaðahjón frá því ég man fyrst eftir mér. Þau voru tíðir gestir á heim- ili foreldra minna, bæði á Möðruvöllum og Akureyri, og þóttu aufúsugestir. Og oft kom ég að Krossastöð- um og var tekið með mestu hlýju. Er mér minnisstætt þegar ég kvaddi þau blessuð hjón vorið 1923. Var þá María þrotin að kröftum, en tryggðin og hlýjan skein úr augum hennar þegar hún kvaddi mig. Jón var hress- ari, en samt var honum brugðið. Hann fann til með Maríu sinni, og honum var Ijóst að senn hallaði undan fæti. Ég kvaddi þau hrygg í huga, því ég vissi að ég mundi ekki sjá þau aftur. En mér tókst að ná af þeim mynd utan við húsið þeirra. María Flóventsdóttir var fædd á Rangárvöllum í Kræklingahlíð 11. apríl 1838. Foreldrar hennar voru búandi hjón þar, Flóvent Þórðarson og Guðrún Markús- dóttir, sem síðar bjuggu á Hömrum við Akureyri og ólu þar upp börn sín Markús og Maríu. Flóvent fædd- ist 9. janúar 1800 í Sílastaðakoti í Glæsibæjarhreppi, og voru foreldrar hans Þórður Þórðarson bóndi þar og Guðlaug Sigurðardóttir, hæglætís- og sæmdarhjón, segja kirkjubækur. Guðrún Markúsdóttír móðir Maríu var fædd 5. sept- ember 1797 í Bitru í Kræklingahlíð. Foreldrar hennar: Halldóra Gunnarsdóttir og Markús Jónsson bjuggu á Hrappsstöðum , í Bitru, Ytra-Krossanesi og á Rangár- völlum í Kræklingahlíð. Markús fæddist á Miðlandi í Öxnadal um 1755. Faðir hans var Jón Markússon, bóndi á Tréstöðum. Móðir Jóns var Þorgerður Flóventsdótt- ir, bónda á Strjúgsá, Pálssonar í Litladal, Ólafssonar. Móðir Flóvents þessa var Aldís Flóventsdóttír frá Arn- arstöðum, en frá þeim Flóvent er mikil ætt komin. María á Krossastöðum var af góðu bændafólki kom- in við Eyjafjörð, og má meðal þess sjá Gissur bónda í Krossanesi, Odd á Dagverðareyri og Gunnar Magnús- son er lengi bjó á Hólum í Eyjafirði, sem var við þá jörð kenndur. Þegar María á Krossastöðum hafði verið nokkur ár í vist með Möllershjónunum á Akureyri, giftist hún Jóni Guðmundssyni, sem þá var bóndi á Stóra-Eyrar- landi við Akureyri. Þaðan fluttu þau búferlum að Silfra- stöðum í Skagafirði og bjuggu þar umsvifamiklum bú- skap í 10 ár. Þar misstu þau sín þrjú börn, 12 ára stúlku og tvíburadrengi kornunga. Eftir þetta áfall undi María ekki á Silfrastöðum, svo þau fluttu til Möðruvalla í M'aria og Jón á Krossastöðum 3. júní 1923. Hörgárdal, þar sem þau bjuggu á hluta jarðarinnar í 10 ár, eða þar til þau keyptu Krossastaði. Á Möðruvöllum annaðist María matseld fyrir skóla- pilta um árabil við ágætan orðstír, og oft var hún feng- in til að standa fyrir brúðkaupsveizlum og erfidrykkj- um, þegar mikið þótti við þurfa, en slík samkvæmi voru alltíð í þá daga. María og Jón eiga því miður enga afkomendur, en hjá þeim ólst upp Grímur Stefánsson, sem enn er á lífi. Foreldrar hans voru fjölda ára hjá Jóni og Maríu, og dóu bæði á Krossastöðum. Einar G. Jónasson, hreppstjóri á Laugalandi segir mér, að jafnaði árlega hafi verið margt starfsfólk á Krossa- stöðum, og margt af því svo árum og tugum ára skipti. Sjálfur var hann þar fjögur sumar kaupamaður, 3—5 vikur hvert sumar, eftir 1912. Með Krossastöðum höfðu þau Jón og María lengi tvær aukajarðir til afnota, svo að umsvif voru allmikil, margt um gesti, og komu þar bæði háir og lágir eins og sagt var í þá daga. Kom sér þá vel að María kunni vel Framhald á bls. 438. Heima er bezt 415

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.