Heima er bezt - 01.12.1968, Qupperneq 17
strákur, þá var þó lán í óláninu að næst mér voru tvær
systur, svo ég fékk að vera við útisnúninga þangað til
bræður mínir urðu færir til þess.
Því var, að ég fékk fram að fermingaraldri að gæta
áa á sauðburði, flytja heim heyband og smala og alltaf
var Litli-Jarpur í félagsskap með mér. Hann var ljóm-
andi viljugur, geðgóður og þægur í meðförum og margt
var ég búin að kenna honum. A sauðburði var yfir á
að fara til að ríða við ærnar, þá varð Litli-Jarpur að
lofa hundi að sitja á lendinni á sér yfir ána. Hann hreyfði
sig ekki meðan hundurinn stökk á bak og hagræddi
sér svo hann dytti ekki. Eins var, að oft þurfti að reiða
heim lömb og var það auðgert. Stundum þurfti að koma
heim ám og þegar áin var mikil þá varð að reiða þær
yfir, marga slíka ferð var Litli-Jarpur búinn að fara um
sína daga. En í þakklætisskyni fékk hann oft góðan
aukabita, og ýmislegt annað en hestafæða slæddist upp
í hann, þó molasykur og jólakaka væri það albezta sem
hann fékk.
Eftir að ég var það fullorðin að ég fór að verða á
skóla að vetrinum, þá var það oft Litli-Jarpur, sem ég
sá fyrstan að vorinu frá mínu bernskuheimili. — Send-
an til að bera mig heim í hlað, og þá fannst okkur báð-
um hægt að leggja nótt við dag til að komast heim.
Litli-Jarpur var mjög smávaxinn eins og nafnið bend-
ir til, en skemmtilega viljugur, bæði einn sér og í sam-
reið, og honum var mjög illa við að hleypa hesti fram
fyrir sig. Enda gerði ég honum skiljanlegt að þetta væri
mitt metnaðarmál líka. Við fórum oft mörg saman á
útreiðartúra og þá var borið á okkur Litla-Jarp að við
værum bæði jafn montin og þættumst alls staðar mest!
í hjarta mínu var ég Litla-Jarp ákaflega þakklát að
standa sig betur en hestar hinna unglinganna. Á þess-
um tímum fóru unglingar í hópum ríðandi á samkom-
ur. Bezt gæti ég trúað að táningar nútímans nái ekkí
jafn fölskvalausri gleði, sem við foreldrar þeirra, þegar
við fengum til umráða hesta heimilanna og fengum að
fara á samkomur.
Litli-Jarpur varð gamall hestur og hann átti margt
sporið á landareign foreldra minna og marga vonda og
erfiða ferðina lengra til, því hann var sá hestur á heim-
ilinu sem allir vildu sitja á, sem hest þurftu að nota.
Sumarið 1950 var með afbrigðum vont, rigningar svo
miklar að slíkt hafði ekki þekkzt á mínum bernsku-
stöðvum í tíð núlifandi manna. Hey voru lítil og vond
um haustið og hestar gengu úti framan af vetri, og
kannske lengur en venja var vegna þess hvað hey voru
vond en jörð sæmilega góð. í janúarlok vantaði einn
hestinn í hestahópinn sem gekk á dalnum, og þegar
komið var til hestanna reyndist það vera Litli-Jarpur
sem var horfinn. Við hjónin bjuggum þetta ár í sam-
býli við foreldra mína. Piltar fóru strax og leituðu heil-
an dag og urðu einskis vísari. Næsta dag bjó ég mig af
' stað og með mér næst yngsti bróðir minn og hélt ég
því fram að enginn væri kunnugri öllum skorum og
skvompum þarna frá fornu fari en ég. Við leituðum
fram í myrkur, en án árangurs, næsta dag leituðum við
lengra til, en allt fór á sömu leið.
Mér verða lengi í minni þeir döpru dagar, þegar ég
var að leita að mínum gamla góða vini Litla-Jarp. En
hvað getur maður ekki lagt á sig fyrir góðan vin, sem
maður á margar sínar dásamlegustu æskuminningar
tengdar við.
Litli-Jarpur fannst aldrei, og hefur aldrei fundizt
tangur né tetur af honum, þess er helzt til getið að sum-
arið áður en hann týndist hafi í rigningunum miklu náð
að renna burtu vikursandur undan lélegum grassverði
og myndað þannig holu, sem hann svo hefur lent í og
holan svo fyllst upp aftur þegar hann var dauður. Litli-
Jarpur var þarna öllum gömlum hættum kunnugur, bú-
inn að ganga fyrir hestum nær tvo áratugi og meira að
segja komið heim í hlað með hrossahópinn að gera að-
vart þegar einn hafði lent niður í holu, og það var hægt
að bjarga honum vegna þess að þetta vitnaðist sam-
dægurs.
Eg hefi alltaf vonað að hann hafi ekki kvalizt mikið
hvar svo sem hann ber beinin, og á hvern hátt sem dauða
hans hefur borið að. Það mál verður aldrei upplýst.
Hálfrar aldar fullveldi
Framhald af bls. 421. -------------------------------
fjarri, að oss beri að örvænta. Vér eigum mikla fjár-
sjóði, andlega og efnislega umfram það sem áður var,
svo að margar leiðir eru nú opnar, sem áður voru tor-
leiði eitt.
Forfeður vorir stigu á stokk og strengdu heit við há-
tíðleg tækifæri. Fátt þótti þeim meiri smán en að fella
á sig heitið, því lögðu þeir allt fram, sem þeim var léð,
til að efna það. Ef vér nú á hálfrar aldar fullveldis af-
mæli þjóðar vorrar vinnum það heit að vinna af alhug
og einhug að nýju þjóðlífsvori og leggjum þar til alla
vora krafta, óttast ég ekki um framtíðina.
St. Std.
Snorri Guðmundsson:
HAUSTVÍSA
Festir snjó á strá og stein,
stirðnar móabeðja,
4 samt er lóa eftir ein
ættarslóð að kveðja.
Heirna er bezt
421