Heima er bezt - 01.12.1968, Side 33
Hvað telpan gat verið lík henni mömmu sinni,
hugsaði Jórunn.
Hún breiddi sængina betur yfir sofandi stúlkuna,
síðan sneri hún sér við og leit á stúlkuna, sem svaf
í rúminu gegnt Helenu. Það var Olga, jafnaldra
Helenu og frænka. Hún var ljós á brún og brá og
gullið, sítt hár hennar féll eins og slæða umhverfis
frítt andlit hennar.
Jórunn breiddi einnig betur yfir hana. Að því
loknu hélt hún til eldhússins aftur.
Á meðan hún hellti upp á könnuna hugsaði hún
um stúlkurnar tvær, sem hún hafði tekið inn á heim-
ili sitt, og fannst hún bera ábyrgð á.
Hún hafði ekki teljandi áhyggjur af Olgu, sem
átti foreldra sína á lífi og gott heimili hjá þeim vest-
ur á landi. Hún var auk þess hringtrúlofuð ágætum
pilti, þótt hann væri aðeins tuttugu og eins árs og
hún átján. En fólk giftist ungt nú til dags, og Jór-
unn var ekki trúuð á annað en þau myndu spjara
sig, hún Olga og Eiríkur hennar.
Já, Jórunn var í alla staði ásátt við tilveruna, hvað
henni Olgu viðvék, en það var Helena, sem var
henni ofar í huga. Það hafði heldur engin mannvera
staðið nær hjarta hennar, heldur en þessi dökkeyga
stúlka, síðan móðir þessarar sömu stúlku dó, en hún
hafði verið yngri systir Jórunnar. Helena var líka
hennar lifandi eftirmynd, livað útlitið varðaði, en í
skapgerð voru þær harla ólxkar.
Inga hafði verið létt í lund og opinská og hafði
sungið og trallað daginn út og inn. Hún hafði líka
þurft á sínu góða skapi að halda, þegar fram í sótti,
vesalingurinn.
Helena var einnig dagfarsprúð, en þó á annan og
hljóðlátari hátt, heldur en móðir hennar hafði verið.
Og hún var álíka dul í skapi og móðir hennar hafði
verið opinská og ræddi sjaldan um sína hagi. Þess
vegna var svo erfitt að nálgast hana.
En sjálfsagt yrði einhvern tíma á vegi hennar pilt-
ur, sem hún gæti gefið hug sinn og hjarta óskipt, og
Jórunn bað til Guðs, að hann yrði ástar hennar verð-
ur. Bað þess, að hún yrði hamingjusamari í lífinu en
móðir hennar hafði verið.
Og Jórunn fór aftur að hugleiða, hvernig því viki
við, að Helena hafði komið heim án Áka.
Eins og svar við þessari spurningu kom úfinhærð
vera í eldhúsdyrnar, klædd slopp utan yfir náttföt-
unum, og bauð góðan dag, hálf vandræðaleg á svip.
Að vörmu spori kom Olga einnig í svipuðum
búningi.
„Þið eruð svei mér árrisular,“ sagði Jórunn hálf
hissa.
„Ég vaknaði, tók kodda og henti honum í smett-
ið á Helenu, því að mig fýsti að heyra ferðasöguna,
en hún var alveg mállaus," sagði Olga.
„Hvar er Áki?“ spurði Jórunn.
„Inni á Þórsmörk, eftir því sem ég bezt veit,“ anz-
aði Helena kæruleysislega.
Jórunn varð stóreyg.
„Með hverjum komst þú þá heim, barn?“
„Manni, sem heitir Ivar Björnsson, og kunningj-
um hans.“
„Já, en ekki trúi ég, að hann Áki hafi gefið þér
tilefni til þess að fara heim án hans, og það með
ókunnugum manni.“
Jórunn var alveg ringluð.
Helena hnykkti til dökkum kollinum á sama hátt
og móðir hennar hafði verið vön að gera.
„Tilefnið var nóg,“ svaraði hún, „og auk þess
þekki ég ívar dálítið.“
„A-ha,“ sagði Olga kankvís.
„Áttu við, að hann Áki hafi gerzt nærgöngull við
þig?“ spurði Jórunn vantrúuð.
Hún hafði til þessa treyst Áka jafn vel og yfir-
leitt var hægt að treysta karlmanni, því að á þeim
hafði Jórunn takmarkað álit.
Helena vissi, að frænka hennar yrði ekki ánægð
fyrr en hún hefði heyrt alla málavexti. Þess vegna
sagði hún henni í eins stuttu máli og auðið var, hvað
við hafði borið.
Jórunn hlýddi þögul og svipdimm á hana, en Olga
skaut aftur á móti inn einstaka orði, þegar henni
þótti við eiga.
Þegar Helena þagnaði, spurði Olga:
„Hvernig lítur hinn frelsandi engill út?“
„Ivar? O, bara eins og venjulegur maður,“ anzaði
Helena, en fannst þó að hann væri miklu, miklu
meira.
Jórunn þagði um stund. Henni sveið, að það skyldi
hafa verið hún, sem hafði otað Helenu út í þetta
ævintýri. Loks sagði hún einarðlega:
„Reyndu að gleyma þessu, Helena mín. Ég skal
sjá um, að Áki Pálsson verði ekki á vegi þínum
framvegis. Hann skal fá að leita sér að öðru hús-
næði.“
„Það er óþarfi, mín vegna,“ sagði Helena.
Heima er bezt 433