Heima er bezt - 01.12.1968, Blaðsíða 37
voru nú samt stúlkur um fermingu, sem ekki kunnu að
taka lykkjuna í hinu mikla prjónahéraði, Eyjafirði!
Þessi ólga hjaðnaði, þegar sýningarnar á vorin sann-
færðu menn um nytsemi þessarar námsgreinar. — En
það var nóg samt af nýjungum og eyðslu: Náttúrlega
fyrst og fremst þetta óheyrilega háa kaup forstöðukonu:
1400 kr. árskaup og 200 krónur í húsaleigu. — En úr
því sem komið var, varð svo að vera. — En nógur var
kostnaðurinn við breytingu og lagfæringar á húsinu og
innbúi þess, sem skólanefnd samþykkti umyrðalaust:
Ný skólaborð, skápar vegna handavinnunnar, lagfær-
ingar á kjallara vegna salerna. Barnabókasafn! — Það
var óskað eftir 12 nýjatestamentum og öllum Islend-
ingasögum. — Minna mátti ekki gagn gera! Formaður
sagðist leyfa þetta: „Skarphéðinn og postulinn Páll, það
eru mínir menn,“ sagði ísleifur á Brekku, ömmubróðir
minn, ég segi það sama, sagði sýslumaður.“ — Og mik-
ið urðu íslendingasögurnar vinsælar í útlánum.
En það sem mest umtal og ergelsi vakti var stækkun
leikvallarins. — Barnaskólinn var byggður um aldamót,
og valinn staður á brekkubrúninni, mitt á milli Akur-
eyrar og Oddeyrar. Þar var lítið sem ekkert rúm fyrir
leikvöll. — Eitt af því fyrsta var því að breikka völlinn
htið eitt, það var ekki gert nema steypa vegg fram að
götunni. En það var æði kostnaðarsamt. — Því varð ein-
um góðum borgara, sem þarna átti leið um, að orði:
„Því var þetta ekki gert úr gulli!“ — „Það hefði sjálf-
sagt verið gert, ef það hefði verið fyrir hendi,“ var svar-
ið hjá Páli Árdal, kennara, sem verkið vann. — Völlur-
inn var stórum betri eftir þessa aðgerð og ævinlega mok-
aður, eins og göturnar í mildum snjóum.
SKÓLAMÁL.
Það voru rúmlega eitt hundrað skólaskyld börn, skipt
í 5 deildir. — Ágæt, áhugasöm börn og skemmtileg.
Komust eins langt með 7 mánaða kennslu og norsku
börnin með 10 mánaða. — íslenzku börnin unnu í sveit
á sumrin eða með foreldrum sínum heima við heyskap
eða garðyrkju. Heilbrigt líf! — Þarna voru góðir söng-
kraftar og hljóðfæraleikarar, svo við gátum farið á milli
bekkja að gamni, sungið og leikið. Orgel eignaðist skól-
inn bráðum með samvinnu og samtökum. Kennarar
skiptu með sér verkum, og stjórnaði hver sinni deild.
— Menn áttu kost á að velja, allir voru sem einn mað-
ur: Forstöðukona kaus sér sitt mesta áhugamál: Kristin
fræði og handavinnu stúlkna í efstu deild og veitti henni
forstöðu. — Hún fór eina ferð á hverjum vetri með
bekkinn og heimsótti iðnrekendur í bænum.
Einnig var ein skíðaferð farin, voru það flest drengir,
sem helzt höfðu iðkað þá íþrótt. — Margt af drengjum
þessum í fyrstu árgöngunum urðu forvígismenn þjóð-
félagsins í ýmsum greinum. — Þegar ég frétti um dugn-
að þeirra og framtak, varð mér stundum að orði: „Þetta
er einn af mínum strákum!“ Nú á seinni árum er mér
svo skákað með því að segja: „Nú eru strákarnir henn-
ar Halldóru allir að verða sjötugir!“ — Já, náttúrlega
þeir fyrstu! —
Kennarar heimsóttu nemendur, kynntu sér ástæður,
ræddu um framför og framtíð.
Forstöðukona hafði umræðufundi og æfingar með
kennurum á hverju laugardagskvöldi heima hjá sér. —
Var það vinsælt! — Upp af þessum samtökum spratt
Kennarafélag Eyjafjarðar.
Samtök urðu um það meðal kennara, að kennsla félli
ekki niður, þó kennari forfallaðist nokkra daga. Hinir
kennararnir veittu ókeypis aðstoð.
Ef það, einhverra hluta vegna, varð að fjarlægja börn
úr bænum eða skólanum, voru þau send vinum á fyrir-
myndar sveitaheimilum um lengri og skemmri tíma.
Urðu börnin brátt að fyrirmyndar-manneskjum, sem
unnu síðar margt þarft verk, sér og öðrum til gagns.
Oft heimsóttu góðir gestir skólann, bæði heimamenn
og aðkomumenn. — Síra Matthías og Stefán skólameist-
ari voru sjálfsagðir. Og síra Geir var prófdómari hjá
okkur öll ár.
Svo voru það „Litlu jólin“, síðasti skóladagur fyrir
jól. — Barnablað dönsku barnanna til íslenzkra barna,
hafði borizt og var lagt fram og kerti kveikt við sæti
hvers barns. — Svo var j ólaguðspj allið lesið og sálmar
sungnir. — Þetta var hátíðleg stund, ógleymanleg!
BÆJARBRAGUR.
Þessi fámenni bær átti úrvalaliði á að skipa: Skáld-
um, leikurum, söngvurum, hljóðfæraleikurum, einnig
ræðumönnum og kennurum, útgerðarmönnum og iðn-
aðarmönnum. — Bæjarlífið var fjölbreytt og skemmti-
legt. Oft sungið, leikið og ræðuhöld, kvöld eftir kvöld,
ekki sízt þegar góðir ræðumenn heimsóttu bæinn.
Vatnsleiðsla var engin á þessum árum. Menn urðu
lengi að notast við brunna, sem reyndust misjafnlega,
svo taugaveiki stakk sér stundum niður.
Götuljós voru engin fyrsta árið, olíuljósin gömlu
voru lögð niður, en þau nýju höfðu brugðizt. Menn
urðu því þetta árið að ganga með luktir í hendi til lýs-
ingar. — Göturnar voru mokaðar í miklum snjóum, svo
þær voru eins og fjalagólf, og mokstursmenn gengu, að
loknu starfi, fylktu liði með rekurnar um öxl eins og
hermannafylking. — En þegar hlánaði versnaði færðin
sem fyrr segir, stéttir engar, nema þessi spotti frá Barna-
skólanum út fyrir Samkomuhús, sem gárungarnir sögðu
Heima er bezt 437