Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1968, Qupperneq 39

Heima er bezt - 01.12.1968, Qupperneq 39
HEIMA----------- BEZT BÓKAHILLAN Halldór Laxness: Kristnihald undir jökli. Rvík 1968. Helgafell. Ný skáldsaga frá hendi Nóbelsskáldsins cr alltaf athyglisverður viðburður í menningarlífi voru, og ekki sízt vekur það athygli nú, þegar skáldið hefur um skeið lagt sagnaritun á hilluna en snúið sér að leikritagerð, og raunar er þessi nýja skáldsaga mjög í stíl við leikrit hans, og víða beinlínis í leikformi. Þótt sögusviðið sé sett vestur undir Jökul, blandast engum hugur um, að skáldið hefur þar þjóðlífið ailt fyrir augum. Jöklarnir eiga að vera full- trúar okkar allra. Boðskapur sögunnar er hinn sami og í Dúfna- veizlunni, að hverfa aftur til hins óbrotna frumstæða lífs, og að sýna fram á fánýti þjóðfélagsbyggingarinnar í heild. Ekki skal hér dæmt um það hvort nokkurt raunsæi er í slíkri boðun, eins og skáldið setur hana fram, en hitt er víst, að mörgum mun reynast erfitt að skynja og skilja hugsanaferil skáldsins sem fulla alvöru. En engum dylst stílleikni hans, fyndni og háðið, sem hann lætur dynja á þjóðinni. Um stílkunnáttu og snilld Laxness efast eng- inn, en þó hlýtur að skjóta upp nokkrum efasemdum við lestur þessarar sögu, svo mjög sem hann notar þau stílbrögð að fylla setningarnar með erlendum slettum, kynjaorðum og orðskrípum. Efast ég um að almennur lesandi njóti þeirra stílbragða eða skilji t. d. fræðiorðin úr ritum Helga Péturss. Og hvað verður um ís- lenzka tungu, ef minni spámennirnir, sem við skáldskap fást, tækju sér höfuðsnillinginn til fyrirmyndar í þessu efni? Hannes J. Magnússon: Öhlufall áranna. Reykjavík 1968. Æskan. Hannes J. Magnússon er löngu þjóðkunnur af ritstörfum sín- um. Einkum vöktu minningabækur hans, Hetjur hversdagslifsins og A hörðu vori verðskuldaða athygli sakir efnismeðferðar og stíls. í þeim rakti hann bernsku sína og æsku, þar til lokið var skólagöngu. I hinni nýju bók er sögð saga starfsáranna. Sem heild finnst mér hún tæpast standa jafnfætis fyrri bókunum, en einstakir kaflar eru hreinar perlur að ljóðrænni stílfegurð og inn- sæi. Má þar nefna kafla svo sem Ævintýri lífs og dauða, Andvöku- nótt og Skáld í sárum. Svo eru aðrir kaflar, þar sem höfundi verður eins og títt er að rekja um of ýmsa smáatburði, svo sem fundi og ferðalög, sem allt verður næsta hversdagslegt. En eins og geta má nærri taka uppeidis- og skólamál mikið rúm í bókinni. En þótt ekki séu allir kaflar hennar jafnvel gerðir, gengur sami rauði þráðurinn gegnum alla bókina, en það er góðvild höfund- ar, bjartsýni og einlægur vilji til að varpa birtu á götu annarra, án þess þó að hann spilli riti sínu með prédikunum eða áminn- ingum. Af þessum sökum er þetta mannbætandi bók, sem hver og einn les sér til ánægju og sálubótar. Halldór Halldórsson: íslenzkt orðasafn I. Reykjavík 1968. Almenna bókafélagið. Enda þótt hér sé um vísindarit að ræða grunar mig, að bók þessi eigi eftir að verða kærkomin furðumörgum manni. Tunga vor er auðug að orðtökum, og daglega notum vér fjölda þeirra bæði í ræðu og riti, en fæstir gera sér þess grein, hvernig orðtök- in eru til komin, né jafnvel, hver frummerking þeirra er, upp- runi og aldur. Af þessum ástæðum brenglast orðtökin, svo að úr notkun þeirra verður endileysa, og má því miður oft sjá þess merki í prentuðu máli, ekki sízt í hraðsoðnum blaðagreinum, þótt vitanlega séu fleiri sekir. En nú höfum vér fengið í hendur bók, sem segir oss allan sannleikann um þessi efni á skýran og skemmtilegan hátt. Vér getum notað hana til að slá upp í henni, þegar orðtökin koma fram í hugann, og vér þurfum að festa þau á pappírinn, en erum ekki alltof vissir um notkun þeirra, og vér getum lesið bókina og reynt smátt og smátt að heyja oss orð- takaforða úr henni. Með þessum hætti hefur þókin mikið hag- nýtt gildi, auk þess sem hún er beinlínis skemmtileg. Vitanlega treystist ég ekki til að dæma hana fræðilega, en frá sjónarmiði leikmannsins í fræðum þessum, sem oft þarf að tjá sig í mæltu máli eða riti, er bókin hreinasta gersemi, hún er í senn leiðbein- ing og aðvörun um meðferð tungu vorrar. Guðný Jónsdóttir frá Galtafelli: Brynhildur. Reykjavík 1968. Helgafell. Háöldruð kona tekur sér hér penna í hönd og sezt á rithöfunda- bekk og scndir frá sér fyrstu skáldsögu sína. Slíkt mundi þykja tíðindum sæta hvarvettna meðal bóklæsra þjóða, og þá ekki sízt þegar sagan er um margt athyglisverð. Frásögnin er létt og eðlileg, rétt eins og gömul íslenzk frásagnarlist hefur ætíð verið hjá þeim, sem með ktinnu að fara. Höfundur fellur hvorki í þá tálgröf að lengja söguna með útúrdúrum eða prédikunum, en segir hana látlaust og hispurslaust. Og að lestrinum loknum segir lesandinn það fyrst: Þessi kona hefði átt að byrja fyrr og skrifa meira. Guðrún Jónmundsdóttir: Minningar um séra Jónmund. Reykjavík 1968. Leiftur hf. Séra Jónmundur Halldórsson var um sína daga einn sérkenni- legasti persónuleiki íslenzkrar prestastéttar, ógleymanlegur hverj- um, sem honum kynntist. Kom þar allt til, gervileiki að vallar- sýn, fjölþættar gáfur, sérstakur viðræðuhæfileiki og áhugi á flest- um mannlegum málum. Var því meira en maklegt, að minningu hans yrði á lofti haldif^í bók. Dóttir hans Guðrún hefur rifjað hér tipp minningar um hann. Er að þeim góður fengur, þótt þær að visu séu sundurlausar um of og gefi tæpast nógu skýra mynd af séra Jónmundi sem klerki og sveitarhöfðingja en að vísu því betur sem heimilisföður. Mikið er í bókinni af kveðskap prests, en honum hefur verið létt um að yrkja, en vandaði hins vegar lítt til stuðlasetningar og ríms. Finnst mér margt af kveðskap þessum hefði mátt bíða óprentað, því að hann eykur litlu við um mann- lýsinguna. En þótt unnt hefði verið að gera fullkomnari bók um séra Jónmund, munu minningar þessar verða kærkomnar öllum þeim, sem eitthvað þekktu til hans og rifja upp fyrir þeim minn- ingar um ánægjuleg kynni, eða svo fór mér að minnsta kosti. Og fyrir aðra er það mikils virði, að kynnast þarna klerkinum, sem var allt í senn, máttarstólpi sveitarfélagsins, andríkur og trúaður kennimaður, menningarfrömuður og sem ástúðlegur faðir sóknar- barna sinna í hinni afskekktu sveit, Grunnavík. Þar sem hann var í raun réttri sú stoð og stytta, sem hélt þar uppi byggð lengur en annars hefði mátt vænta. Hann var sönn mynd þess bezta, sem klerkastéttin var sveitum landsins um aldir. Heima er bezt 439

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.