Heima er bezt - 01.12.1968, Qupperneq 13
auðugasta manns á landinu. En kona sr. Stefáns og móð-
ir Einars, var alsystir Reynistaðabræðra, sem urðu úti
á Kiii árið 1780. Einar var auðmaður mikill, og Katrín
dóttir hans var talin ein mesta skartkona á íslandi. Þau
Benedikt bjuggu saman meðan þau voru á Elliðavatni.
En hún neitaði að flytjast með honum norður, svo að
þau skildu að fullu samvistum.
Benedikt fluttist svo einn norður, og settist að á
Héðinshöfða á Tjörnesi, sem er fáa km norðan við
Húsavík. Þar kom hann sér fljótlega upp stórbúi og bjó
þar miklu myndarbúi réttan aldarfjórðung. Hann hafði
jafnan fjölda hjúa og Jengst af sömu bústýruna, sem
Rósa hét. Var talið að hún hafi reynzt honum notaleg.
Segir nú ekkert af Benedikt sýslumanni að sinni, fyrri
en hann reið til Alþingis í síðasta sinn sem fulltrúi Ár-
nesinga sumarið 1879. Þá varð hann þess var, að ýmsir
fylgismenn hans þar, vildu gjarnan skipta um þingmann
og kjósa annan í stað Benedikts, sennilega mest vegna
þess, að hann var fluttur á annað landshorn. Þeir höfðu
augastað á ungum manni, Magnúsi Andréssyni, sem var
nýlega orðinn guðfræðingur og var biskupsritari. Hann
var Árnesingur að ætt, og afar frændmargur austur þar.
Þetta lét Benedikt sér að kenningu verða og bauð sig
ekki fram þar oftar. Við næstu kosningar í Árnessýslu
varð fyrrnefndur Þorlákur I. þingmaður þeirra en
Magnús II. Þetta hefur sennilega verið metnaðarmál
Árnesinga, því að afi Magnúsar og alnafni, hafði lengi
verið þingmaður þeirra við góðan orðstír.
Að afloknu þingi sumarið 1879, reið Benedikt norð-
ur til sinna heimkynna, og hefur vafalaust verið þungt
hugsi. Alþingiskosningar áttu að fara fram á næsta vori
— 1880 — og nú varð hann að þreifa fyrir sér og finna
út hvar hann gæti farið fram næst. Um hvoruga Þing-
eyjarsýsluna var að ræða, því að séra Benedikt í Múla
var ákveðinn að fara fram í Norður-Þingeyjarsýslu, og
í Suðursýslunni kom enginn til greina nema Jón á Gaut-
löndum.
Þegar leið á veturinn sannfrétti sýslumaður, að tvö
þingsæti losnuðu í Norður-Múlasýslu. Arnljótur Ólafs-
son, prestur að Bægisá, hafði verið þar þingmaður um
skeið, og ætlaði að fara fram. Öðru vísi var ástatt með
hinn þingmann Norðmýlinga, sem var Eggert Gunnars-
son, bróðir Tryggva, forstjóra Gránufélagsins. Hann
hafði undanfarin sumur farið með fríðu föruneyti á
öldum gæðingum um Norður- og Austurland og fengið
marga bændur til að ganga í ábyrgðir, og hafði margur
fengið ónota skell af þessum sökum. Hann hafði því
tapað áliti, og var því neyddur til að hætta þing-
mennsku.
Hér sá Benedikt sýslumaður sér leik á borði. Hann
skyldi fara fram í Norður-Múlasýslu hvað sem það
kostaði, og lét ekki deigan síga. Hann sá það í hendi
sinni, að það var of seint að fara þangað austur til að
afla sér fylgis, þegar vegir væru færir að vorinu. Hann
varð að fara strax, þótt hávetur væri, til að tala við
kjósendur austur þar, sem voru bændur og embættis-
menn. Hann beið þó með að fara, þar til daginn lengdi.
Á Góunni gerði stillur og ákvað hann þá að leggja af
stað á skíðum, því að snjór var mikill á jörð og sást
vart á dökkan díl. Hann hóf ferð sína um eða laust eft-
ir Miðgóu, og slóst þá í för með Keldhverfingum, sem
voru í kaupstaðarferð, og á heimleið frá Húsavík.
Benedikt sýslumaður var vanur að gista. að Grásíðu
í Kelduhverfi, þegar hann átti þar leið um, en það var
ærið oft í embættistíð hans. Þar bjó Stefán Erlendsson,
merkur maður og vitur. Hann var sonur hins lands-
kunna háðfugls, Erlends Gottskálkssonar, sem var al-
þingismaður Norður-Þingeyinga um skeið, og bjó síð-
ast að Ási í Kelduhverfi. Stefán tók ætíð á móti sýslu-
manni með mikilli virðingu. Þegar sýslumaður kom að
Grásíðu að þessu sinni, voru það hans fyrstu orð, að
hann bað Stefán að útvega sér góðan fylgdarmann aust-
ur á Hérað. „Hann verður að vera góður skíðamaður
og öruggur að rata.“ „Já, ég skil það,“ svaraði Stefán,
með góðlátlegri kímni. „En þetta getur nú orðið erfið-
ara en þér haldið, sýslumaður góður. Allir vinnumenn
eru bundnir við sín störf á þessum árstíma, og um aðra
er ekki að ræða, þar sem lausamennska er bönnuð með
lögum, og svo munduð þér ekki kæra yður um að hafa
lausamann til fylgdar.“ I þessum orðum var fólginn of-
urlítill broddur, því að það var hlutverk sýslumanns, að
kæra hvern þann, sem leyfði sér að stunda ólöglega
lausamennsku. En er þeir ræða málið frekar, þá sagði
Stefán, að sér hefði komið til hugar, að einn maður
væri fáanlegur, ef húsbóndi hans vildi gefa honum leyfi
til fararinnar. „Sendum þá tafarlaust til hans,“ skipaði
sýslumaður. Þetta var gert þegar á stundinni, og kom
sendimaður aftur með þá fregn, að maðurinn væri feng-
inn, því að húsbóndi hans hefði gefið honum fararleyfi,
og að hann kæmi að Grásíðu um kvöldið. Þetta tafði
því sýslumanninn ekki nema einn dag. Ekki spurði hann
um nafn mannsins, eða leitaði annarra upplýsinga um
hann, eftir að Stefán bóndi hafði sagt honum, að hann
væri góður skíðamaður og öruggur að rata á hverju
sem gengi.
Áður en lengra er haldið, er rétt að kynna fylgdar-
manninn ofurlítið. — Hann var fæddur að Víðum í
Reykjadal í byrjun aprílmánaðar árið 1857 og hét
Steingrímur Sigurðsson. Vantaði hann því aðeins fáa
daga til að verða 23. ára. Vel var hann ættaður, því að
Sigurður faðir hans og Jónas Hallgrímsson, faðir Her-
manns alþingismanns frá Þingeyrum, voru albræður.
Ekki var Steingrímur skólagenginn, fremur en flestir
sveitapiltar á þeim árum. En Möðruvallaskóli var stofn-
aður sama árið og sýslumaður fór þessa frægu fram-
boðsferð. Þar stundaði Steingrímur nám fáum árum
síðar, því að hann var bæði gáfaður og námfús.
Steingrímur var maður í hærra lagi og afar þrekinn.
Ekki var hann beint fríður maður, nokkuð stórleitur,
allur hinn knálegasti, djarfur í framkomu og hinn
drengilegasti. Það sem prýddi manninn mest, var glæsi-
legt yfirskegg, uppsnúið til endanna. Gerði þetta mann-
inn höfðinglegan og ólíkan öðrum vinnumönnum á
þessum árum.
Heima er bezt 417