Heima er bezt - 01.12.1968, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.12.1968, Blaðsíða 26
En þá er eins og skáldið vakni af draumi, og þá segir hann: Ég er fremst við dyr í forkirkju setztur. ------ Ég er gestur, gestur! og hugann ósjálfrátt iæt ég líða til löngu horfinna tíða. Þá rifjar hann upp minningar sínar frá bernsku-jólun- um heima. Með iangþráðu kertin var komið inn, — hann kveikti á þeim, hann pabbi minn, — um súðina birti og þilin. Hann klappaði blítt á kollinn minn og kyssti brosandi drenginn sinn, — þá byrjuðu blessuð jólin. Þá tók hún úr kistli, hún mamma mín, og mjúklega strauk það, drifhvítt lín og breiddi á borðið við gluggann. A rúminu sátum við systkinin, þar saman við jólakvöldverðinn, — en kisa skauzt fram í skuggann. Svo steig ég með kertið mitt stokkinn við og starði í ljósið við mömmu hlið, hún var að segja okkur sögur af fæðingu góða frelsarans, um fögru stjörnuna og æsku hans, og frásögnin var svo fögur. Svo las hann faðir minn lesturinn, og langþreytti raunasvipurinn á honum varð hýrri og fegri. Mér fannst sem birti yfir brúnum hans við boðskapinn mikla kærleikans, af hugblíðu hjartanlegri. Og streyma ég fann um mig friðaryl, sem fundið hafði ég aldrei til og sjaldan hef fundið síðan. Og bjartari og fegri varð baðstofan, og betur ég aldrei til þess fann, hve börn eiga gleðidag blíðan. Já, jólin heima, — látlaus, hjá æskunnar arni er endurminning ljúfust frá horfinni tíð. Að verða um jólin aftur í anda að litlu barni er eina jólagleðin, er léttir dagsins stríð. Þá er hvílir jólafriður vorn hug sem lækjarniður. er hægt um blíðkvöld vaggar í drauma blómi í hlíð. Hringt! Hringt! um hvelfingu hljómöldur streyma. Hringt! Hringt! Ég hrekk við, — mig er að dreyma. Ég var á jólunum heima. Þangað er ljúft minni þrá að sveima. Þar á ég heima. 3. LITLU-JÓLIN. Ég sagði í byrjun þessa þáttar, að minningarnar frá bernskuárunum yrðu því bjartari og fegurri, sem lengra liði á ævina. — En vitanlega á hver heilbrigður maður líka góðar minningar frá sínum þroskaárum, þótt sjald- an leiki um þær minningar jafn mikill ævintýraljómi. — Annars má fullyrða það að lífshamingjan byggist fyrst og fremst á vonum og minningum. Vonirnar styrkja framkvæmdaþrekið, en minningarnar ylja bezt í hinni hörðu lífsbaráttu. Beztu minningar mínar frá mínum starfs- og þroska- árum, eru minningarnar um litlu jólin í skólanum í Stykkishólmi. Um aldar fjórðungs skeið héldum við litlu jólin í skólanum, og reyndum við þá, kennararnir og börnin sameiginlega, að gera litlu jólin hátíðleg. — Það er ógleymanleg stund, er allur nemenda hópur skól- ans kom sparibúinn að kvöldlagi, að halda litlu jólin um leið og þau fengu jólaleyfið. Nálægð jólanna var sýnileg í svip barnanna. Augun glönsuðu af tilhlökkun. — Margt var reynt að hafa til skemmtunar, sem minnti á jólin og gleðiboðskap jólanna, en fyrst og fremst voru sungnir jólasálmarnir og sagðar jólasögur til lestr- ar, en ræður eða prédikanir voru ekki eins vel þegnar. Einu sinni sagði ég á litlu jólunum sögu, sem ég hafði lært, þegar ég var barn. — En sagan var um lítinn, loð- inn hvolp og litla stúlku, sem hét Beta. Beta var átta ára, mesti fjörkálfur, sem öllum þótti vænt um. Hún átti lítinn, loðinn hvolp, sem hún hafði mikið dálæti á. Það leið að jólum, og allir fóru að hugsa um að kaupa jólagjafir. Á Þorláksmessu kom Beta að máli við föður sinn og spurði, hvort hún mætti ekki kaupa jólagjöf fyrir Lubba. — Pabbi hennar leyfði henni það, og sagði henni að velja gjöfina sjálf. Beta þaut strax niður í bæ, að velja jólagjöfina. Hún kom aftur að vörmu spori og hafði valið stóran bolta í jólagjöf fyrir Lubba, því að hún sagði, að Lubbi hefði svo gaman af að leika sér með bolta. Ekki gat Beta litla setið á sér, er hún kom heim með jólagjöfina, þótt nú væri aðeins komin Þor- láksmessa, og kallaði strax í Lubba, til að sýna honum jólagjöfina. Hún fór með Lubba inn í dagstofuna, og þar fóru þau að leika sér að boltanum. I stofunni voru fín húsgögn og alls konar glingur og skrautmunir á smáborðum og í gluggum. Uti í einu horni stofunnar stóð, á litlu þrífættu borði, fögur myndastytta úr gipsi eða brenndum leir, sem húsbóndanum, pabba Betu, var 426 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.