Heima er bezt - 01.12.1968, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.12.1968, Blaðsíða 14
Þegar sýslumaður hafði gert grein fyrir ferðaáætlun sinni, hafði Stefán bóndi orð á því, að hér væri nokkuð djarft teflt um hávetur og allra veðra von, þótt tíðar- farið væri stillt í bili. Sýslumaður hafði nefnilega ákveð- ið að fara austur á Hérað styttstu leið, fara fjöll og heið- ar og öræfi, en hirða ekkert um venjulegar ferðaleiðir. Slíkt var vitanlega ofdirfska mikil. En svo var kapp sýslumanns takmarkalaust, að hann hirti ekkert um venjur annarra ferðamanna. Þeir, sem þurftu að ferð- ast á milli landsfjórðunganna í þá daga, sættu lagi að verða landpóstinum samferða, og gafst það venjulega vel, þótt út af bæri í einstöku tilfellum. Þá verður það að teljast furðulegt, að sýslumaður skyldi vera svo fær skíðamaður, að hann treysti sér til að leggja upp í þessa löngu og ströngu ferð. Ólíklegt er að hann hafi kunnað nokkuð á skíðum, þegar hann kom að Héðinshöfða. En á þessum 5 til 6 árum, sem hann var búinn að vera sýslumaður Þingeyinga, hafði hann farið margar ferðir á öllum árstímum um héraðið í embættiserindum. Þá hefur hann vafalaust oft þurft að grípa til skíðanna. En varla hefur sú æfing jafngilt þeirri æfingu sem þeir fá sem byrja skíðaferðir á æsku- árunum. — Og nú var sýslumaður næstum því orðinn hálfsextugur. Það var því sízt of mælt, þótt sagt sé, að hér hafi kjarkur og ofdirfska haft völdin. Hann ætlaði sannarlega ekki að missa af bincrsætinu. Morguninn eftir að Steingrímur kom að Grásíðu, lögðu þeir sýslumaður upp í hina löngu og erfiðu ferð. Veðrið var stillt og skíðafærið ágætt. Fóru þeir fyrst upp allt Kelduhverfi, en beygðu síðan suður Ásheið- ina, því að þeir ætluðu að Svínadal um 'kvöldið. Tahð var þriggja stunda gangur í góðu færi frá efstu bæjum í Kelduhverfi og „fram á Svínadal“, eins og komizt var að orði þar í sveitinni. Á Svínadal bjó um þessar mund- ir Sölvi nokkur Magnússon. Hann var efnaður bóndi, og mátti teljast talsverður ævintýramaður. Er því rétt að segja með örfáum orðum, hvað hann bar víða nið- ur um dagana. Hann var Austfirðingur að ætt (mig minnir úr Loðmundarfirði). Kvæntist dóttur efnabónda á Jökuldal, Einars á Brú. Var kona hans því systir Stef- áns bónda í Möðrudal, sem var lengst af með fjárflestu bændum landsins. — í dyngjufjallagosinu mikla 1875 varð svo mikið öskufall á Héraði, að upp undir 20 bæir lögðust í eyði á Jökuldal og Fljótsdal. En flestar þeirra byggðust aftur, þegar askan hafði ringt niður í jörð- ina. Sölvi bjó að Klaustursseli á Jökuldal um þessar mundir, svo hann var einn af þeim sem flúði undan öskunni og flutti með allt sitt bú norður á Svínadal. Þar bjó hann 8 ár, og hefur sjálfsagt grætt, því að flest- ir efnuðust vel á Svínadal. Arið 1883 fluttist hann að Grímsstöðum á Fjöllum, þegar Guðmundur Árnason fluttist þaðan að Syðra-Lóni á Langanesi. Þar bjó Sölvi í 10 ár, eða frá 1883 til 1893. Hann hafði þar stórt bú, stærra en landið þoldi, svo að landið blés upp og varð víða örfoka. Þetta leiddi til þess, að bærinn var færður, og byggður upp þar sem hann hefur staðið síðan. Þá kaupir hann stórbýlið Reykjahlíð við Mývatn, eina víð- lendustu jörð landsins, en bjó þar aðeins tvö ár. Þá seldi hann Reykjahlíð, en keypti í staðinn hina víð- frægu sauðjörð, Svartárkot, sem er syðsti bær í Bárð- ardal, og fluttist þangað vorið 1895. Þar bjó hann 7 ár, og er sagt að þar hafi hann efnast betur en á nokkurri annarri jörð er hann bjó á. Árið 1902 seldi hann Svart- árkot Þórði Flóventssyni frá Krossdal í Kelduhverfi, en keypti í staðinn Kaupang í Kaupangssveit við Eyja- fjörð, og þar bjó hann til æviloka, 1907. — Það sem hér er sagt um Sölva Magnússon, er vitanlega innskot, óvið- komandi ferðasögu sýslumannsins. En þar sem hvergi hefur verið skrifað neitt um Sölva svo mér sé kunnugt, fannst mér rétt að láta þessi fáu orð um hann fljóta með, því að þetta var stórmerkilegur maður. Þá vík ég aftur að ferðasögunni, þar sem þeir voru komnir að Svínadal til Sölva. Hann var höfðingi mikill og tók vel á móti gestum. Þar fengu þeir sýslumaður og Steingrímur forkunnar góðar móttökur, enda var það ekki á hverjum degi, að sjálfan sýslumanninn bæri þar að garði þarna á heiðarbýlinu. Það leyndi sér ekki, að sýslumaður var talsvert þreyttur orðinn, en harka hans og stálvilji bannaði hon- um að láta á því bera. Að loknum ríkulegum kvöld- verði og fróðlegum samræðum fram að venjulegum háttatíma, var þeim ferðafélögunum fylgt fram í stofu, því að þar var þeim ætlað að sofa, þar sem ekki þótti viðeigandi, að láta sjálfan sýslumanninn sofa inni í bað- stofunni innan um allt heimilisfólkið. Það var að vísu jafn kalt í stofunni og úti. En rúmfötin voru bæði mik- il og hlý, svo að þeim leið vel um nóttina. Sýslumaður- inn var orðinn talsvert þyrstur eftir gönguna, þegar hann kom um kvöldið, svo að hann þambaði sýru- blöndu ósleitilega. En nú kom það honum í koll. Hann vaknaði um nóttina og fór að svipast um eftir nætur- gagni, en fann það hvergi. Steingrímur vaknaði við braukið í sýslumanni, svo að hann kveikti ljós og gerði nú nákvæma leit að næturgagninu. En það bar engan árangur. Næturgagnið hafði auðsjáanlega gleymzt. Eft- ir mikið bölv og gauragang, kom þeim félögum saman um, að ekki væri um neitt annað að gjöra, en að fara út á hlað til að létta á sér. Þegar þeir komu inn aftur, veitti sýslumaður því athygli, að hann var afar óhreinn á fótunum. Hann leit til Steingríms í vandræðum sín- um og sá að hann hafði smeygt sér í inniskó áður en hann fór út, og var nú alveg hreinn á fótunum. „And- skoti eruð þér ráðugur. Þetta hefðuð þér átt að segja mér að gjöra,“ þrumaði sýslumaður. En Steingrímur hló, og sagði eitthvað á þá leið, að þetta hefði hverjum skólagengnum manni átt að vera augljóst. Sennilega hefur sýslumaður fundið broddinn í þessu svari, því að hann leit á hvern óskólagenginn mann með nokkurri lítilsvirðingu, nema þá því aðeins, að þeim hinum sama hefði tekizt að safna nokkru af jarðneskum verðmæt- um, eða hann hefði sýnt alveg sérstök hyggindi í bú- skap eða á öðru sviði. Hann svaraði því Steingrími engu. En þar sem hann var fylgdarmaður, snaraði hann sér fram í bæjardyr, náði þar í pokadruslu, þurrkaði 418 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.