Heima er bezt - 01.12.1968, Qupperneq 10
SVEINBJÖRN JÓNSSON, BYGGINGAMEISTARI:
María frá Krossastöhum Flóuentsdóttir
Húx var kona Jóns [Skjöldungs] Guðmundsson-
ar, síðast bónda á Krossastöðum í Hörgárdal
í Eyjafjarðarsýslu.
Eiður bóndi Guðmundsson á Þúfnavöllum
ritar um Jón föðurbróður sinn þátt mikinn í niarz og
apríl hefti Heima er bezt, 1962. Er þar Maríu getið að
nokkru, misjafnlega þó, og að því er kunnugum og
frændum finnst — ómaklega.
María var ekki aðeins „dugleg, atorkusöm og ágæt-
lega verkhög“, heldur einnig ljúfmenni, vel greind og
af góðu fólki komin. Hún unni landi og þjóð, og var
hverri manneskju raungóð, sem hún kynntist. Og laus
var hún við allan hroka og fordild.
Frú Steinunn Frímannsdóttir, kona Stefáns Stefáns-
sonar, skólameistara sagði mér margt um Maríu, og var
mjög vel til hennar eftir að þau hjónin voru í sambýli
Maria Flóventsdóttir.
á Möðruvöllum með þeim Krossastaðahjónum áður en
þau fluttu þangað.
Frú Hulda, dóttir Steinunnar og Stefáns skólameist-
ara hefur þetta um Maríu að segja:
„Þegar móðir mín, Steinunn Frímannsdóttir, flutti að
Möðruvöllum haustið 1888, bjuggu þar María og Jón,
er síðar gerðu garðinn frægan á Krossastöðum, og voru
lengi kennd við þann stað. Tókst brátt vinátta með móð-
ur minni og þeim hjónum, sem hélzt meðan ævin ent-
ist. Móðir mín kom fljótt auga á, að María var mikil
búkona, árrisul og sívinnandi. Hún þótti með afbrigð-
um verkhyggin. Skipulagði verkin þannig, að engu var
líkara en að hún ynni fleiri en eitt verk samtímis, og
voru afköstin eftir því. Móðir mín mat Maríu mikils
alla tíð. Sagðist hún margt hafa lært af henni, og hefði
það verið sér ómetanlegt að kynnast svo reyndri og
góðri húsmóður, þegar hún sjálf var að hefja búskap
fjarri ættingjum og vinum. En María leiðbeindi henni
og reyndist sem bezti vinur. María var frábærlega þrif-
in og bjó til góðan mat. Hvergi fékk ég gómsætara
brauð í barnæsku minni en hjá Maríu á Krossastöðum.
Sagt var að María hefði ætíð farið fyrst ofan á morgn-
ana meðan heilsa leyfði, og skemmtilega sögu heyrði ég
sem barn, er vitnar í þá átt. Hinn 23. maí 1888 áttu
skólastjórahjónin á Möðruvöllum silfurbrúðkaup. Efnt
var til mikilla veizluhalda í tilefni af brúðkaupinu.
Heyrði ég að veizlan hefði staðið í þrjá daga samfleytt.
Fyrsta daginn sátu veizluna heldri menn frá Akureyri,
embættismenn og kaupmenn, og stóð veizlan til mið-
nættis.
Annan daginn var boðið heldri bændum sveitarinnar
og þeirra skylduliði, var þá dansað fram undir morg-
un. Þriðja daginn komu svo kotbændur og leiguliðar
með sitt heimafólk og skemmti það sér fram eftir kvöldi.
Fylgdi það sögunni að þá hefðu fátækustu konurnar
fengið „ofnbrauð“ í nestið heim til að gefa börnunum,
sem sátu heima. Morguninn eftir að öllum veizlufagn-
aði lauk, var Hjaltalín eldsnemma á ferli úti á Möðru-
vallahlaði, kyrrð var úti og inni, virtust allir sofa nema
María húsfreyja, hún var komin til sinna verka. Mætti
Hjaltalín henni á hlaðinu og tók hana tali. Meðal ann-
ars spurði hann Maríu hvernig þau hjónin hefðu sofið
um nóttina. „Jesús minn almáttugur,“ sagði María,
„það er ég viss um að komið hefur tunna upp úr hon-
um Jóni mínum í nótt, svo ég sletti mér stundarkorn
414 Heima er bezt