Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1968, Qupperneq 23

Heima er bezt - 01.12.1968, Qupperneq 23
ÞATTUR ÆSKUNNAR NAMSTJ RITSTJORI JólaminninPar 1. HAPPAGRIPURINN. Minningar frá bernskuárum verða oftast skýrari og bjartari eftir því sem árin líða. — Fjarlægðin gerir fjöll- in blá, og fábreyttir atburðir bernskuáranna eru Ííkir því, að þeir séu séðir í skrautljósum, þegar árin líða. En líklega eru það ljúfar minningar bernskuáranna, sem ylja bezt, þegar líða fer á ævidaginn. Ég var á engan hátt sérstaklega bráðþroska, en þó veit ég það nú, að mínar fyrstu minningar eru frá árunum, er ég var þriggja til fimm ára. — Ég varð sæmilega læs fjögra til fimm ára, og frá þeim árum eru minningar mínar skýr- astar. Systir mín, sem var réttum tuttugu árum eldri en ég kenndi mér að lesa. Þegar ég var farinn að fleyta mér sæmilega í lestrin- um, þá sat hún á rúmi sínu og spann, en ég sat á bak við hana með einhverja sögubók og las upphátt, en hún kannaðist við söguna, sem ég las og leiðrétti mig, ef ég las rangt. Ég sá aldrei stafrófskver, en systir mín valdi létt lesefni, ef það var til, en annars las ég í hverri bók, sem hendi var næst, og vel man ég eftir að ég var lát- inn lesa í Biblíukjarnanum, sem svo var nefndur, en það var útdráttur úr Gamla-testamentinu, allstór bók með gotnesku letri. — Heimilishættir voru fábrotnir, sér- staklega um vetrartímann. Eini ljósi bletturinn á löng- um vetri, var jólahátíðin, en annars var hver dagurinn öðrum líkur. — Allt varð að spara og þar á meðal ljós- metið, og var því fastur vani, að fullorðna fólkið, sem inni var, lagði sig í rökkrinu, og þá máttum við strák- arnir helzt ekkert hreyfa okkur, til að raska ekki ró fullorðna fólksins. Fyrir okkur voru þetta leiðinleg- ustu stundir dagsins, ef við gátum ekki verið úti. En yfirleitt var þá sá siður í sveitum, að leyfa krökk- um ekki að leika sér úti eftir dagsetur. Ein minning frá jólunum, er ég var fjögra til fimm ára er mér ljóslifandi í minni. En það gerðist á Þorláks- messu. -------Allan daginn hafði veðrið verið ákaflega leið- inlegt. — Frostlítið var þó, en grimmur útsynnings élja- gangur, sem versnaði mjög, er á daginn leið. Mér fannst dagurinn langur og leiðinlegur og hafði ekkert fyrir stafni. Frammi í eldhúsi var mamma að sjóða hangiket og steikja kleinur, og hangikjötslykt og bökunar-ilm lagði frá eldhúsinu um allan bæinn. Ég hafði verið á einhverju eirðarleysis rölti um bæinn, all- an síðari hluta dagsins, og oft lagt leið mína í eldhús- ið, en þar var ég ekki vel séður og rekinn þaðan út öðru hverju. — Grimm él dundu annað veifið á glugg- unum, en ofurlítið dró úr éljunum á milli. Kindur höfðu ekki verið látnar út, en hestum hafði verið beitt, og voru þeir nú að koma heim og fóru með kuldabrölti og rass- köstum, eins og títt er með hross í útsynnings-éljum.

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.