Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1968, Qupperneq 15

Heima er bezt - 01.12.1968, Qupperneq 15
vandlega fætur sýslumannsins, áður en hann fór upp í bólið. Sýslumaður var árrisull næsta morgun. Eftir að hafa lokið morgunverði, stigu þeir félagar á skíði sín og iögðu af stað. Héldu þeir suður með Jökulsá að vest- an og bar ekkert til tíðinda. En sýslumaðurinn var löngum þögull, því að honum hefur sjálfsagt fundizt lítið á því að græða, að skeggræða við ómenntaðan al- þýðumann. Þeir fóru fram hjá Dettifossi eftir svo sem tveggja tíma göngu. En nokkru sunnar komu þeir að Jökulsá, þar sem var á stál-ís. Þar fóru þeir yfir ána, og síðan tók Steingrímur stefnuna beint suður á Gríms- staðanúpa. Fram að þessu hafði verið bjartviðri. En nú tók að snjóa í logni. Steingrímur gekk á undan, og ráð- lagði hann sýslumanni að ganga í slóðina. Snjókoman fór brátt vaxandi, svo að varla sá út úr auganu. Fór þá sýslumanni að verða órótt, svo að hann spurði fylgd- armanninn, hvernig í fjandanum han’n færi að rata í þessu veðri. Steingrímur bað hann að trufla sig ekki, því að nú gilti það eitt, að reyna að halda stefnunni. Sennilega hefur sýslumaður ekki haft hugmynd um það, að langtum auðveldara er að halda beinni stefnu þegar gengið er á skíðum, en ef maður er fótgangandi. En hann lét sér að kenningu verða ráð fylgdarmannsins og gekk steinþegjandi á eftir honum. Þannig gengu þeir viðstöðulaust fjóra eða fimm tíma, án þess að finna eða sjá nokkur kennileiti. Þá vissu þeir ekki fyrri til en að þeir rákust á fjárhús, og urðu varir við að fé var í hús- unum. Þá vissu þeir að bærinn væri ekki fjarri, enda fundu þeir hann eftir litla stund. Þeir voru komnir að Grímsstöðum á Fjöllum. Þess verður að geta að Gríms- staðabærinn stóð nokkru sunnar en hann er nú. Á Grímsstöðum bjó um þessar mundir Guðmundur Árnason, föðurbróðir séra Árna í Grenivík. Hann var skarpgáfaður maður og mjög víðlesinn, svo margur menntamaðurinn stóð honum ekki framar. Hann tók forkunnarvel á móti þeim félögum, og þá fyrst fékk sýslumaður málið. Hann sagði við fylgdarmanninn: „Andskoti eruð þér snjall að rata.“ Síðan hófust sam- ræður hans við húsbóndann og voru þær bæði fróðleg- ar og skemmtilegar. Um veitingarnar þarf ekki að ræða, svo höfðinglegar voru þær. Frá Grímsstöðum fóru þeir félagar næsta morgun, og það frekar í seinna lagi, því að margt höfðu þeir að ræða saman, sýslumaður og húsbóndinn. Svo var dag- leiðin ekki löng, aðeins 6 til 7 tíma gangur upp í jMöðru- dal. Þar gistu þeir næstu nótt í góðu yfirlæti. Daginn eftir lögðu þeir á Alöðrudalsfjallgarð, og gekk þeim ferðin greiðlega. En nú var sýslumaður orðinn skemmti- legri ferðafélagi en í upphafi ferðarinnar. Hann var farinn að tala við fylgdarmanninn sem jafningja, og hélt yfir honum hrókaræður um „landsins gagn og nauðsynjar“. Barst þá margt í tal þeirra á milli. Eitt af þeim málum sem þá voru mjög ofarlega á baugi, var „Ieysing vistarbandsins“. Steingrímur varð þess brátt vísari, að í því máli voru þeir alveg sammála, þ. e. að sjálfsagt væri að leysa vistarbandið, og það sem fyrst. En til þess að gjöra umræðurnar sem skemmtilegastar, gerði Steingrímur það sér til gamans, og af hálfgerð- um stráksskap, að hann þóttist vera á öðru máli en sýslumaður, og taldi það vafasamt, að ávinningur væri að því að leysa vistarbandið. Það gæti orðið rnikið áfall fyrir fjármarga stórbændur, ef vinnumennirnir segðu allir upp vistinni og gerðust lausamenn. Sýslumaður svaraði þessu með þrumandi ræðu, þar sem hann sýndi fram á, að vistarbandið væri leifar gamals og úrelts þjóðskipulags, sem bæri að afnema. Annað væri ekki sæmandi nútíðarþjóðfélagi. Um þetta mál ræddu þeir félagar lengi dags og af brennandi áhuga. Hefur sennilega legið við að þeir gleymdu tímanum. En að heiðarbýlinu Rangalóni kom- ust þeir um kvöldið, og var þá sýslumaður orðinn tals- vert þreyttur. Þar báðust þeir gistingar og var hún fús- lega veitt. Þar bjuggu þá ung hjón og hét bóndinn Sig- urður Björnsson, ættaður austan úr Fljótsdal. Húsa- kynni voru þarna fremur þröng en þrifaleg. En verst var að ljósmeti var í tæpasta lagi, því að langt er í kaup- stað frá Rangalóni. Sýslumaður var allra manna myrk- fælnastur. Hann svaf lítið þessa nótt, vegna þess, að honum fannst hér svo draugalegt, og stafaði það aðal- lega af ljósleysinu. Um morguninn fengu þeir sér einhvern bita, og borg- aði sýslumaður greiðann vel, því bóndinn var fátækur en karlinn enginn nirfill. Ekki voru þeir félagar langt komnir er þeir byrjuðu aftur að ræða um „leysing vistarbandsins“. Er sýslu- maður hafði talað góða stund, tók Steingrímur til máls, og var þá öllu hvassari en hann hafði áður verið. Að endingu ráðlagði hann sýslumanni, að láta ekki mikið bera á því þarna eystra, að hann vildi leysa vistarband- ið, því að hinir fjármörgu stórbændur í kjördæminu, myndu ekki láta sér koma til hugar að kjósa hann, ef þeir vissu hvar hann stæði í því máli. Varð þá sýslu- maður hljóður við og minntist ekki á þetta mál framar. Að áliðnum degi komu þeir félagar að Skjöldólfs- stöðum. Voru þeir þá búnir að vera fimm daga á ferð- inni. Þar var þeim tekið forkunnar vel og boðið að vera urn nóttina. En sýslumaður var ólmur að halda áfram, því að hann vildi komast að Hjarðarhaga, en þangað var talinn allt að tveggja stunda gangur, en er þó næsti bær við Skjöldólfsstaði. Um þessar mundir bjó í Hjarð- arhaga Grímur Þórarinsson, faðir þeirra Þórarins Vík- ings og séra Sveins. Hann hafði áður búið í Kelduhverfi, svo að sýslumaður var honum vel kunnugur og taldi hann vera einn sinn bezta stuðningsmann þarna eystra. Þeir héldu því ferðinni áfram, þótt hún væri raunar orðin nægilega löng, og komust þeir heilu og höldnu að Hjarðarhaga um kvöldið. Þar varð mikill fagnaðar- fundur er þeir fuhdust, sýslumaður og Grímur, og áttu þeir ferðafélagarnir þar góðu að mæta. Þarna byrjaði sýslumaður kosningabaráttu sína, enda gerði hann Grím að trúnaðarmanni sínum og fulltrúa. Eftir þetta ferðaðist sýslumaður víða um kjördæmið Framhald á bls. 429. Heima er bezt 419

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.