Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1968, Qupperneq 34

Heima er bezt - 01.12.1968, Qupperneq 34
„Getur verið, en ég kæri mig ekki um að hafa hann í mínum húsum eftirleiðis.“ Og Jórunn herpti munnvikin á þann hátt, að stúlkurnar vissu gjörla, að ákvörðun hennar yrði ekki kvikað. Þriðji kafli SKYGGNZT INN í FORTÍÐINA Ivar Björnsson lá í sófanum í stofunni heima hjá Hrafnkeli og Ellen, en þar dvaldi hann um stundar- sakir, þar sem foreldrar hans voru erlendis. A stól fyrir framan hann sat Silvía og gerði sitt ítrasta, til að fá ívar til að leggja frá sér blaðið, sem hann var að lesa í. Það hafði lítinn árangur borið til þessa, og þótt Silvía væri kvenna þolinmóðust, ef svo bar undir, var tekið að þykkna í henni. Hún var ekki vön því, að karlmenn sýndu henni slíkt af- skiptaleysi. Daginn eftir var seytjándi júní, og hún vildi gjarn- an vera þá í fylgd með ívari. „Ætlarðu að koma við heima á morgun og taka mig með þér?“ spurði hún og brosti skínandi. ívar lagði blaðið frá sér og teygði úr sér. Hann brosti stríðnislega við Silvíu og sagði: „Eru nú allir karlmenn orðnir uppgefnir á þér? Það kalla ég slæm tíðindi, verulega ljót tíðindi, Silvía.“ Silvía reis á fætur og það hljóp roði fram í vanga hennar. „Auðvitað ekki.“ Hún baðaði út höndunum. „Ég vildi bara vita, hvernig væri með þig.“ „Nú gengur göfugmennska þín of langt. — Mér tókst án allrar aðstoðar, að ná mér í dömu, og hana ekki af verri endanum.“ Það kom drýgindahreimur í rödd hans á síðustu orðunum. „Þórsmerkurvinkonuna þína, kannske?“ „Hverja aðra? Hún er falleg, finnst þér ekki?“ „Nei, falleg er hún ekki en getur kallast snotur,“ sagði Silvía lítillát. Síðan bætti hún við spottandi: „Auk þess er þetta krakki. Ég hélt, að þú værir upp úr því vaxinn, að vera með svona börnum.“ „Hún er bráðum átján ára, og ég man nú svo langt að þú taldir þig ekki neinn krakka og því að síður barn töluvert innan við það aldursskeið.“ Silvía gekk snögglega til dyra. Hún hafði enga löngun, til þess að fara að ræða fortíð sína. „Þá segi ég bara góða skemmtun,“ sagði hún í kveðjuskyni. „Takk, sömuleiðis,“ anzaði fvar og greip blaðið aftur. Silvía afþakkaði kaffið, sem Ellen bauð henni og hraðaði sér út úr húsinu. Henni fannst hún hafa verið freklega auðmýkt. Eftir nokkra umhugsun, ákvað hún að koma við heima hjá Geir. Hann var ekki vanur því að slá hendinni á móti því að fara eitthvað með henni. Það gerði hann heldur ekki í þetta sinn. Silvía var samt ekki fyllilega ánægð. Hún óskaði þess, að ívar væri eins leiðitamur og Geir, en hann yrði það kannske þegar fram liðu stundir, huggaði hún sig við. Þegar hún kom út úr húsinu, sem Geir átti heima í, mætti hún Jonna bróður hans. Hún kinkaði til hans kolli í kveðjuskyni, en hann lét því alveg ósvarað. Silvía reiddist. Henni hafði aldrei fallið við þennan dreng, nema þá fyrst eftir að hún kynntist honum. Hún vissi líka að sú andúð var gagnkvæm, því að hann hafði alltaf lag á, að láta hana finna álit hans á henni, stundum með orðum eða því sem verra var: þögulli fyrirlitningu. í því var hann snill- ingur, þetta gerpi, þetta bölvað gerpi! En það rann fleirum í skap heldur en Silvíu. Jonni hafði séð hvaðan hún kom og hann fylltist þögulli heift. „Hvenær skyldi sá dagur renna upp, að einhver verði svo grænn að kvænast henni, svo að hálfvit- ann hann Geir hætti að dreyma um hana?“ spurði hann sjálfan sig. En auðvitað var enginn svo vit- laus að vilja hana, nema Geir vitanlega. Fyrst í stað hafði hún svo sem verið ágæt, varð jafnvel Jonni að viðurkenna, en það var bara löngu liðin tíð. Það var heldur ekkert athugavert við að Geir yrði hrifinn af henni fyrir æfa löngu, en að halda því áfram í mörg ár var ofar öllum skilningi yngri bróður hans. Vissi maðurinn ekki, að til var fleira kvenfólk? heil ósköp af því meira að segja. Það var sannarlega mál til komið að einhver benti honum á þá aug- ljósu staðreynd. Jonni ákvað að taka hlutverk þessa einhvers í sín- ar hendur og með þann ásetning í huga geystist hann inn í svefnherbergi bróður síns. - (Framh.) 434 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.