Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1968, Qupperneq 8

Heima er bezt - 01.12.1968, Qupperneq 8
Aðalprestur leiðangursins var með í förinni, Pater L. Brunicardi, en að fara Krossveginn er mikil helgi-at- höfn. Farið var framhjá hellinum með Maríu stéttinni og lindinni helgu. Þar var fullt af fólki, eins og vant var mikinn hluta sólarhringsins. Vestan við lindina er stein- veggur hlaðinn úr smáhöggnu grjóti límdu saman með steinlími, en uppfrá veggnum rís snarbrött hæðin með risavöxnum trjágróðri. I vegginn er komið fyrir mynd- um, með jöfnu millibili, úr píslarsögu Jesú Krists og lítill kross festur á hverja mynd, en af þeim ber vegur- inn nafn. Það var stanzað við fyrstu myndina og pater Bruni- cardi las viðeigandi ritningargrein. Aðrir í förinni krupu á meðan og mæltu hljóðlega fram bænarorð, en við sátum í stólunum okkar. Hr. Lerche kraup við hlið mér og bað bænar meðan presturinn þuldi. Eitt af því sem presturinn fór með var sæluboðun Jesú úr Fjallræðunni: „Sælir eru“ o. s. frv. En vinur minn kraup við hlið mér og bað mér blessunar Guðs. Það fannst mér einhver stærsta stund lífs míns. Mér fannst ég vera sem lítill drengur en hr. Lerche væri fað- ir minn, sem leiddi mig sér við hönd inn í dásamlegan helgidóm og í þann helgidóm gæti ég ævinlega sótt mér frið og styrk. Þegar táknmyndirnar þraut fór hr. Lerche með mig yfir brú, sem þar var á ánni en pater Brunicardi varð eftir og annað fylgdarlið, en haldið var áfram með okk- ur sjúklingana upp með ánni að mjög stóru limríku tré er stóð þar eitt sér og breiddi víða krónuna út yfir mal- bikaðan veginn. Eftir að hr. Lerche hafði beðið stuttrar bænar var haldið áfram og haldið aftur yfir ána á annarri brú og heim að dyrum hótelsins, er við sjúklingarnir bjugg- um á. Nú áttum við að sitja tvo tíma í stólunum, fyrr var Krossferðinni ekki lokið. Hr. Lerche var búinn að lofa að útvega mér hlut, sem mig langaði til að koma með heim, en gripurinn var vandfundinn þó mikið sé af minjagripaverzlunum í bænum. En af því hann var vel fær í málinu gat hann spurt þennan hlut uppi nokkuð langt inn í bænum og þar sem ég varð nú að sitja í stólnum langan tíma stakk hann upp á að við færum til að líta á gripinn. Síðan var lagt af stað og nú var ég í hjólastól sem Lerche ýtti á undan sér. Til fylgdar fékk hann stóran og þrekinn Norðmann, en hann fékk ekki að snerta stólinn nema þar sem erfiðast var. Loks komum við í húsið, þar sem gripurinn var, og þó mér líkaði hann ekki sem bezt þá varð þó af kaup- um, eftir mikla leit í öllu því safni er þar var saman- komið. Aftur var lagt af stað en þar sem enn var drjúgur tími eftir hjá mér í stólnum fór hr. Lerche með okkur inn á vínbar og keypti handa okkur þremur svaladrykk, enda honum full þörf á því eftir allt erfiðið í brenn- andi sólarhitanum. Þegar hann hafði hvílt sig um stund var aftur lagt af stað heim á hótelið og stóð það heima að þá mátti ég fara úr stólnum. Allan tímann hafði hann sýnt mér mikla föðurlega umhyggju og lagt á sig mikið erfiði, sem ég mun ævin- lega minnast. 15. ágúst er mikill hátíðisdagur í Lourdes. Kaþólskir telja að þann dag hafi heilög María guðsmóðir orðið uppnumin í líkamanum. Talið var, að á annað hundrað þúsund manns hafi þá komið til bæjarins. Þennan dag var ég færður í baðið í lindinni. Mér var ekið í kerrunni minni til baðklefanna og var þá, eins og venjulega, mikill mannfjöldi þar samankominn. Margt af þessu fólki var að bíða eftir að komast í böðin, aðrir voru að taka vatn á flöskur eða plastbrúsa til að hafa heim með sér. En austan við hellinn með aðallindinni er uppmúraður veggur, eins og að vestan- verðu, og í honum er komið fyrir vatnslögn og krön- um með stuttu bili, þurfti ekki annað en styðja á hnapp í veggnum þá streymdi tært og svalandi vatnið úr krana niður frá hnappnum. Það gátu því margir tekið vatn í einu en alltaf tók nýr maður við þegar annar fór. Allt fór þetta skipulega fram. Enginn troðningur eða ýtni átti sér stað þó fólkið stæði þétt saman. Ég var settur í röð með öðrum sjúklingum, sem sátu í kerrum eins og ég. Eftir nokkra bið var komið að mér og var mér þá ekið inn í baðklefa. Þar var ég drif- inn úr fötunum og síðan studdur niður tröppur er lágu ofan í kerið með vatninu, er tók mér í mitt lær. Þar stóð ég meðan beðið var stuttrar bænar. Síðan var ég lagður á bakið svo vatnaði yfir brjóst og axlir, þá var ég aftur drifinn upp úr og hjálpað í fötin, án þess ég fengi að þerra mig. Eftir það var ég aftur færður í kerruna mína og enn varð ég að sitja í tvo tíma án þess að fara úr henni. En nú var komin mikil hreyfing á mannfjöldann og kerrurnar hurfu hver af annarri. Ekkert sá ég af mínu samferðafólki, en ung stúlka, dökk á þrún og brá tók kerruna og fór með mig á eftir hinu fólkinu. Ég hélt í fyrstu að hún mundi skila mér heim á hótelið en það varð ekki. Allur skarinn streymdi inn á hringlaga svæði framan við múra aðalkirkjunnar. Þarna geta tugir þúsunda manns komið saman og fylgst með því sem fram fer á svæðinu. Uppi á breiðum skeifulöguðum múrum umhverfis svæðið voru mörg þúsund manns, var þaðan hið bezta útsýni yfir hátíða- svæðið. Nú hófst messan með klukknahljóm og hátíðlegum söng, sem hátalararnir fluttu út yfir bæinn. Að messu lokinni dreifðist mannfjöldinn, kom þá einn af ferðafélögum mínum og ók mér heim á hótelið. Þar með var athöfnum okkar Ioldð í Lourdes. Mörg kraftaverk hafa skeð í böðunum í Lourdes. Þau hafa verið skráð og vottuð af mörgum frægum 412 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.