Heima er bezt - 01.12.1977, Blaðsíða 2
Kristín M.J. Björnson.
Jólasálmur 1977
Gleðileg jól, guðdómsins sól
lífgar alt er hér kól,
Betlehemsstjarnan hún birtist við ský,
blessaðir jóVenglar lofsyngja’á ný
Guðs frið og gleðileg jól.
Barn er oss fœtt Adams afœtt,
himneskum guðdómi gœtt,
frelsarþað lýðinn af sora og synd
sýnir oss veginn á almœttis tind
sé öllum harmleikjum hœtt.
Helgisögn, heilög dulmögn
rísa’ í sál, rjúfaþögn,
frelsari gefinn og friður á jörð,
fegursta draumsýn með Guðsbarna hjörð,
himneska, sígilda sögn.
Betlehems barn, brœð þú vort hjarn,
heimur er ósanngjarn,
oft er ossþörf á en nauðsyn er nú
náð þinni, gœzku og lifandi trú,
brœð þú vort hjartnanna hjarn.
386 Heima er bezt