Heima er bezt - 01.12.1977, Side 6
ára, tók hann með sér á skemmtigöngur og fór með
honum í bíó.
Gamla konan undi vel hag sínum. Hún prjónaði
og las og sagði Eiríki litla sögur. En Rannveig var
ekki hamingjusöm, þó hún væri nú vel metin kaup-
mannsfrú og byggi í stóru og skrautlegu húsi. Hún
saknaði æskudaganna heima í Dalshrauni, hún
saknaði sæludaganna í litla húsinu úti við sjóinn.
Hún elskaði ekki seinni manninn sinn, þó hann væri
henni góður, hún elskaði minningarnar um fyrri
manninn, þó hún talaði aldrei um hann við neinn,
nema stöku sinnum við móður sína. Sonurinn var
hans lifandi eftirmynd, sælustu stundir hennar voru
þegar hún horfði í bláu augun hans og strauk gló-
bjartan hrokkinkollinn.
Þegar Eiríkur var sjö ára eignaðist hann systur,
gleði og hreykni Einars voru engin takmörk sett, en
nú fór dálæti hans á Eiríki að dvína. Hann mátti ekki
æfa sig á orgelið, barnið þoldi ekki hávaðann, hann
fékk að æfa sig í nágrannahúsi. Hann mátti spila á
fóninn því Einar mundi hvað Eiríkur hafði haft
gaman af því, þegar hann var smábarn. Dóttirin var
látin heita Fjóla eftir fyrri konu föður síns. Nú fór
hann með hana út í vagni á sunnudögum, langar
gönguferðir, Eiríkur elti eins og hvolpur. Einar tal-
aði ekki við hann og leiddi hann ekki, eins og áður.
Svo hætti hann að elta þau, en lék sér við jafnaldra
sína.
Einari fannst hann ekki vera nógu góður við systur
sína. Hún skemmdi stundum dótið hans, pabbi
hennar lét sem hann sæi það ekki, en mamma þeirra
keypti ný leikföng handa honum. Einu sinni þegar
Eiríkur kom inn, sat Fjóla á gólfinu, með uppáhalds
bók sem hann átti og kepptist við að rífa úr henni
blöðin. Hann hrifsaði bókina af henni, þá fór hún að
háskæla. Þá varð Einar vondur og sagði:
„Þú tekur ekki nærri þér að græta hana systur
þína. Skammastu þín, þú ert óhræsi og meinhom við
hana.“
Eiríkur fór grátandi fram í eldhús með bókarræf-
ilinn og fleygði henni í ruslafötuna. Mamma hans
faðmaði hann að sér og sagði:
„Elsku Eiríkur minn, ég skal kaupa handa þér
nýja bók.“
Einar stóð í eldhúsdyrunum og horfði á þau og
390 Heima er bezt
Rannveig gleymdi ekki því augnaráði. Þau voru
bæði jafnskyld henni börnin hennar, en hún hlaut að
viðurkenna það fyrir sjálfri sér að henni þótti miklu
vænna um Eirík. Nú fann hún að Einar vissi það og
hann vissi eflaust orsökina. Eftir þetta fór hún að
passa að Fjóla skemmdi ekki fyrir bróður sínum,
hann fékk sérherbergi og hún kom þar sjaldan inn.
En bilið á milli hinna svokölluðu feðga varð sífellt
stærra og stærra. Og þó hafði Einar artir til kjörson-
arins, þegar hann var fermdur þá gaf hann honum
gullúr með ágröfnu fangamarkinu hans: „E E“. Og
hann var því samþykkur að haldin var vegleg ferm-
ingarveisla.
Þegar Eiríkur var sextán ára fór hann að vinna í
búðinni hjá Einari. Það gekk vel til að byrja með, en
svo fór hann í kirkjukórinn — sem reyndar æfði nú
ýms veraldleg lög - og það varð Einari þymir í auga.
Honum fannst hann hafa ofmikinn áhuga fyrir
söngnum. Hann spilaði stundum á orgelið og söng
með því á kvöldin:
„Þar Missisippis megindjúp fram brunar-----“
°g
„Sævar að sölum svífur dagsins bjarta ljós-“
Rannveig hafði gaman af því, en Einar sagði að
það væri enginn friður á kvöldin fyrir þessu gargi.
Svo var það þegar Eiríkur var átján ára, það var
daginn fyrir Þorláksdag, hann kom heim af söngæf-
ingu snemma dags og var í sólskinsskapi. Hann kom
með nýja hljómplötu og sagði:
„Þetta er svo voðalega skemmtileg plata, ég má til
að spila hana strax.“ Og svo glumdi við söngur:
„Það var kátt héma um laugardagskvöldið á Gili -
Mæðgumar hlustuðu hrifnar, allar þrjár. Þá birtist
Einar í stofudyrunum og gestur með honum, vín-
hneigður vinur hans framan úr sveit, báðir voru
talsvert drukknir.
„Aldrei er friður fyrir þessu fjandans gargi,“ sagði
Einar. „Þér væri skammar nær að hugsa um verkin
þín Eiríkur, það er blind ös í búðinni. Þú ert að sverja
þig í föðurættina, svona var hann faðir þinn, alltaf
syngjandi og trallandi. Þú líkist honum alltaf meir og
meir. Og móðir þín elskar þig en ekki mig, af því þú
minnir hana alltaf á hann Eirík sáluga föður þinn.“
Eiríkur var sem steini lostinn og stundi upp:
„Er hann pabbi orðinn brjálaður?“
„Nei,“ sagði móðir hans.
„Það er mál til komið að þú fáir að heyra sann-
leikann,“ sagði amma hans. „Mamma þín er tvígift,
fyrri maðurinn hét Eiríkur, þú ert sonur hans. Seinni
maðurinn tók þig fyrir kjörson og vildi láta þig lifa í
þeirri trú að hann væri þinn rétti faðir. Mig hefur oft