Heima er bezt - 01.12.1977, Blaðsíða 8
„Já, þú gerir það seinna, en nú skaltu hitta ömmu, hún
verður nú fegin að sjá þig,“ segir Rannveig. Þau ganga inn
til gömlu konunnar.
„Hér er kominn gestur, mamma, þekkirðu hann nokk-
uð?“ spyr Rannveig.
Halldóra rís upp í rúminu og horfir á gestinn. „Eiríkur!
Eiríkur minn, Guði sé lof að þú ert kominn. Nú er
draumurinn minn að rætast,“ segir hún og breiðir faðm-
inn á móti honum. „Ertu ekki svangur?“ spyr hún, þegar
kveðjurnar eru afstaðnar. „Veiga mín, áttu ekki einhvern
góðan mat handa honum, kannske hangikjötsbita?“
„Jú,“ svarar Rannveig, „ég á eftir af hangikjötinu sem
ég sauð handa krökkunum áður en þau fóru heim í jóla-
fríið.“
Eiríkur brosir. „Ég er ekki svangur,“ segir hann, „ég
borðaði á hótelinu.“
„Segðu okkur eitthvað af þér,“ segir mamma hans.
„Þið vitið nú að ég var í Reykjavík í þrjú ár, mér leið vel,
ég stundaði söng og orgelspil í hjáverkum mínum. Svo fór
ég til Danmerkur með kaupmanninum sem ég vann hjá,
ég hefði átt að láta ykkur vita, en það varð ekki af því. Mér
leið vel, ég ferðaðist að gamni mínu um Norðurlöndin, þá
sendi ég þér stundum kort, mamma mín. Ég gekk í söng-
tíma hjá góðum kennara og gerði mér vonir um að verða
frægur söngmaður. Svo fór ég til Englands til framhalds-
náms, en þá urðu frægðardraumarnir að engu. Ég veiktist
af brjóstveiki og lá lengi á sjúkrahúsi. Mér var sagt að ég
myndi ekki þola að syngja, það var þung raun. Svo fór ég
aftur til Hafnar, í sumar hitti ég jafnaldra og fornvin
héðan frá Laufeyri. Hann sagði mér að Fjóla systir mín
væri dáin fyrir löngu og stjúpi minn nýlega dáinn, en
amma gamla væri enn á lífi. Þá fór mig að langa til að sjá
ykkur, ég fór til Reykjavíkur með Jóa vini mínum, sem nú
er orðinn skólastjóri hérna við gagnfræðaskólann. Hann
vildi fá mig með sér norður, til þess að kenna söng og
hljóðfæraslátt, en ég kom mér einhvernveginn ekki að því,
sagðist kannske koma eftir áramótin. Og nú er ég hingað
kominn, ráðinn kennari frá áramótum, mig langar að vera
hérna á jólunum og helst lengur. Ég veit að þú selur fæði
og húsnæði, heldurðu að þú gætir bætt mér við í hópinn?"
„Já, alveg áreiðanlega, ósköp er gott að þú ætlar að vera
hjá mér,“ segir Rannveig.
„Hefurðu aldrei gifst eða eignast börn,“ spyr gamla
konan.
„Nei, ég hef látið vín og kvenfólk eiga sig. Björn frændi
minn sagði mér frá afdrifum föður míns, ég læt mér þau
að vamaði verða,“ svarar Eiríkur.
„Gott er það,“ segja mæðgurnar einum rómi.
„Ég finn það núna að ég lét eins og óhemja þegar ég fór
héðan, en ég tel mér það til málsbóta að ég átti rétt á að
vita sannleikann og annað það að fóstri minn var of góður
við mig þegar ég var lítill, það eru viðbrigði að vera dáður
og dýrkaður og vera svo allsstaðar fyrir. Það var ekki von
að bam á mínum aldri þyldi það. En nú er ég fyrir löngu
farinn að þrá að sættast við ykkur. Ef Einar væri á lífi þá
vildi ég svo feginn sættast við hann.“
„Hann þráði að sættast við þig,“ segir Rannveig. „Ef þú
átt eftir að sjá Eirík þá biddu hann að fyrirgefa mér,“ það
voru seinustu orðin hans.“
„Já, ég er af hjarta sáttur við ykkur öll og veit að þið
fyrirgefið mér. Ég gekk hérna um götuna og horfði á
uppljómað húsið, en hafði ekki kjark til þess að gera vart
við mig. Svo fór ég að heyra gamalkunnugt söngvamál
berast út um gluggann. Þegar ég heyrði: „Það var kátt
hérna um laugardagskvöldið á Gili“, þá vissi ég að þú
varst að hugsa um mig. Og ég herti upp hugann og hringdi
dyrabjöllunni.“
„Já, það er gott að þú ert kominn. Ég frétti að þú værir
kominn til Reykjavíkur og vonaði að þú kæmir fyrir jólin,
en ég var nú að verða vonlaus.“
„Jæja, amma mín,“ segir Eiríkur, „nú ætla ég að vera
hjá ykkur, svo lengi sem þið viljið hafa mig, hvað segirðu
um það?“
„Auðvitað viljum við alltaf hafa þig,“ svarar Hall-
dóra.„Nú dey ég ánægð fyrst þú ætlar að vera hjá henni
mömmu þinni. Mundu nú Veiga mín að kaupa mikið
hangikjöt á morgun, ég man hvað honum þótti það gott.
En mér finnst einhver gustur koma framan úr stofunni."
„Já, ég skal loka glugganum,“ segir Rannveig og gengur
fram í stofuna. „Komdu Eiríkur,“ kallar hún. Eiríkur fer
til hennar.
„Sjáðu,“ segir hún og bendir út um gluggann, „þú hefur
mátulega komist í húsaskjólið, nú eru fyrstu snjókornin að
falla til jarðar.“
„Já, það er gott að vera kominn heim,“ segir Eiríkur,
„heimilislaus flækingur hef ég verið í þrettán ár, þó ég
hefði allsnægtir.“
„En nú er því lokið,“ segir Rannveig. „Týndi sonurinn
er kominn heim. Og nú ætla ég að spila fallegu jólalögin,
sem hún Þuríður Pálsdóttir syngur, mér finnst blessuð
jólin vera komin og það verða góð og gleðileg jól, því nú er
allt gott og ljúft og fyrirgefið.“ Og svo hljómar fagurt um
stofuna:
Nóttin var sú ágæt ein,
í allri veröld ljósið skein,
það er nú heimsins þrautarmein
að þekkja hann ei sem bæri.
Með vísnasöng ég vögguna þína hræri.
Friður jólanna gagntekur hjörtu áheyrenda.
392 Heima er bezt