Heima er bezt - 01.12.1977, Blaðsíða 9
Sinn er siður
í landi hverju
j nn er siður í landi hverju, segir máltækið, og kveðið
er enn fastar að orði með öðrum talshætti: sinn er
siður í hverri sveit, og svo háttaði til hérlendis fram
á þessa öld.
Á ofanverðri 19. öld hófst þjóðsagnasöfnun að marki,
svo og þjóðháttasöfnun í bland, en var ekki sinnt í sama
mæli. Um aldamót bar Ólafur Davíðsson höfuð og herðar
yfir þá, sem að þessum fræðum unnu. Hann drukknaði.
sem kunnugt er, árið 1903.
Það var árið 1901, að Oddur Björnsson prentmeistari
fluttist til Akureyrar og setti þar niður nýtízkulega prent-
smiðju. Hann lauk prentiðnaðamámi í Reykjavík 1884,
sigldi til framhaldsnáms til Kaupmannahafnar 1889,
vann um skeið í prentsmiðju S. L. Möllers, sem íslend-
ingum var að góðu kunn, einnig í háskólaprentsmiðju J.
H. Schultz, sem setjari íslenzku stjómardeildarinnar, og
enn víðar starfaði hann. Á Hafnarárum kynntist hann
fjölda landa, sem þar voru við nám og batt við þá vináttu.
Munu honum hafa orðið þau kynni notadrjúg síðar á
lífsleiðinni.
Þegar Oddur hafði búið um sig á Akureyri, hóf hann
undirbúning að söfnun þjóðfræða hvers konar. Á
Hafnarárum stóð hann að merkri bókaútgáfu, Bókasafni
alþýðu (1897), er naut mikilla vinsælda, og leitaði nú til
lesenda eftir hjálp til að bjarga þjóðlegum verðmætum frá
glötun.
Á útmánuðum 1906 prentar hann dreifibréf, fagurlega
úr garði gert og að nokkru í litum, sem þá var nýlunda.
Titill þess var: Þjóðsögur. Efni þessa bréfs stendur enn í
góðu gildi og þykir því hlýða að birta hér helft þess:
Þjóðsögur
og sagnir og margvíslegur alþýðlegur fróðleikur, sem
myndast meðal alþýðu allra siðaðra þjóða og lifir oft og
tíðum öldum saman ósKrásettur á vörum hennar, er rétti-
lega í hávegum hafður og þessari alþýðuauðlegð haldið
hátt á lofti og hún varðveitt vel af þjóðlegustu fróðleiks-
og vísindamönnum þjóða þessara. Fræði þessi eru ekki
einungis, oft og tíðum, fagur og listalegur alþýðuskáld-
skapur og spegill andlegs lífs og þroska alþýðunnar á
ýmsum tímum, heldur hafa þau og í sér falin mörg þau
atriði, er vísindalegt gildi hafa, til dæmis í fornfræði,
sagnfræði, ættfræði, staðháttalýsingum, sálarfræði, dul-
fræði, menningarsögu og fagurfræði, sé alþýðufræðunum
vandlega safnað, þeim komið vel fyrir og greiður að-
gangur sé að þeim.
Oss íslendingum hefir of seint skilist, að vér getum eigi
einungis haft gleði og gaman af þjóðsögum vorum og
alþýðufróðleik, heldur og gagn og sóma. Og enn vill við
brenna hjá mörgum manni, að hann líti á allan slíkan
fróðleik sem heimsku eina og hindurvitni og haldi, að
hann verði talinn maður að minni, bendli hann sig á
einhvern hátt við hégiljur þessar og hjátrú og sé því
nauðsynlegt, til þess að verða ekki hafður að háði og
talinn grunnhygginn maður, að telja þjóðsagnir vorar að
engu nýtar og hafa þær í fyrirlitningu. Svo ramt getur að
þessu þroskaleysi manna kveðið, að þeir vilji ekki láta sín
getið, af þessari ástæðu, sem sögumanns einhverrar þjóð-
sögu. Eru þeir því of fáir, sem haldið hafa hlífiskildi yfir
þessari alþýðuauðlegð vorri og hún því oftar en skyldi
horfið í gröf gleymskunnar með þeim, er sagnirnar kunnu
síðastir. Þó er sú bót við böli því, að þjóðtrú og skáld-
skaparafl alþýðu og lífsreynsla er sá Urðarbrunnur, er
aldrei verður þur-ausinn... og myndast því jafnan ný
fræði í stað hinna gömlu og það engu lakari, sverfi andlegt
hallæri ekki að þjóðinni....
Þrátt fyrir lofsverða viðleitni einstakra manna í þessu
máli, á það þó langan veg í land, svo að vel sé að verið fyrir
þann tíma, sem nú er að líða, og vantar mikið á, að
nægileg gangskör hafi verið gerð að því, að bjarga þeim
auðæfum af alþýðufróðleik frá glötun, sem enn geymist
með þjóð vorri. Enginn einstakur maður getur rakað þeim
auðæfum saman, - það verður þjóðin sjálf að gera;
maður að ganga undir manns hönd; sem allra flestir að
leggja sinn skerf til þess þarfa stórvirkis, að safna þjóð-
fræðum vorum á einn stað, þar sem þau verði varðveitt frá
gleymsku og geti orðið þjóð vorri til maklegs lofs. -
Heima er bezt 393