Heima er bezt - 01.12.1977, Qupperneq 12
Ég held að nú sé orðið tímabært að festa á blað lýsingu
á þessari fyrstu sýningu á leikritinu „Tengdamömmu",
því fáir eru nú orðnir til frásagnar af þeim, sem tóku
virkan þátt i þeim störfum, sem við þá sýningu eru tengd.
Að mínu mati hefir verið skráð um ýmsa hluti ómerkari,
en þó frá þessu sé sagt. Það kostaði mikið átak og fórnar-
vilja að koma þessu í framkvæmd, bæði af félögunum sem
að því stóðu, sem voru kvenfélagið „Hjálpin“ og Ung-
mennafélag Saurbæjarhrepps og einnig af leikendunum,
sem flestir höfðu aldrei á leiksviðsfjalir komið og vissu
raunar ekki út í hvað þeir voru að ganga.
Aðstaða öll til leiksýningar var svo aum, að nú í dag
mundi engum láta sér detta í hug að bjóða upp á slíkt.
Veturinn 1921-22 var hafist handa með undirbúning að
leiksýningunni, fyrst og fremst með því að útvega leik-
endur í hin ýmsu hlutverk, og reyna að velja þá með það
sjónarmið fyrir augum að lklegt væri að þeir gætu túlkað,
sem réttast, tilfinningar og framkomu þeirra persóna, sem
þeim væri ætlað að leika. Þetta mun hafa verið ærið
vandaverk, því ekki er líklegt að alltaf hafi verið unnt að
fá það fólk, sem í upphafi var talið að mundi skila sínu
hlutverki einna bezt. Enn man ég vel þegar Auður Þor-
steinsdóttir húsfreyja í Núpufelli kom upp í Eyvindar-
staði, þá átti ég þar heimili hjá foreldrum mínum. Var hún
að finna mig og vita hvort ég vildi taka að mér að leika
Ara og lagði hart að mér að takast það á hendur. Þá mun
hafa verið búið að ráða fólk í flest hlutverkin. Ég var mjög
tregur til að verða við beiðni Auðar. Réði þar mestu að
sjálfur hafði ég litla trú á mínum leikarahæfileikum og ég
var einnig haldinn feimni eða minnimáttarkennd - ef
menn vilja kalla það svo — og mundi verða erfitt að standa
framan við áhorfendur og leika ástarsenu með sjálfri
prestsfrúnni í Saurbæ, svo eðlilegt gæti virst.
Niðurstaðan varð þó sú að ég lét undan ágengni húsfrú
Auðar og lofaði að taka að mér þetta hlutverk. Ég fann,
við nánari athugun, að þarna mundi opnast fyrir mér nýtt
og áður óþekkt svið, sem gaman væri að hafa kynni af, og
kynningin og félagsskapurinn við hið ágæta fólk, sem ég
ynni með, yrði mjög forvitnileg og áhugaverð.
Hlutverkum var skipað, sem hér greinir:
Björ-g, rík ekkja á Heiði,
Laufey Guðmundsdóttir, Þormóðsstöðum.
Ari sonur hennar,
Ketill Guðjónsson, Eyvindarstöðum.
Asta kona hans,
Sigríður Þorsteinsdóttir, pretstsfrú, Saurbæ.
Rósa fósturdóttir Bjargar,
Laufey Kristjánsdóttir, Árgerði.
Þura gömul vinnukona,
Sigurbjörg Ágústsdóttir, öxnafellskoti.
Jón gamall ráðsmaður,
Jón Sigfússon, Helgastöðum.
Sveinn vinnumaður,
Hólmgeir Pálmason, Kálfagerði.
Guðmundur prestur í Dal,
Magnús Ámason, Litladal.
Signý aðkomukona,
Ólöf Einarsdóttir, Guðrúnarstöðum.
Leikstjóri,
Sr. Gunnar Benediktsson, Saurbæ.
Til að minna á,
Valdemar Pálsson, Möðruvöllum.
Þegar búið var að ráða leikendur í öll hlutverk leikrits-
ins og skrifa leikritið sundur í einstök hlutverk fyrir hvern
leikara, var orðið síðla vetrar 1922 og engin von til þess að
unnt yrði að hafa sýningar á leiknum þá um vorið, eins og
þeir bjartsýnustu, sem að þessu verkefni stóðu, höfðu gert
sér vonir um. Þó var byrjað að lesa saman og æfa lítils-
háttar um vorið.
Sumarið 1922 leið og stunduðum við hin venjulegu
fjölbreyttu störf er til falla um sumartímann í íslenskri
sveit. Lítið mun hafa verið hugsað um leiklist, eða það
merkilega starf, sem beið okkar að hausti. Síðla hausts var
tekið til þar sem frá var horfið að vori að æfa leikinn og
urðu æfingar nokkuð tíðar og gekk svo fram yfir hátíðar.
Fóru æfingar fram stundum að Möðruvöllum, en þó
miklu oftar að Saurbæ.
Þess skal hér getið að illa gekk að fá mann í hlutverk
prestsins. Fyrst var fenginn Hannes Jónsson bóndi
Hleiðargarði. Af einhverjum ástæðum hætti hann þó fljótt
við æfingamar. Þá tók við Magnús Kristjánsson bóndi
Sandhólum, en einnig hann hætti eftir eina eða tvær æf-
ingar. Loks tók að sér hlutverk prestins Magnús Ámason
bóndi Litladal og entist hann í því starfi til loka á sýning-
um á leikritinu.
Skömmu eftir áramót 1922-23 var byrjað að sýna leik-
inn að Saurbæ. Þá taldi leikstjórinn að æfingar hefðu náð
því marki að naumast yrði að vænta betri árangurs hjá
leikendum, þó þeim yrði fjölgað.
Nú skal lýst þeirri aðstöðu sem leikendur og áhorfendur
urðu að búa við á leiksýningum í Saurbæ.
Samkomuhúsið gamla stóð á hólnum beint austur af
kirkjunni. Var það aðeins einn salur. Ekki veit ég um ná-
kvæm mál á stærð hússins, en giska á að það hafi verið um
8-9 m á lengd frá norðri til suðurs og ca. 6 m á breidd.
Senan tók um það bil helming af lengd hússins, en á þrjá
vegu við hana var þröngur gangur, sem leikendur höfðu
til umráða bæði við búninga og til dvalar á milli þess er
þeir komu fram á senunni. Fullyrði ég að þessi erfiða
aðstaða reyndi mjög á þol leikendanna, en við þetta varð
að una, annarra kosta var ekki völ. Tvær senur eru í
leiknum, sem kunnugt er, baðstofusena og stofusena. Var
Vigfús Jónsson á Vatnsenda í Hólasókn fenginn til að
mála leiktjöldin, því hann hafði þá nokkuð fengist við
málarastarf. Seinna var hann í áratugi þekktur borgari á
Akureyri. Til að lýsa sviðið og ganginn á bak við voru
notuð olíuljós og að einhverju leyti kerti. Rafmagn kom
ekki til sögunnar fyrr en löngu síðar. Áhorfendur á leik-
sýningum voru í norðurenda hússins. Var þar raðað laus-
um trébekkjum, baklausum og var sæti þar fyrir 40-50
manns. Sennilega munu sýningar á leikritinu hafa farið
fram um hverja helgi eftir að byrjað var að sýna, og máske
396 He'rma er bezt