Heima er bezt - 01.12.1977, Síða 13

Heima er bezt - 01.12.1977, Síða 13
oftar, þó ég muni það ekki glöggt. Hitt þykist ég örugglega muna að leikurinn var aðeins sýndur ellefu sinnum í Saurbæ. Sr. Gunnar Benediktsson hefir haldið því fram, bæði í ræðu og riti, að sýningar á leiknum í Saurbæ hafi orðið alls átján. Slíkt tel ég alveg fráleitt, því til þess hefði hver Saurbæjarhreppsbúi orðið að mæta tvisvar og sumir oftar. Mjög fáir komu á leiksýningamar úr öðrum hrepp- um. Þá voru engir bílar til að ferðast með, urðu menn því annaðhvort að koma gangandi eða ríðandi, en oft var þess enginn kostur. Þess má geta að alltaf var fullt hús áhorf- enda á sýningunum í Saurbæ. Þegar liðið var nokkuð á vetur, var ákveðið að við sýndum leikinn í þinghúsi öngulstaðahrepps að Þverá. Mun það hafa verið ráðið af kvenfélögum viðkomandi hreppa og þá einnig hvenær af því skyldi verða. Var talað um að við sýndum þar í tvö kvöld. Sama daginn og fyrri sýningin skyldi fara fram að Þverá. lögðum við öll, sem að henni stóðu, af stað tímanlega dags á sleðum, með allt okkar hafurtask. Skyldi farið eftir Eyjafjarðará, sem var ísi lögð, eða niður austurbakka hennar. Vorum við hress í anda því sleðafærið og veðrið var með ágætum og ævin- týrið beið okkar að kveldi á ókunnum stað. Ekki var staðar numið fyrr en komið var að Kaupangi, þar sem okkur var búin vist hjá Bergsteini Kolbeinssyni bónda, meðan á ferð okkar stóð. Var þar í alla staði vel að okkur búið í hinu nýlega byggða stóra og rúmgóða stein- húsi. Seinnipart dags fórum við að undirbúa ferð okkar suður að Þverá, svo ekki stæði á okkur að hefja sýningu á leiknum, er tími væri til kominn. Fólk fór að þyrpast að hvaðanæfa og fljótt fylltist áhorfendasvið þinghússins. Brátt varð ljóst að ekki kæmust nándar nærri allir að til að sjá leikinn, af þeim sem mættir voru, þetta kvöld og yrðu mjög margir frá að hverfa. Vakti þetta töluverða óánægju hjá fólki og var því farið að leita hófanna hjá leikendun- um hvort þeir vildu leggja það á sig að hafa tvær sýningar á leiknum þetta sama kvöld. Hvort sem um það var rætt lengur eða skemur varð niðurstaðan sú að sýningarnar yrðu tvær, og var húsið fullsetið í bæði skiptin. Nokkuð var liðið á nótt þegar þessu var lokið og var þá snúið að Kaupangi á ný til gistingar og hvíldar, þar til leikurinn yrði sýndur næsta kvöld. Þá var enn fullt hús og virtist fólkið vera nokkuð ánægt með sýningamar. Enn var gist í Kaupangi, en hinn næsta dag var haldið inn í fjörðinn og fór þá hver til síns heima. Litlu seinna fórum við til Akureyrar og sýndum leikinn þar í tvö kvöld í samkomuhúsi bæjarins. Mun það hafa verið félag kvenna á Akureyri sem hafði forgöngu um slíkt í samráði við félögin í Saurbæjarhreppi, sem höfðu með uppfærslu leikritsins að gera. Meðan dvöl okkar stóð yfir á Akureyri vorum við til húsa hjá nokkrum konum í bænum. Seinna kvöldið, sem við sýndum leikinn varð nokkuð af fólki frá að hverfa og var þess óskað að við sýndum þriðja kvöldið. Af því varð þó ekki og veit ég varla hvernig á því stóð. Þó hefi ég grun um það að Kristín skáldkona sem var með okkur í þessari ferð, hafi viljað hætta að sýna leikinn, meðan aðsóknin var í toppi, ekki treyst á að við fengjum fullt hús áhorfenda ef við sýndum oftar. Nú var þessu leikæfintýri lokið og höfðum við þá, ef mitt minni ekki brestur, leikið í alls sextán skipti og alltaf fyrir fullu húsi áhorfenda. Vakti þessi starfsemi töluverða athygli í héraðinu og var mikið umtöluð. Ég held ég megi fullyrða að frammistaða leikenda á hlutverkum sínum hafi, eftir atvikum, þótt sæmilega góð og sumra með ágætum. Auðvitað var það ieikritið sjálft, sem átti mestan þátt í þeim góðu viðtökum, sem sýningar á því fengu. Það duldist ekki fyrir fólki þau snjöllu tök, sem skáldkonan hafði á því að móta persónur leiksins og hin hnitmiðuðu samtöl, sem féllu svo vel að efni þess, sem um var rætt hverju sinni. Þegar farið var að athuga fjárhagshlið þessa máls, kom í ljós að lítilsháttar hagnaður hafði orðið af sýningum leik- ritsins. Óhjákvæmilega varð nokkur kostnaður við upp- færslu þess, sem vóg nokkuð upp á móti því, sem inn kom fyrir aðgangseyri. Kvenfélagið og ungmennafélagið skiptu þessum hagnaði með sér. Leikendur og annað starfsfólk fékk ekki eyri í sinn hlut, enda aldrei við því búist. Nú erum við aðeins fjögur á lífi af þeim hópi, sem tóku þátt í þessum leiksýningum fyrir nær 55 árum. Það eru auk undirritaðs: Prestshjónin frá Saurbæ og Laufey Guðmundsdóttir, sem í áratugi hefir verið húsfreyja á Þormóðsstöðum í Sölvadal. Þjónusta sú er þetta fólk lét í té fyrir framgang góðs málefnis og allt erfiðið, sem því fylgdi, sem óneitanlega var ærið, var að fullu greitt með ánægjunni af því að hafa kynnst, nokkuð náið, mörgu ágætu fólki, sem af áhuga vann óeigingjarnt starf í þágu menningarmála fyrir samfélagið. Finnastöðum í nóv. 1977. TIL LESENDA Vegna skrifa Ketils á Finnastöðum um merkan menningar- viðburð í sveit hans, datt mér í hug að koma því á framfæri hvort aðrir hefðu ekki löngun til að skrifa um og koma á prent frásögn af einhverju svipuðu tagi sem væri þess virði að héldist á lofti. Blaðinu væri kært allt slíkt efni og ekki sakaði það þó mynd eða myndir fylgdu efninu. — E.E. Leiérétting í ferðafrásögn Gísla Högnasonar, Læk — Bodö—Troms- ey - nóvemberblaði 1977, blaðsíðu 365, stendur í þriðju línu efst til hægri: „Sóknarpresturinn í Bodín var einnig kannski við dómkirkjuna í Niðarósi...“ o. s. frv. — Hér ætti að standa KANÚKI fyrir orðið kannski. Lesendur eru beðnir að afsaka þetta. Heima er bezt 397

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.