Heima er bezt - 01.12.1977, Síða 22

Heima er bezt - 01.12.1977, Síða 22
Ferðapistlar Símonar í Litladal Ritaðir um 1920, en nú endurritaðir og færðir til betra máls í maí 1943 af Stefáni Jónssyni á Höskuldsstöðum. XIV Vor eitt, er ég var vinnumaður hjá Jóni í Djúpadal, kom faðir minn þar snemma morguns neðan frá Höskulds- stöðum. Þetta var á föstudegi, en næsta dag var kross- messudagur (vinnuhjúaskildagi 14. maí). Faðir minn spurði Jón, hvort honum sýndist ekki ráðlegt að senda norður til Akureyrar að sækja fisk þann, er hann ætti geymdan þar. Jón tók dauft í það. Hafði hríðarveður verið um nóttina, en var nú birt upp. Kvaðst hann engan hafa til ferðarinnar. Þá sagði karl: „Láttu strákinn hann Simsa fara. Ég vorkenni honum það ekki, því að Oddur Gíslason fór í morgun fyrir Sigurð á Víðivöllum með vinnukonu til Möllers á Akureyri. Ég held hann geti haldið göturnar, þar til að hann finnur Odd.“ Jón spurði mig, hvort ég treysti mér að fara og játaði ég því, en kveið þó fyrir. Móðir mín kvað þetta ofætlun fyrir mig, en karl faðir minn hélt, að slíkt og þvílíkt væri enein háskaför. Gramdist mér við hann og bjó mig til ferðar í snatri. Ég hafði tvo hesta, er hétu Smokkur og Galti. Héldu þeir saman. Reið ég öðrum, en hafði hey á hinum. Það var um hádegi, er ég lagði af stað. En er kom fram á Norðurárdal, var snjólaust. Veður var bjart og stillt, en frost og kalt. Fór ég hægt, áði oft og gaf hestunum tuggu. Hjarnsnjór var á heiðinni norðan við Grjótá. Gekk ferðin vel, og fór ég svo ofan eftir Öxnadal. En er ég kom á móts við Þverbrekku, sá ég hross Odds í höftum þar á túninu, fór yfir um ána, gaf hestunum og hefti þá. Gekk svo heim að bænum. Ekki vildi ég vekja upp, því að langt var komið fram yfir háttatíma. Fjárhús var skammt frá bænum. Fór ég þangað, lagði svipu mína við dyrnar. Gekk ég inn í húsið. Engar kindur voru þar. Lagðist ég innst í króarhorni. Vafði gæruskinni um höfuð mér og sofnaði fljótt. Um morguninn vaknaði ég við þrusk nokkurt. Oddur var þá að opna fjárhús- dyrnar. Hafði hann séð hesta mína þekkti þá og fór að leita að mér. Sá hann svipu mína við fjárhúsdyrnar. Vissi hann þá, að ég mundi þar inni vera. Varð þar fagnaðar- fundur, því að við vorum vinir og höfðum oft sopið á flösku saman. Við hreyfinguna skalf ég sem hrísla. Lét Oddur mig þá fara með sér inn í baðstofu. Settist ég þar á rúm, framan við hjónahúsið, og Oddur hjá mér. Kom þá húsfreyja inn. Þótti mér hún ærið þung á brúnina. Ég heilsaði henni, en hún anzaði engu. Hún var með kjötsúpu, sem hún bar inn í hjónahúsið. Kallaði hún á Odd til að borða með stúlk- unni, sem hann flutti. En það var Sigurlaug Sigurðardóttir frá Miðgrund, systir Guðmundar, er síðar bjó í Ytra-Vallholti. Ég sáröfundaði þau að fá svona góða hressingu, því að mér var kalt. Að litlum tíma liðnum kom húsfreyja inn með mjólk í bollapörum. Hún var hálfvolg og flaut öll ofan á af pottahrími. Tók þá kella að opna sig. Rausaði hún um átroðning þann, er þau hjónin þar yrðu fyrir bæði dag og nótt af þessu ferðahyski, sem um dalinn færi. Það æti fólk út á húsganginn, og margt fleira rausaði hún, svo að mér alveg ofbauð. Þegar ég var búin að drekka mjólkina, sagði ég, að sinni mínu væri næst að æla henni ofan í pörin, svo að hún gæti fengið hana aftur. Þreif kella þá í pörin til sín og sagði: „Ætlarðu að gubba í pörin, bölvaður dóninn, þú skalt ekki leika þér að því. Þú getur skammast út fyrir dyr og ælt þar.“ Rauk hún svo á dyr, en ég sá að Oddur kímdi. Mér brá við þessar viðtökur og hafði ekki vanizt þeim. Gekk ég nú út á hlað, mætti þar húsbóndanum og heilsaði honum. Hann bað mig að teyma fyrir sig hest ofan að Bægisá til stúlku, sem færi vistferlum til sín í dag. tók ég þvi vel, því að mig langaði að sjá Amljót prest heima þar. Hafði ég heyrt margt af honum sagt. Lögðum við Oddur nú af stað. Teymdi ég hestinn heim að Bægisá. Vildi þá svo til, að prestur var úti á hlaði að tala við mann. Ég heilsaði honum og kvaðst vera með hest til stúlku þar, er Guðfinna héti. Prestur glotti við og mælti: „Þú ert ekki góður gestur, að taka frá mér góða vinnu- konu.“ „Ekki tek ég hana," sagði ég, „heldur bóndinn í Þver- brekku, og má mér vera sama, hvort hún fer eða verður kyrr.“ Prestur brosti og spurði mig, hver ég væri og hvaðan. 406 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.