Heima er bezt - 01.12.1977, Side 23

Heima er bezt - 01.12.1977, Side 23
Sagði ég honum deili á mér. Kannaðist hann vel við föður minn, því að oft hafði hann greitt fyrir fé Norðanmanna, þá er hann var hreppstjóri. Bauð prestur mér kaffi, en ég neitaði og sagði, að samferðafólk mitt héldi áfram. Gekk hann þá inn, en kom að vörmu spori út aftur með flösku og staup og veitti mér vín. Kvaddi ég hann svo. Náði ég Oddi fljótlega. Öfundaði hann mig af víninu, sem ég fékk hjá presti, því að Oddur var vínhneigður. Héldum við nú í striklotu inn á Akureyri. Tók Möller og kona hans vel á móti stúlkunni. Var Oddi boðið inn til þeirra, en ég tók nestismal minn og æflaði að fá mér bita. Settist ég niður sunnan undir íbúðarhúsinu. Kom þá til mín Rósa, dóttir Sigurðar bónda á Víðivöllum; hafði hún verið hjá hjónum þessum um tíma. Hún sagði: „Hættu að borða, frændi minn, komdu inn og borðaðu með þeim Oddi, þú getur borðað bitann þinn á leiðinni heim.“ Fór ég inn með henni, var Oddur þá setztur við nógan mat. Borðuðum við lyst okkar. Ætlaði ég þá að þakka frúnni fyrir, en hún sagði: „Þakka þú Rósu fyrir, hún bað mig að gefa þér að borða, sagði að þú værir frændi sinn.“ Má marka af þessu, hvað Rósa var athugul og góðkvendi. Fékk hún líka hvarvetna orð á sig fyrir hjartagæzku og var hvers manns hugljúfi. Bóndinn á Þverbrekku hafði beðið Odd að flytja fyrir sig vætt af hákarli á hesti þeim, er Sigurlaug reið norður. Hafði hann átt hákarlinn geymdan á Akureyri frá því snemma vetrar. En er Oddur tók hákarlinn, vildi ég láta vigta hann, en hann skeytti því ekki. Tók ég nú fisk þann, er ég var sendur eftir, keypti nokkur brauð og smádót. Fram að Þverbrekku komum við litlu fyrir rökkur. Fengum við húsfreyju hákarlinn, því að bóndi var úti að sýsla við kindur. Hún bauð okkur inn, og fékk ég nú heita kjötsúpu. En er við vorum búnir að borða, kom húsfreyja inn með fasi miklu Sagði hún, að sér þætti ekki góð skil á hákarl- inum. Það vantaði átta merkur upp á vigtina við það, sem hann hefði átt að vera. Við brugðumst illa við og afsök- uðum okkur. Dóttir hjónanna og nýkomna stúlkan sátu á rúmi innst í baðstofunni. Dóttirin fór þá að þagga niður í móður sinni. Oddur færði sig þá til stúlknanna. Lét þá sú gamla dæluna ganga. Tók þá Oddur til máls og var alltaf á móti húsfreyju, þar til dóttirin sagði, að hann drægi að henni háð. „Gerir hann það, bölvaður glanninn,“ sagði kella, laut að mér og spurði: „Hvemig maður er þessi Oddur?" „Oddur er að mörgu leyti góður drengur," svaraði ég, „en hann er voða kvensamur og hefir hylli hverrar konu, sem hann vill.“ Þá yggldi hún brýmar og gekk fram. í þessu kom bóndi inn. Heilsuðum við honum, en hann tók því stuttlega og sagði: „Mér þykir það skrítið, að það vantar sex merkur upp á hákarlsvigtina.“ Oddur þagði, en ég reiddist og sagði: „Þá þykir mér það líka skrítið, að ykkur hjónum ber ekki saman um vigtina, annað segir að vanti átta, en hitt sex merkur. Líka hugsaði ég, að þú værir svo hygginn, gamall bóndinn, að þú gætir skilið það, að hákarlinn hafi getað létzt í opnum grindahjalli siðan í haust. Finnst okkur lítið í það varið, eftir að hafa flutt hann til þin, að fá dylgjuorð í staðinn. En ef þú heldur, að við höfum stolið af hákarlinum, munum við óhræddir mæta, hvar sem er.“ Heldur dró niður í bónda, gekk hann fram og sagði um leið: „Þetta getur verið, að svona sé.“ „Þá var betra að láta vigta hákarlinn,“ sagði ég við Odd, „eins og ég vildi að gert væri.“ Oddur gegndi engu, en ég sá, að honum gramdist stór- lega við orð húsbónda. Samt bauð bóndi okkur kaffi og var hinn hressasti, áður en við fórum. Um háttatíma lögðum við á stað frá Þverbrekku. Segir ekki af ferð okkar vestur, en hún gekk greiðlega. Komum við um dagmál að Víðivöllum, en ég heim að Djúpadal fyrir hádegi. Var þá hvítasunnudagur. Jón kom á móti mér með blíðu og bauð mig velkominn, „og fljótur hefurðu verið, en mjóslegnir þykja mér hestarnir.“ „Óskemmdir munu þeir vera,“ anzaði ég hálf þurrlega. Kallaði Jón þá á mig inn í stofu og hressti mig vel á víni. XV Eitt haustið sem ég var vinnumaður hjá Jóni í Djúpadal, var ég látinn fara í þriðju göngur á Silfrastaðaafrétt. Hreppstjórar voru þá Jóhann Hallsson á Þorleifsstöðum og Jónas Jónatansson á Silfrastöðum. Áttu þeir að sjá um fjallskil og vera gangnaforingjar, annarhvor þeirra. Ég reið af stað og fann Jóhann á Þorleifsstöðum. Hann kvaðst ekkert fara í göngurnar, en Jónas gæti stjórnað þeim, því að hann væri nær afréttinni. Hélt ég nú og fleiri gangnamenn í Silfrastaði. Jónas hreppstjóri færðist undan að fara. Bað hann Pál á Syðri-Brekkum Pálsson, jafn- gamlan mér, stóran og hraustan, að stjórna göngunum. Kvaðst Páll skyldu gera það, ef ég vildi vera honum til aðstoðar, þar eð hann var ókunnugur í afréttinni, en ég vel kunnugur. Var ég til með það, því að ég treysti á dugnað °g hyggindi Páls. Riðum við svo fram að Kotum. Vorum við tólf saman, og lá vel á drengjum um kveldið. Daginn eftir gengum við Vesturafréttina og fundum talsvert af kindum. Að morgni næsta dags fórum við að leita í Austurafréttinni. Átti ég að ganga í Kleifum. Var með mér Ólafur Helgason, sem alizt hafði upp hjá föður mínum, röskleikamaður til gangs, lítið eitt yngri en ég. Við fundum tvö mislit lömb neðan við Kleifastallinn. Þau voru frá Miðhúsum. Gengum svo fram Kleifar. Kom þá koldimm logndrífa. En er við vorum komnir um miðjar Kleifar, hvessti og gerði grenjandi skafhríð á móti okkur. Var þá tilgangslaust að fara lengra, snérum aftur sömu leið, tókum lömbin og rákum þau ofan í Land (svokallað). Þegar þangað kom, var logn, en sótsvört logndrífa. Vildi Ólafur þá leita á að ganga nokkuð til hægri handar, en það vildi ég ekki, því að ég óttaðist, að við lentum í Heima er bezt 407

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.