Heima er bezt - 01.12.1977, Side 24
Valagilinu. Varð okkur töluvert sundurorða, en þó réð ég
stefnunni og komum við ofan á götu mitt á milli Hrafns-
gils og Valagils. Héldum við nú heim að Fremri-Kotum.
Voru þá engir gangnamenn komnir þangað úr fram af-
réttinni, og ekki komu þeir þar um kveldið. Gistum við á
Kotum og hélzt logndrífan mestalla nóttina.
Um morguninn var bjart veður, en ógnarlega mikil
lognfönn var komin. Fórum við Ólafur fram eftir að vitja
um félaga okkar. Höfðu þeir allir gist í Krókárgerði. Þegar
við komum að Norðurá, voru þeir að reka féð yfir hana.
Klesstist fönnin bæði í fé og hunda, svo að skera varð úr
þeim snjóinn.
Erfiðlega gekk að koma fénu ofan að Kotum. Þar
skildum við það allt eftir. Þótti ófært að reka það lengra,
því að snjór tók hrossum í kvið og jafnfallinn. Nú lögðu
allir af stað. Ólaf vantaði hest sinn. Hann fundum við á
Ketilsstaðagrundum. Stóð hann þar í hafti, glorhungrað-
ur. En er við komum á Gvendarnes og horfðum út eftir,
sást að norðurundan var fönn skafin af hryggjum öllum
og hæðum, en hver lækjarspræna full af snjókrepju.
Þóttumst við þá þess fullvissir, að norðan stórhríð hefði
daginn og nóttina áður verið niðri í sveitinni.
Af Gvendarnesi vildum við komast á Norðuráreyrar,
en stórskafl og kaffenni var ofan að nesinu að fara. Rák-
um við lausa hesta í skaflinn. Fóru þeir fram úr honum, en
snjór gekk yfir hryggi. Fóru svo hnakkhestarnir í slóð
þeirra. Stigum við þá á bak, en á Bessakotseyrum sáum
við kind á milli kvísla, líkasta klakastump. Bað Páll mig að
rétta sér hana á bak, en ég kvaðst ei treysta mér að lyfta
svo þungu hlassi, en ég skyldi reyna að reiða hana, ef hann
lyfti henni á bak. Gerði hann það, en sagði um leið, að
hún væri það sem hún sýndist. Virtist mér honum veita
erfitt, þótt sterkur væri. Ekki gat ég reitt hana nema annar
héldi við hausinn, því að hún var hál sem klakastykki.
Ekki gátum við greint lit hennar, en síðar frétti ég, að hún
hefði verið svarthöttótt. Komum við henni á gras, og fór
hún að bíta.
Við riðum út eyrarnar, allt að Skeljungshöfða, og
komum að Silfrastöðum. Þar fréttum við, að heimapiltar
þar hefðu daginn áður í hríðinni verið að reyna að smala
saman fé sínu. Þá um kveldið vantaði einn gangnamann
þeirra, Eggert Egilsson, mág Jónasar bónda. Hafði hann
hrapað á barminum á Heimara-Selgilinu, lent þar á
skeiðarstalli, þorði ekki að hreyfa sig en gróf sig ofan í
snjóinn. Þar var logn á honum. En er hann heyrði hóið og
köllin í leitarmönnum, öskraði hann á móti líkt og
Glámur forðum, svo að drundi í hömrum. Hjálpaði það
til, að þeir fundu hann. Síðar sannfrétti ég, að kvöldið sem
Eggert vantaði, þóttust stúlkurnar á Silfrastöðum heyra
hann þramma innan um bæinn þar á frosnum skóm.
Sögðu þær hann mundi dauður vera og afturgenginn;
þorðu þær ekki um þvert hús að ganga. Eggert þessi var
frekar lítilsigldur, einkennilegur um margt og bamalegur
meinleysingi.
Frá Silfrastöðum fórum við sem leið liggur út að
Víðivöllum. Var þá komið að rökkri. Vildu hjónin þar,
Sigurður og Sigurlaug, hýsa okkur, en við vildum halda
áfram. Höfðu nú gangnamenn fækkað mikið, því að
margir voru úr Fram-Hlíðinni, og hafði þar hver farið
heim til sín.
Hálfilla gekk okkur að komast yfir Víðivallalækinn, en
þó var Miklabæjarlækurinn stórum verri. Stóð hann full-
ur af krapi Rákum við hestana yfir hann. Þó varð það, en
umbrot mikil urðu hjá þeim. En við fórum lausir langt
uppeftir, og komumst þar yfir lækinn. Ég fór að Hösk-
uldsstöðum til Stefáns bróður míns, gisti þar, en Páll fór
að Stóru-Ökrum til gistingar við þriðja mann. Var ég þá
orðinn mjög slæptur af öllu þessu ferðavolki.
Morguninn eftir lögðum við bræður af stað upp að
Djúpadal. Átti Stefán sumt af kindum sínum þar efra. En
er við komum þangað, varð Jón bóndi okkur feginn, því
að allt fé þar óvíst nema það, sem hafði verið á dalnum
milli sels og bæjar. Logn hafði verið á dalnum, eins og
jafnan í norðanátt, en ofan fönn jafnfallin. Drukkum við
nú kaffi og lögðum svo af stað fjórir. Voru það auk okkar
bræðra Jón bóndi og Pétur Guðmundsson vinnumaður.
Var hann að ýmsu nokkuð duglegur, en þungur til gangs.
Héldum við nú fram á Djúpadalssel. Sáum við þá, að
aulað hafði af hæðum og hryggjum að sunnanverðu í
Tungufjallinu. Skiptum við nú liði. Fórum við bræður að
sunnan í Tungufjallið, en hinir gengu fram dalinn.
Þegar við bræður komum fram á fjallið, voru skaflar
miklir. Fékk Stefán fullan skerf sinn að troða þá, því að
hann var á þeirri tíð með allra röskustu og léttustu
mönnum til gangs, og harðfengi eftir því. En er við kom-
um á Víðivelli, fremst í Tungufjalli, var þar margt fé.
Áttum við erfitt með að koma því saman og upp úr
bökkunum, því að ég var linur að draga féð í sköfum og
kraftalítill. En fyrir harðneskju Stefáns unnum við sigur á
þeim erfiðleika. Hvíldum við okkur þá litla stund. Snérum
við þá heimleiðis með féð. Stefán fór á undan og tróð
skaflana, en ég rak féð. Rökkur var komið, er við vorum á
Tungufjallsbótum. Skildum við féð þar eftir. En er við
komum á Selgrundir, sáum við engin merki þess, að þar
hefði fé verið rekið. Gengum við þá slóð okkar heim að
Djúpadal. Var þá verið að drekka kaffi, þegar við gengum
í baðstofu. Jón bauð okkur velkomna og spurði, hvemig
okkur hefði gengið. Stefán sagði allt sem var, og spurði,
hvort þeir hefðu ekkert fundið.
„Við fundum margt,“ sagði Jón, „og er það flest í Fyl-
hólahvamminum, og situr þar, því að ég álít, að ómögu-
legt sé að koma því þaðan.“ Var auðheyrt að nokkurs
vonleysis kenndi í rödd Jóns.
„Sáuð þið Bíld þar?“ spurði Stefán.
„Já,“ sagði Jón, „hann var þar.“
„Bágt á ég með að trúa því,“ sagði Stefán, „að ekki sé
hægt að koma fénu þaðan, fyrst Bíldur er þar, og ef svo
reynist, mun það vera algjör ófæra.“
Þá sagði Pétur: „Þú munt komast að raun um það,“ og
hafði í háðsglósum um Bíld.
Stefán mælti þá: „Faðir minn bað mig að skera Bíld, ef
engir möguleikar væru á að koma honum til húsa. Lofaði
ég því. Er ég staðráðinn í að fara frameftir og sjá, hvemig
umhorfs er.“
408 Heima er bezt