Heima er bezt - 01.12.1977, Síða 26

Heima er bezt - 01.12.1977, Síða 26
Ogleymanleg jól Það mun hafa verið árið 1924. Við áttum þá heima á bænum Óseyrarnesi, skammt vestur af Eyrarbakka. Faðir minn var þar ferjumaður yfir Ölfusá. Af okkur tíu syst- kinunum, er þá lifðu, vorum við fimm hin yngri heima, og var ég þeirra yngst, sjö ára. Elstu systkinin fimm voru hingað og þangað að vinna fyrir sér, eins og kallað var. Bræður mínir þrír, er heima voru, gengu í skóla út á Eyrarbakka, um klukkutíma gang, en við systurnar tvær vorum of ungar til þess. Nokkru fyrir jól var það svo að bróðir minn, Guðjón að nafni, kom veikur heim úr skólanum og lá hann lengi veikur. Ekki man ég að vitjað væri læknis, en alltaf man ég hve hann var slæmur í augunum og þoldi enga birtu. Þetta voru mislingar sem að honum gengu, en ég held að for- eldrar mínir hafi ekki gert sér grein fyrir því fyrr en seinna hvað að honum gekk, því að mislingunum sló inn sem þótti miklu verra, en brutust lítið sem ekkert út á líkam- anum. Nú leið að jólum — og mikil var tilhlökkunin. Mamma bakaði og hreinsaði, og Guðjóni bróður var farið að skána. Á aðfangadagskvöld skreyttum við hesputréð hennar mömmu og höfðum fyrir jólatré og röðuðum á það kert- um. Mamma las húslesturinn og þá var nú betra að vera stilltur. Ekki var neitt sælgæti sem við fengum, en mamma skammtaði okkur á sinn hvern diskinn kökur og þrjá hvíta sykurmola, og þótti okkur það mikið nýnæmi, því að alltaf var kandíssykur með kaffinu. Þetta var nú heldur gaman að mega fá sér bita þegar við vildum, - og kannske mundum við vakna í nótt og þá var blessað jólaljósið logandi og ekki amalegt að geta fengið sér smá bita. 410 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.