Heima er bezt - 01.12.1977, Side 27

Heima er bezt - 01.12.1977, Side 27
En gamanið fór af. Á jólamorguninn klæddum við okkur hress og kát. En um hádegið segja báðir bræður mínir um svipað leyti: „Mamma, mér er eitthvað illt, ég ætla í rúmið aftur.“ Og um kvöldið segjum við systir mín það sama. Við vorum þá öll fjögur komin með mislingana og urðum mjög veik,— svo veik að enginn hafði lyst á bitan- um sínum og þessum snjóhvíta sykri. Allt þurfti að treina sér, ekki var svo mikið til að hægt væri að gefa okkur meira. Úti var mikill snjór og frost, en ekki var neinn hiti í baðstofunni. Svo hagaði til, að þrjár tröppur voru niður í eldhúsið, þar sem einhverrar hlýju var von, svo að mamma eldaði á prímus inni hjá okkur, ef það gæti gefið einhvern hita. En þegar mamma er að snúast í kringum okkur, verður einhverju okkar að orði: „Mamma, ósköp ertu skrítin i framan.“ Þegar farið var að aðgæta kom í ljós að mamma var líka komin með mislingana. Hún hélt að þetta gæti ekki verið, því að hún hefði fengið þá þegar hún var krakki. Pabbi dreif hana í rúmið og fór síðan út á Bakka, þar sem hann talaði við lækninn, Lúðvík Nordal, og fékk þær upplýsingar, að hægt væri að fá mislinga aftur eftir 40 ár. Nú var farið að reikna út þegar heim var komið, og passaði það að fjörutíu ár voru liðin síðan hún hafði fengið þá. Mamma varð ekki mikið veik, lá aðeins í nokkra daga. Já, nú var svo komið á sjálfum jólunum að mamma og við systkinin lágum öll rúmföst í mislingum. En vel kom sér að Guðjón var orðinn sæmilega hress, því að hann varð að taka við hjúkruninni. Pabbi hafði nóg að gera utanhúss, hugsa um skepnumar og huga að mannaferð- um, ef einhver þyrfti að fá sig ferjaðan yfir ána, — og það kom að því. Einn daginn kom pabbi inn í leiðindaveðri og sagði að maður væri úti á Eyri, sem kallað var, hinum megin við ána. Allir vissu hvað það þýddi. Einhver þurfti að komast yfir, sennilega að vitja læknis út á Eyrarbakka. Flestar voru ferðirnar þessleiðis, nema þegar menn voru að koma og fara í verið. Enginn var heima til að fara með pabba, nema Guðjón, þó að hann væri nýstiginn upp úr mislingunum. Ferðin gekk vel, en hraustur varð Guðjón aldrei eftir þessi veik- indi. Ekki man ég hvað bræður mínir lágu lengi, en við systumar lágum á aðra viku. Mikið var nú gott að vera komin á fætur aftur. Og þetta líka blessað góða veðrið, - og snjóskaflinn upp undir glugga. Gaman væri nú að skreppa aðeins út í snjóinn, það ætti ekki neitt að saka. Og út stálumst við systurnar og lékum okkur þar góða stund. Þegar við komum inn fengum við mjðg mikil upp- köst, urðum veikar aftur og lágum í viku í viðbót. Að öðru leyti varð okkur ekki meint af. Þetta er ein þeirra bemskuminninga sem mér er einna hugstæðust. Lilja Sigfúsdóttir, (Kirkjubce, Vestmannaeyjum). Sinn er siður í landi hverju Framhald af bls. 394. ________________________ sögnum um álög, drauma, feigðarsjónir o.s.frv.). Nú er í ráði að ganga skipulegar til verks og sinna þá ekki hvað sízt þjóðháttum. Formáli áðurnefndra dreifibréfa er enn í fullu gildi, og þykir hlýða að árétta, að „ ... allt er mikils virði, smátt og stórt, í þessu efni, því að kornið fyllir mælinn í því sem öðru“. Eftirleiðis verður gripið niður í spurningalista dreifi- bréfanna varðandi ýmsar greinar þjóðfræðinnar, og les- endur beðnir að bregðast vel við og svara. Víðar verður leitað fanga um spurningar. Heima er bezt snýr sér fyrst og fremst til eldri kynslóðarinnar með bón um fyrir- greiðslu, og væntir þess, að hin yngri kynslóðin sýni mál- inu skilning og hripi niður frásgnir þeirra, sem eiga orðið erfitt með að halda á penna. Það skal tekið fram, að blaðinu er fengur í hvers konar frásögnum þjóðfræðaleg- um, þótt þær séu ekki á neinn hátt bundnar við fyrir- spumir hverju sinni. Hér er svo að lokum drepið á nokkur atriði, sem fróð- legt væri að fá bréf um frá lesendum: 1. Kannast þú við ömefni, sem hafa usl að fyrsta atkvæði? (svo sem uslarétt, o.s.frv.). Hefurðu heyrt orðið í merkingunni ágangspeningur (óskilapen- ingur)? 2. Sagnir um feigðarboð. 3. Sagnir um berdreymi. 4. Sagnir um fjarsýni. 5. Við hvað var átt með velferðarbita? 6. Með hvaða hætti var kóngsbænadagurinn haldinn hátíðlegur? 7. Kanntu sagnir um sólardansinn? 8. Hefurðu heyrt sagnir um, að venja hafi verið að hýða böm á föstudaginn langa? 9. Hvaða fiskar voru happadrættir og hverjir ódrættir og hvers vegna? 10. Hverjir voru helztu fyrirboðar um aflabrögð? 11. Voru menn misjafnlega góðir til áheita? Og hvað olli því? 12. Sagnir um sérlegar venjur manna. 13. Hver eru sjóvíti, töluð eða gerð? 14. Hvaða vamir þóttu beztar við hita í heyjum? 15. Pinnaleikur kallaðist eins konar knattleikur og ber sögnum ekki saman um, hvernig hann fór fram, en trúlega er hér um að ræða leifar knattleiks fom- manna. Leikurinn virðist og af sumum hafa nefnzt soppleikur eða jafnvel boltaleikur. Ólafur Davíðsson segist hafa lært hann ungur, en stein- gleymt honum og telur hann lítt þekktan um aldamótin. Þó er vissa fyrir, að hann var leikinn sums staðar norðanlands löngu eftir daga Ólafs. - Gaman væri að fá nákvæma lýsingu af leik þess- um (leikreglum og hvaða hluti þurfti til leiks). Hefjizt svo handa, góðir hálsar, - leggið ykkar af mörkum. Útgefandi. Hehna er bezt 411

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.