Heima er bezt - 01.12.1977, Síða 29

Heima er bezt - 01.12.1977, Síða 29
Stundum klúr í orðum er, augun hörð sem tinna. — Ef hann fyrir einhvern ber, eigi þeir sem finna. Sporin stirðu fjaðra fljót forlát, systir góða. Borin hirðir blaði mót þau bætist kost við glóða. Á vondu ári, 1815, þegar stórhríðin hóf gnauð sitt á gaddfreðnum híbýlum eyfirðinga og ís teygði helkaldar krumlur sínar uppí fjörusteina og bannaði allar lífsbjargir, var sú fregn óðum að berast út að góðviljaðir og mennt- aðir útlendingar hygðust gera skáldklerkinn á Ytri-Bægisá að frægðarmanni fyrir þýðingar sínar á er- lendum skáldverkum. Sögur fara ekki af því hvort eyfirðingar hafi orðið sérlega uppveðraðir yfir þessu skyndilega gengi hins glettna og fátæka skáldklerks. Má ætla af árferðinu að þeim hafi verið meira í mun að komast yfir leyndardóm þeirrar formúlu hans hvernig hægt væri að metta svangan kvið með snjó og vindi, fremur en gleðjast yfir því hvernig farið væri að því að aðlaga útlendar, kristilegar og háheimspekilegar vanga- veltur um stöðu mannsins í tilverunni að mýkt móður- málsins. Að minnsta kosti mætti ímynda sér að 19 ára gamall unglingur, Hjálmar Jónsson á Blómsturvöllum í Lög- mannshliðarsókn, hefur kært sig kollóttan yfir þessari upphefð nágranna síns, „Bægisárskalla“. HJÁLMARSLÝSING Þekki eg mann í Þjófahlíð, — þykir að slíku gaman — hans er brúnin blökk og síð, bjartur ekki í framan. Herðalotinn, limamjór, lítið kann til verka, hálslangur og höfuðstór, með höndina eigi sterka. Hefir tíðum hósta og kvef, hann þó róli á ferli, axlahár með íbjúgt nef, aulalegur á velli. Reiðigjarn og þykkjuþrár, þegninn kann að blóta, lastyrðin og lygaspár lætur af vörum fljóta. Mjög er tungan málaóð, masið lítt þó skorði, skáldar tíðum skothent ljóð, skökk í hverju orði. Vættir tvær að vigt er sá, — vitni rétt skal bera; aldrei nærri meyjum má maðurinn þessi vera. í Lögmannshlíðarsókn var það á margra vitorði að þessi ungi maður kynni að smíða vísur. Meira að segja voru þeir menn til þar um slóðir sem spáðu því að hann ætti eftir að verða skáld og hlógu dátt að yrkingum hans. í þessari friðsömu sveit voru einnig til menn sem síst var hlátur í huga yfir meinlegu vísnaskaki þessa renglulega og viðskotsilla unglings, og svo fór að sóknarpresti hans fannst hann vera „hneykslanlegur og blygðunarlaus limur Lögmannshlíðarsóknar". M. a. vegna vísnaskaksins þurfti hann að hrökklast úr sveit sinni og ílentist að lokum vestur í Skagafirði þar sem hann gerði garðinn frægan undir nafninu Bólu-Hjálmar. Ég bý ekki yfir þeirri vitneskju að geta frætt lesendur um hvenær á efri árum séra Jón á Bægisá hefur ort Sjálfslýsingu, en það kæmi mér ekki á óvart þótt hún hefði orðið hvati, eða jafnvel bein fyrirmynd, unga skáldefninu á Blómsturvöllum að gera sína, því hann yrkir Hjálmarslýsingu árið ’8’8 þegar hann hneykslaði sóknarprest sinn hvað mest og málavafstur hlaust af. Um margt eru þéssar sjálfslýsingar afar líkar. Ekki fann ég upplýsingar um lag við Hjálmarslýsingu í Þjóðlagasafni séra Bjarna. Af því er þó ljóst að mikið hefur verið sungið af kvæðum Hjálmars, einkum undir rímnalögum. Elskar jafnan stykkjasteik strákurinn ólánssamur; hnútukasti og hráskinnsleik hann er allvel tamur. Hann af allra hrösun gleðst, sem hundur sat við spýju; aldrei græðgin í honum seðst, þó eti mat við tíu. Elur lýsnar, orma og flær með argan letidofa, þegar í magann fylli fær, fer hann strax að sofa. Kannske ei trútt um kauða þann, að kýmar muni totta, til nýtra verka neitt ei kann, nema að skafa potta. Oft í hrösun fellur flatt, friðnum má svo glata, en það líka eins er satt, allir manninn hata. Heima er bezt 413

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.