Heima er bezt - 01.12.1977, Blaðsíða 31
í síðasta þætti minntist ég á Guðnýju frá Klömbrum.
Árið 1815, þegar hinn góðviljaði prestlærði enski púritani
og ferðalangur, Ebenezer Henderson, gerði sér ferð til
skáldklerksins á Ytri-Bægisá og hugðist auka á skáld-
frægð hans, var Guðný 11 ára prestsdóttir á Auðbrekku í
Hörgárdal. Þangað lágu þá allar leiðir því að faðir hennar,
séra Jón Jónsson, var ekki eingöngu úrvals sálusorgari
heldur og snjall læknir sem fjöldi kom til að leita sér
lækninga. Það er vitað með vissu að fátæka prestsheimilið
á Auðbrekku var mikið menningarheimili og presturinn
þar lét sér mjög annt um andlega uppbyggingu ungmenna
í sókn sinni. Það stappar því nærri fullvissu hjá mér að
honum sé meira að þakka í menningarefnum sveitar
sinnar á þessum árum, en menn almennt hafa gert sér
grein fyrir. Því má bæta við að á prestsheimilinu á Auð-
brekku var talsvert um söng og músík.
Árið 1917 fluttist Guðný svo með föður sínum að
Stærra-Árskógi þar sem hann varð prestur í níu ár á
þessum fæðingarstað sínum. Eftir það lá leiðin til Grenj-
aðarstaðar í Suður-Þingeyjarsýslu, og af því heimili
gengur mikið menningarorð.
í síðasta þætti birti ég það kvæði Guðnýjar sem mér
finnst merkast. Annað kvæði Guðnýjar, Endurminningin
ersvo glögg, mun fyrst hafa birst í Fjölni, 3. tbl., 1837. Hér
verður birt kvæði eftir hana sem nefnist Brot. — Þess skal
svo getið að heildarsafn kvæða Guðnýjar, Guðnýjarkver,
var prentað árið 1951 í vandaðri umsjón Helgu
Kristjánsdóttur frá Þverá sem ritaði þar æviþátt höfundar.
BROT
Forðum úti á víðavangi
var ég ein á hægum gangi,
þar mér úti þótti frítt.
Allur sýndist ami fjarri,
ótal dýr og fuglar nærri
fold algræna fengu prýtt.
Þankinn var í þungum önnum.
Þama stóð ég ein af mönnum,
lá því við að leiðast mér.
Eg óskaði, að eitthvað mætti,
sem ólundina mína bætti.
Oft kemur gott, þá getið er.
Auga þegar við ég vendi,
varð mér litið unglegt kvendi,
er alltaf færðist nær og nær.
Sú var mædd og sein í gangi,
sem hún bæri þungt í fangi,
enganveginn ferðafær.
Sá ég glöggt, að svona var hún:
Sár-einbrotin klæði bar hún,
sem á kroppnum sátu nett.
Hvergi hafði gull til glansa,
gimstein eða blómsturkransa,
henni slíkt þó hæfði rétt.
Höfuð allt var hulið lokkum,
sem hrundu niður í bognum flokkum,
andlitið því ég ekki sá,
þar til Kára blær því breytti.
Blóma þann, er hana skreytti,
drósin fékk ei dulið þá.
Ennið kúpta, breiða og bjarta
með blíðu og dökkva svipnum skarta
sýndust brúna blá við ljós.
Roðann hafði kinna klára.
Komst ég við, því straumur tára
hrundi um vanga á hringarós.
Hún mig tjáði síðan sæla.
Svona fyrst hún tók að mæla
sinnar ævisögu þátt:
Eg hefi ferðast æði lengi,
ýmist regn eða sólskin fengið,
geð samt borið get ei hátt.
Eg nam fyrst í æsku kanna
eftirlæti foreldranna.
Heilsa og þroski hresstu mig.
Andvara samt ég á mér hafði,
sem umvöndunar skyldan krafði.
Hún er jafnan söm við sig.
Fleiri ljóð birtast þá ekki að sinni. — Lesendum óska ég
öllum árs og friðar.
E. E.
Vetramótt.
Frostið sprengir freðna jörð
fjöllin syngja undir,
kólgu bólstrar kýfa skörð,
klaka þil um grundir.
Ásýnd nætur eins er þreytt
undir morgun dofin,
fölur máninn brosir breitt
brýst um skýja rofin.
Þú undir sæng er sefur rótt
sætt og varla dreymir,
trúir vart hve tungsskins nótt
töfra marga geymir.
Jón M. Pétursson frá Hafnardal.
Heima er bezt 415