Heima er bezt - 01.03.1982, Síða 2
Reyklaus dagur
Þann 9. mars var reyklaus dagur.
Áhugamenn um takmörkun reykinga
völdu hann til þess að vekja eftirtekt á
baráttumáli sínu og treysta fylkingu
sína í styrjöldinni gegn tóbakinu, og
þá umfram allt gegn sígarettunum,
sem flestum kemur saman um að sé
mesti bölvaldurinn. En hversvegna
láta menn svona um tóbakið, spyrja
margir. Hafa menn ekki um mörg
hundruð ár notað tóbak í ýmsum
myndum og enginn hefir æmt né
skræmt? Svarið er auðfundið. Tím-
arnir hafa breyst og með breyttum
tímum hefir þekkingin aukist. Það
sem fyrrum var talið gott og blessað í
skjóli vanþekkingarinnar, hefir reynst
hættulegt böl, þegar vanþekkingar-
hjúpnum var svift brott. Vísindin, og
þá einkum læknavísindin hafa komist
að raun um að margt það, sem
hættulegast er heilsu manna og lífi má
rekja til tóbaksins, og á það þó eink-
um við krabbamein, þ.e. sérstakrar
tegundar þess og ýmissa hjartasjúk-
dóma. En þessir sjúkdómar eru nú
einna mestir bölvaldar í lífi nútíma-
mannsins og valda dauða fjölda
manna löngu fyrir aldur fram. Enda
þótt vísindunum hafi oft skjátlast, þá
eru staðreyndirnar í þessu efni orðnar
svo margar og augljósar, að enginn
maður með fullri skynsemi og hugsun
leyfir sér að neita þeim. En samt
reykja þeir. Og á sama tíma og for-
eldrar og kennarar brýna fyrir börn-
um sínum að reykja ekki eða hætta
reykingum, hafi þau byrjað, reykja
þeir sjálfir eins og ekkert hafi í skorist.
f því sambandi kemur mér oft í hug
saga af gömlum námsfélaga mínum,
sem byrjað hafði að reykja á barns-
aldri og var flestum okkar félaganna
ötulli við sígarettuna. Faðir hans var
mikill reykingamaður, enda sagði
vinur minn um hann: „Ég sá hann
aldrei taka út úr sér pípuna nema
meðan hann át eða skipti á henni og
vindli, og svo auðvitað þegar hann
r
skammaði mig fyrir reykingarnar“. Er
nú hægt að ætla að áminningar okkar
gömlu tóbakskarlanna hafi mikil
áhrif, þegar svona er að þeim staðið?
Unglingarnir sjá karlana reykja og
kerlingarnar líka nú í seinni títtíð, svo
að alls jafnréttis sé gætt, og þeir sjá
líka, að þau eru við góða heilsu, þótt
tekin séu að reskjast. Er þá nokkur
ástæða til að trúa öllu þessu um
óhollustuna af reykingum, má ekki
ætla, að við sleppum eins vel og þau?
En málið er ekki alveg svona einfalt.
Sem betur fer þola sumir menn reyk-
ingar svo vel, að ekki verður séð, að
þeir bíði heilsutjón af þeim. Það
sannar vitanlega ekki, að tóbakið sé
skaðlaust, fremur en halda ætti því
fram, að t.d. inflúensa væri ekki smit-
andi farsótt af því einu, að alltaf
sleppa einhverjir við að sýkjast, þegar
faraldurinn genguryfir. í rauninni má
líkja þessu við happdrætti, einhverjir
hljóta vinninginn, þó að hinir séu
vitanlega margfalt fleiri sem ekkert fá.
Samt spila menn alltaf í happdrætt-
inu, og á líkan hátt treysta þeir því, að
þeir sleppi við öll óþægindi af reyk-
ingunum, enda þótt þeir, sem sleppa,
séu margfalt færri hinum: Það liggur
við að möguleikinn að losna við öll
óþægindi af reykingum nálgist það að
vera hinn sami og spila í happdrætti
þar sem vinningsmöguleikinn nálgast
núll. Hver mundi sækjast eftir því. En
sem sagt þá er engu líkara en allur
þorrinn láti sér sem vind um eyrun
þjóta allt, sem læknar og heilsufræð-
ingar segja um skaðsemi reykinganna.
Ég ætla því ekki að fjölyrða meira um
þá hlið málsins. Þar trúa allir á, að
þeir hljóti vinninginn og haga sé eftir
því.
En það eru fleiri hliðar á málinu.
Eitt af því sem blasir skýrast við er
kostnaðurinn af reykingum. Um hann
verður ekki deilt, og á þeim tímum,
sem allt snýst um verðbólgu, kaup-
mátt og kjaradeilur, kemur ekkert
happdrættissjónarmið fram. Allir
verða að greiða sitt gjald, hversu vel
eða illa þeir sleppa við skaðsemi
reykinganna. Það kallast naumast
meira en meðalneysla ef maðurinn
reykir einn pakka af sígarettum á dag.
Hann kostar sem næst 20 krónum.
Það sýnist ekki svo mikið, en er þó
7.300 kr. á ári eða 730 þúsund gkr.,
sem raunar virðist orðin réttasta við-
miðunin þegar um hina sífallandi ný-
krónu er að ræða. Þetta er skatturinn,
sem reykingamaðurinn greiðir fyrir
tóbakið, sem hann ef til vill um leið
geldur heilbrigði sína fyrir, eða nokk-
ur ár af æfi sinni. Ef til vill ættum vér
öll að skilja þetta í allri þeirri síbylju,
sem á oss dynur um verðbólgu og
kjararýrnun, sem þó er raunar ekki
meiri en vert er í öllu því ráðleysi og
hrunadansi, sem einkennir þjóðlífið.
En ég spyr: væri ekki raunveruleg
kjarabót í því að lækka skattinn sinn
um 20 krónur á dag, eða þó öllu
heldur um 40 krónur ef um hjón er að
ræða, og kannske eru fleiri í fjöl-
skyldunni til að hækka skattinn?
Hann getur léttilega hækkað í 100
krónur. Og þá fer að muna um
sparnaðinn. Ég efast ekki um að fjöl-
skyldan gæti gert ýmislegt til að létta
sér lífið fyrir þá kjarabót.
Aldrei situr sú ríkisstjórn að völd-
(Framhald á bls. 106)
74 Heima er bezt