Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1982, Qupperneq 5

Heima er bezt - 01.03.1982, Qupperneq 5
Lómatjörn íHöfðah verfi. gott kúabú, því mikla mjólk þurfti handa svo mörgu fólki. Mamma var mikil tóskaparkona og var á hverjum vetri tætt og ofið heima, því mest var gengið í heimaunnum fötum. Veturinn sem séra Sveinbjörn Högnason var prestur í Laufási, kom hann eitt sinn í Lómatjörn og sagði frá, er heim kom, að þarna hefði verið gaman að koma, því þar var verið að spinna á spunavél, prjóna á prjónavél og vefa í vefstól. Vegna þess hve við systkinin vorum mörg, réðist faðir okkar í það að byggja myndarlega skólastofu svo ekki þyrfti að senda börnin burtu í skóla. í þá daga var skóla- tíminn stuttur, aðeins átta vikur á hverjum vetri og við vorum ekki skólaskyld fyrr en tíu ára gömul, áttum að fermast fjórtán ára. Ég fékk að verða reglulegur nemandi ári áður en til stóð, en veturna áður hafði ég alltaf setið inni í skólastofunni og fylgst með því sem þar fór fram. Ég hafði gott af því og tók vel eftir öllu. Ég man sérstaklega eftir einum kennaranum, Pétri Einarssyni, ættuðum frá Skógum í Fnjóskadal, faðir Valtýs Péturssonar listmálara. Hann var marga vetur kennari heima. Það var eitthvert metnaðarmál hjá fólkinu þarna í sveit- inni að láta krakkana sína taka fullnaðarpróf árið áður en þeim bar. Fólkinu fannst það merki þess að krakkarnir væru greindari, en þetta var óttaleg fásinna, við hefðum getað bætt miklu við okkur á einum vetri til viðbótar. Þegar ég var stelpa var hluti Bókasafns Grýtubakka- hrepps á Grenivík stundum fengið heim í Lómatjörn. Þá las ég allt sem ég gat. Kona á næsta bæ sagðist skyldi gefa mér bók ef ég yrði orðin læs sex ára. Ég var víst löt fyrst í stað við lærdóminn og ég man að mamma sagði mér að ég skyldi taka letina, binda stein við hana og kasta henni í Lómatjörnina. Þetta þótti mér óskaplega sniðugt og sagði öllum að ég ætlaði að gera þetta. Eftir að mér hafði verið heitið bókinni var ég duglegri, ég vildi eignast bókina og hana fékk ég þegar ég var sex ára, þá dæmdi konan mig læsa. Þessi fyrsta bók mín var För Gullivers til Putalands. Á þessum árum var ekkert sjónvarp og ekkert útvarp en það var mikið lesið upphátt á kvöldvökunum heima og ég held að slíkt sárvanti nú til dags í skóla og á heimili. Börn þurfa að læra að lesa upphátt, já heilmikið, þá fá þau leikni. Séra Sveinbjörn Högnason var prófdómari og hann sagði eitt sinn við mig þegar ég var á heimleið frá prófi: „Þú lest vel“. Þetta þótti mér vænt um. Foreldrar mínir höfðu keypt orgel áður en ég man eftir mér og það var mikið spilað á það heima og jafnvel sungið margraddað. Mamma mín var afskaplega músíkölsk og kunni þessi lifandis ósköp af lögum sem hún kenndi okkur krökkunum. Nú er börnum sagt að læra að spila, ég aftur á móti fikraði mig sjálf áfram á orgelið við að ná lagi. Svo lærði ég nóturnar, hljóp frá orgelinu til systra minna, sér- staklega til Jóhönnu sem var organisti í Laufáskirkju og spurði hvað þessi og hin nótan héti. Heima er bezt 77

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.