Heima er bezt - 01.03.1982, Side 6
Það þótti mikið fyrirtæki þegar orgelið var keypt, en
pabbi og mamma vissu hvað við vorum tónelsk og vildu hlú
að því. Þeim var legið á hálsi fyrir þetta, það þótti óþarfi að
vera að kaupa hljóðfæri. Samt sem áður var mikið sönglíf í
Höfðahverfinu, það voru söngmenn í mörgum fjölskyld-
um. Ingimundur Ámason, síðar söngstjóri Geysis, var
uppalinn á Grenivík og var þar með stærðar kór með lið-
sinni systra sinna og sveitunga. Áhuginn var geysilega
mikill og fólkið flykktist til hans. En orgelið kom víst
örugglega að gagni, en það er nú í eigu systurdóttur minn-
ar, Laufeyjar Egilsdóttur, og síðast þegar ég sá orgelið voru
nóturnar allar gengnar niður, það er búið að spila svo mikið
á það.
Ingimundur Árnason var barnakennari á Lómatjörn
þegar ég var smástelpa, og mér er það sérstaklega minnis-
stætt að hann lét mig sitja á hnjám sér á meðan hann spilaði
á orgelið. Svo lét hann mig syngja með, eins og ég hafði
lungu til.
Eldra fólk kannast örugglega við kvöldvökurnar og á
kvöldvökunum heima var mikið sungið. Alltaf varð að
spara ljósmetið og í rökkrinu lagði eldra fólkið sig, það
mátti ekki kveikja fyrr en á vökunni.
Siðan kemur að þvi, að ég er send til Akureyrar til að
læra á orgel, tvo vetur, mánuð í einu, ekki var það nú meira.
En ég kunni þá þegar heilmikið áður en ég fór að læra hjá
kennara. Þar á eftir var ég tvo heila vetur hjá Gunnari
Sigurgeirssyni og spilaði þá einnig mikið á píanó. Hjá
honum lærði ég mikið og Gunnar var afbragðs kennari og
góður maður. Hann var sonur Sigurgeirs Jónssonar
kirkjuorganista og söngstjóra á Akureyri, sem margir
kannast við.
Ég var með þegar Kantötukórinn var stofnaður;
fjarskalega fjölmennur og góður kór. Margir góðir söng-
menn voru þar, m.a. Gunnar Pálsson, Hermann Stefánsson
og Hreinn Pálsson. Stofnandi kórsins var Björgvin Guð-
mundsson, en hann kom til Akureyrar árið 1931 og kenndi
við Menntaskólann og Barnaskólann. Björgvin vantaði
ekki viljann, hann tók tónfræði meira að segja til prófs í
Menntaskólanum. Það gekk nú ekki lengur en einn vetur.
Ég lenti í því að hjálpa einum nemanda hans til prófs, en sá
er nú æruverðugur sendiherra úti í löndum. Hann hafði
einhvern veginn komist yfir prófeyðublað, sem hann kom
með og bað mig að leysa úr, sem ég gerði. Þetta var ansi
þungt, en hann lærði þetta utanað og stóð sig því með
afbrigðum vel á prófinu. Björgvin klappaði honum svo í
bak og fyrir og sagði að hann hefði þó tekið eftir í tímum
hjá sér!
Kennslan átti illa við Björgvin, börnin voru ódæl við
hann og því illa gert að vera að pressa hann út í þetta.
Árið 1951 fór ég með Kantötukórnum til Svíþjóðar á
norrænt söngmót, sem haldið er af og til. Áður höfðu það
fyrst og fremst verið kórar úr Reykjavík sem fóru út. Þessi
för var Björgvini mikil upplyfting eftir allt kennsluþrasið.
Þegar ég var á Akureyri, var ég mikið til húsa hjá Snorra
Sigfússyni skólastjóra, hann var giftur Guðrúnu móður-
systur minni. Þegar Kantatan var stofnuð vorum við fimm
úr húsinu í kórnum og ábyggilega hefur ekki verið jafn
Foreldrar Sigríðar. Valgerður Jóhannesdóttir og Guð-
mundur Sæmundsson. Myndin er tekin á gullbrúðkaupsdegiþeirra.
Fyrsta myndin sem tekin var af Sigríði. A myndinni eru
ásamt henni Valtýr bróðir hennar (sýslumaður á Eskifirði
og borgardómari í Reykjavík) og Kjartan Runólfsson syst-
ursonur Sigríðar.
7 8 Heima er bezt