Heima er bezt - 01.03.1982, Page 7
17ára. Þessi mynd var tekin áður en Sigríður lét klippa hár
sitt.
mikill styrkur lagður til úr neinu húsi í bænum eins og húsi
Snorra.
Síðan lá leiðin í Laugarvatnsskólann, ég var þar í tvo
vetur. Á Laugarvatni byrjaði ég fyrst að slá takt, en þannig
var, að Þórður Kristleifsson lét mig spila undir fyrir kór,
sem hann æfði í skólanum. Þórður hafði mikið uppáhald á
mér, lét mig syngja einsöng og eitt sinn skipaði hann mér út
á gólfið til að slá taktinn. Ég var ekki upplitsdjörf, að slá
taktinn fyrir skólasystkini mín, en það er svo skrítið að
þegar maður er einu sinni búinn að yfirvinna fyrstu
hræðsluna, þá er eins og manni veitist það léttara næst.
Þegar ég kom af skólanum aftur til Akureyrar endur-
nýjaði ég kynnin við Björgvin og Kantötukórinn. En svo
var þarna einnig þýskur maður, Róbert Abraham, sem
síðar varð íslenskur ríkisborgari og nefndist þá Róbert A.
Ottósson. Hann auglýsti eftir fólki í tvöfaldan kvartett á
Akureyri. Allmargir gáfu sig fram í kórinn og þar á meðal
ég, því þá átti ég frekar hægt með að vera í báðum kórun-
um. Ég fékk mikla þjálfun í þessum nýja kór hjá Róbert, en
hann var fyrirtaks tónlistarmaður, bæði fær píanóleikari og
útlærður hljómsveitarstjóri.
Róbert hafði orðið að flýja Hitlers-Þýskaland vfegna þess
að hann var gyðingur, flúði fyrst til Danmerkur en var
síðan drifinn hingað til íslands. Hann kom hingað blá-
snauður, átti ekkert nema nokkrar nótnabækur, en það var
leigt handa honum píanó.“
Nú læðist Helgi Schiöth til okkar Sigríðar með mynda-
ramma í hendinni og leggur á borðið hjá okkur. f ramm-
anum er lítið prentað blað: Konsert. Sigríður Guðmunds-
dóttir, Róbert Abraham.
„Hvað er þetta?“
„Þetta er prógramm frá því er Róbert lét mig halda með
sér konsert árið 1940. Mörgum Akureyringum þótti í mikið
ráðist, þar sem þeir vissu að ég var lítið lærð. Ég treysti bara
á þennan góða kennara minn og gerði allt sem hann sagði
mér að gera. Þetta prógramm hef ég geymt vel. Það voru
ellefu lög á skránni, þar af spilaði hann tvö einleikslög, í
hinum söng ég. Ég á enn ummæli bæjarblaðanna um þessa
tónleika, þau voru mjög lofsamleg. Valdimar Steffensen
skrifaði mjög fallega, sömuleiðis Áskell Snorrason.
Þegar frá leið fannst mér ómögulegt að vera í báðum
kórunum og einbeitti mér því einungis að kór Róberts, það
voru miklu fleiri í Kantötukórnum, en hjá Róbert náði ég
mér miklu betur á strik, fékk að njóta mín og syngja t.d.
einsöng.“
„Hvernig leið þér á þessum einsöngstónleikum?“
„Ekki eins illa og í fyrsta sinn sem ég söng einsöng, þá
leið mér virkilega illa, alein á sviðinu. Tónleikarnir voru
haldnir í Nýja-Bíói á Akureyri, það var lítil kompa undir
sviðinu og þar gekk ég um eins og ljón í búri meðan Róbert
og Jórunn Geirsson spiluðu fjórhent. Ég sá ekki fólkið í
salnum þegar ég síðan stóð á sviðinu, mér tókst einhvern
veginn að horfa fram hjá því. Þetta blessaðist allt saman.
Eftir að ég tófc fullnaðarpróf í barnaskólanum og þangað
til ég fór í Laugarvatnsskólann liðu nokkur ár. Ég man hve
mér veittist erfitt að byrja að læra aftur, sérstaklega af því
ég hætti að læra svo snemma, var látin taka fullnaðarpróf
árið áður en ég var fermd. En ég las heil ósköp, bæði það
sem var keypt í bókasafnið heima og einnig fékk ég lánaðar
bækur hjá Bjarna Arasyni á Grýtubakka, en hann átti
mikið af bókum. Ég náði í fjórar til fimm bækur í ferð, en
Bjarni var mér afskaplega góður. „Þú mátt lesa allar bæk-
urnar mínar, Sigga mín, bara ef þú ferð vel með þær,“ sagði
hann. Þá hafði maður tíma til að lesa, hvorki útvarp né
sjónvarp og nokkrar bæjarleiðir í síma. Ég held að maður
hafi nú menntast svolítið við að lesa allar þessar bækur og
ég man þegar við lásum fyrstu bækurnar hans Laxness. Þær
voru mjög umtalaðar og umdeildar og nú á síðari árum
hefur það stundum komið fyrir að ég hef sett menn á
gat í þessum bókum, sérstaklega menn sem hefja Laxness
til skýjanna af því að hann er búinn að fá verðlaun. Oft
hafa þessir sömu menn lítið lesið eftir Laxness. Margt af því
sem Laxness hefur skrifað er ágætt, en síðustu bækurn-
ar... .“ Sigríður hristir höfuðið í vanþóknun. Henni finnst
greinilega ekki mikið til þeirra koma.
„Hvað gerðir þú þegar þú varst á Akureyri í tónlistar-
náminu?“
„Þá var ekki hlaupið að því að fá atvinnu fyrir ungar
stúlkur. Það var slegist um að fá vinnu á Landsímastöðinni
og í þessum fáu búðum sem voru í bænum. Það var fátt
Heima er bezt 79