Heima er bezt - 01.03.1982, Qupperneq 16
frá þeim inn í fjarðabotna. Þessar töl-
ur segja oss, hve dreifð byggðin var og
erfitt um samgöngur og öll samskipti,
því að milli byggðanna var óbyggilegt
með öllu og ófært nema á sjó. Meðal
annars gengur mikill, breiður og tor-
fær skriðjökull fram í sjó á milli þeirra
á einum stað, Frederikshábs Isblink.
Ekkert er kunnugt um hvort báðar
byggðirnar hafa verið numdar sam-
tímis, en ekki er ólíklegt að Eystri
byggðin hafi verið numin fyrst, og
síðan tekið til við landnám Vestri
byggðar þegar fólkinu fjölgaði, og
nýir landnemar bættust i hópinn frá
íslandi. En margt getur bent til þess
að Vestri byggðin hafi alltaf verið laus
tengd við megin byggðina, að vísu
hefir sjóleiðin verið greiðari norður
eftir en með ströndum Eystri byggðar
vegna ísreksins, þótt sá munur hafi
sennilega verið minni í fomöld en nú.
Sóknin til Norðursetu hefir verið
léttari frá Vestri byggð, enda þótt
600-700 km séu frá Nuuk norður að
Diskó, en rúnasteinn með nöfnum
grænlenskra manna hefir fundist um
400 km norðar en Diskó og sýnir það,
að örugglega hafa Grænlendingar sótt
svo langt til veiða. Fornar heimildir
segja, að 190 bæir væru í Eystri byggð
en 90 í hinni Vestri. Fundist hafa
rústir af um 300 býlum, en enginn veit
hvort þau hafa nokkru sinni verið öll
samtímis í byggð, og er það raunar
fremur ósennilegt. Innan byggðanna
sjálfra var viða strjálbýlt, einkum þó
um sunnanverða Eystri byggð, en í
bestu sveitunum t.d. við Eiríksfjörð og
Einarsfjörð ásamt Vatnahverfi ekki
strjálbýlla en víða í íslenskum sveit-
um. Hins vegar veldur landslag því,
að ekki sést milli bæja á mörgum
stöðum. Svo virðist sem jafn þéttbýlla
hafi verið í Vestri byggð eða líkt því
sem þéttast var í hinni eystri. Ljóst má
vera, að strjálbýli og samgönguerfið-
leikar hafa verið hinu litla samfélagi
fjötur um fót.
Eins og þegar sagði hafa fundist
minjar 300 bæja alls í báðum byggð-
um, þegar þær stóðu í blóma. Óvar-
legt er að ætla, að miklu meira en 10
manns hafi verið á bæ til jafnaðar, og
fólkstalan verið þá um 3.000. Munu
flestir, sem málið hafa kannað, vera á
einu máli um að hámarkstalan hafi
verið 3.000-4.000 manns. Fjarri öllum
sanni er getgáta Jóns Dúasonar, að
Grænlendingar hinir fornu hafi verið
8-9.000 eða jafnvel fleiri. Þegar rætt er
um örlög þjóðarinnar skulum vér hafa
í huga hve fámenn hún hefir ætíð
verið, jafnvel þegar best lét.
Af heimildum má ráða, að byggðin
hefir staðið í blóma í a.m.k. þrjár ald-
ir, eða allt þangað til landið játaði
Noregs konungi skatt, sem gerðist um
sama leyti og íslendingar gengu undir
vald Noregs konungs. Raunar er eng-
in þörf ritaðra heimilda til að sýna að
víða hefir verið búið stórt. Rústir
fomaldarbæjanna eru þar
óvefengjanleg vitni. Má þar nefna
Brattahlíð, Garða, Undir Höfða og
Hvalsey, Fjós Garðabiskups rúmuðu
100 nautgripi, og víðar má sjá minjar
um stór kúabú. Minna verður ráðið af
stærð fjárhúsa, en sauðfé hefir vafa-
laust gengið að mestu úti, og geldneyti
líka, og jafnvel mjólkurkýr, meðan
skógar voru nægir og land frjósamt af
alfriðun áður en menn komu til
sögunnar. En auðvitað hafa þar
einnig verið kotbæir, svo sem sagt er
um bæ Gamla og Grímu í Fóstbræðra
sögu, en hann stóð inni í Eiríksfjarð-
arbotni. Ef rétt er til getið um tóttir
þær, sem fornleifafræðingarnar telja
að verið hafi útibúr, hafa það verið
myndarleg hús, sem geyma mátti í
gnótt matar. Má þar nefna til tóttina á
Stokkanesi, þar sem sagan segir að
Þormóður Kolbrúnarskáld væri
geymdur.
Grænlendingar hafa kunnað vel til
húsagerðar og ekki verið smátækir, og
sýnilega staðið íslendingum framar
að mörgu leyti í þeim efnum. Þeir
hafa mjög notað grjót í húsveggi, enda
er grænlenska grjótið víða mjög vel
fallið í hleðslusteina, má þar einkum
nefna sandstein þann, sem kenndur er
við Igaliko (Garða), sem víða fæst í
Eystri byggð. Gegnir furðu hvílíkum
stórbjörgum þeir hafa komið fyrir í
veggjum, skipta þau sums staðar
smálestum á þyngd. Þurft hefir bæði
krafta og verkkunnáttu, meiri en
gerðist hér á landi, til að koma þeim
fyrir. Hvalseyjarkirkja er órækasta
vitnið um hleðslulist þeirra t.d. hinn
bogadregni kórgluggi, en veggir
kirkjunnar standa óhaggaðir að mestu
enn í dag. Þar og raunar víðar má sjá,
að þeir hafa kunnað að nota steinlím.
Sennilega hefir torfi eða mold verið
hlaðið utan að veggjum til skjóls og
þök verið úr torfi. Húsavið hafa þeir
að líkindum fengið mestan úr rekavið,
en þó ef til flutt eitthvað inn. En suður
í fjörðunum í Eystri byggð hefir lík-
lega verið þröngt um reka, því að þess
er getið, að þeir hafi flutt telgdan við
norðan úr Norðursetu, en þar eru
rekar meiri en syðra. Norðursetu-
menn hafa ef til gert sér það til
dundurs að telgja viði, þegar ekki gaf
til veiða, en telgdi viðurinn miklu
léttari í flutningum. Fremur er sú til-
gáta Jóns Dúasonar ósennileg, að þeir
hafi sótt við sinn vestur til Ameríku.
Mér er það nokkur ráðgáta, hvernig
þeir hafi fengið torf í veggi og þök.
Hér á landi fæst það efni naumast
nema í mýrum, sem kunnugt er. En
eins og nú háttar er sáralítið um mýr-
lendi í Eystri byggð og alls ekki á
sumum stöðum, og ristumýri hefi ég
hvergi séð þar. Má vera að þeir hafi
rist grundatorf í þök en stungið harð-
vellishnausa í veggi, og mokað mold
utan að þeim til skjóls, því að kaldir
hafa naktir steinveggirnir verið, þótt
unnt hafi verið að þétta þá með mosa.
Landkostir hafa verið góðir í upp-
hafi byggðar. Land mjög vaxið skógi
og kjarri, og þótt jarðvegur væri
grunnur geymdi hann frjóefni hins
ósnortna lands. Graslendi var hins
vegar lítið, en ekki kom það svo mjög
fénaði að sök, sem gekk sjálfala í
skóginum. En samt hófust þeir handa
um túnrækt, en til þess varð að brenna
skóginn eða kjarrið, finnst viðarkola-
dreif víða undir grassverði í hinum
gömlu túnum. Þá sjást minjar þess að
vatni hefir verið veitt á túnin, bæði í
Brattahlíð og Görðum og vafalaust
víðar, og víðast hvar hafa garðar verið
hlaðnir um túnin, á stærri býlum að
minnsta kosti. Nóg var grjótið. Úti-
húsum var dreift um túnið, sennilega
til þess að hægara væri að hagnýta
áburðinn. En síðar gerðist það, að
húsin voru færð saman í þyrpingu.
En þó að landkostir væru góðir og
búin stór meðan allt lék í lyndi og
landgæði spilltust ekki af ágangi bú-
fjár og versnandi veðráttu, er víst að
búin ein nægðu ekki til framfærslu
88 Heimaerbezt