Heima er bezt - 01.03.1982, Qupperneq 18
ættir fram. Fáir hygg ég aðhyllist
skoðanir Jóns Dúasonar til fulls, enda
bera þær fullmikinn keim hugarflugs
og óskhyggju, en margt hefir hann
kannað um þetta efni. Og sitthvað í
skoðunum hans á við rök að styðjast.
Það er vafalítið, að einhver blóð-
blöndun hefir átt sér stað milli hinna
tveggja þjóðflokka, enda þótt hennar
sjái lítinn stað. f sjálfu sér er ekki frá-
leitt að Grænlendingar hafi getað siglt
skipum sínum til stranda Ameríku,
svo lengi sem þeir gátu smíðað sér
báta. Lúðvík Kristjánsson hefir leitt
nær óyggjandi rök að því að megin-
floti sá er fylgdi Eiriki rauða hafi verið
breiðfirskir fiskibátar, og vissulega
var léttara að fara á slíkum farkosti frá
vesturströnd Grænlands til eyjanna
norður af Ameríku og allt suður til
Labrador eða lengra, en vestur um
Grænlandshaf frá íslandi og suður
fyrir Hvarf. Hins vegar eru litlar líkur
á því að jafn fámenn þjóð og Græn-
lendingar hefði verið þess umkomin
að stofna nýlendur þar vestra, þar sem
miklu fjölmennari þjóðflokkar voru
fyrir.
Flestir munu hallast að því, að
harðræði og skortur hafi átt megin-
þáttinn í eyðingu grænlensku byggð-
anna. Það er fullvíst, að loftslag fór
allmjög kólnandi, þegar leið á sögu
Grænlendinga. Þarf ekki að fara í
grafgötur um, hver áhrif það hefir
haft á frumstæðan landbúnað þeirra.
Þurfum vér ekki annað en líta í eigin
sögu, til að sjá hversu hafísar og
veðurhörkur þjáðu oss, og fellir fén-
aðar og manna var næstum árlegur
viðburður. Sýnt er að Grænlendingar
hafa hlotið mjög að treysta á útigang
búfénaðar síns. Engjar eru þar
naumast teljandi, og þótt þeir hafi
ræktað tún, hafa þau sennilega verið
graslítil vegna lítils áburðar, og
fóðurskorturinn því sífellt yfirvof-
andi. Vér vitum, hvað gerst hefir í
sauðfjárbúskap nútímamanna þar, og
eru þeir þó drjúgum betur í stakk
búnir til að mæta hörðum vetrum en
forn Grænlendingar. Beitilöndin hafa
rýrnað við sífellda beit öldum saman.
Skógur og kjarr eyddist bæði vegna
beitarinnar og kólnandi loftslags. Af
þessum sökum liggur beint við að
ætla, að fólkinu hafi fækkað, þar eð
búin hlutu að dragast saman og
sennilega hefir býlunum fækkað
smátt og smátt. Ekki er ósennilegt að
skyrbjúgur og aðrir hörgulsjúkdómar
hafi tekið sinn skatt af þjóðinni.
Um skeið var því haldið fram, að
mikil úrkynjun hafi átt sér stað meðal
grænlensku þjóðarinnar, og hvíldi sú
skoðun á mistúlkun beinagrinda frá
Herjólfsnesi. Nú hafa menn fallið frá
þeirri skoðun. En ætla má, að þegar
harðnaði í ári inni í fjarðabyggðunum
og bústofninn minnkaði og erfiðara
varð að framfleyta honum, hafi fólkið
dregið sig út til strandarinnar, þar sem
veiðiskapurinn var meiri og árvissari.
Þar hafa þeir komið í beina snertingu
við Eskimóana, sem um þær mundir
voru sífellt að flytjast meira og meira
suður á bóginn. En vafalaust hafa
forn Grænlendingar tekið margt upp
eftir Eskimóunum, sem höfðu lært
öllum mönnum betur að laga sig eftir
óblíðri náttúru heimskautslanda, eins
og dæmin sýna enn í dag. Þó grunar
mig, að forn Grænlendingar hafi ver-
ið tregir til að taka upp matarvenjur
þeirra fyrr en þeir áttu einskis úrkosti
annars.
En einu má ekki gleyma, sem trú-
lega hefir ráðið mestu um örlög
grænlensku byggðanna. Meðan allt
stóð í blóma á Grænlandi var árviss
sigling þangað frá Noregi, og nokkurt
samband við ísland. Þegar Græn-
lendingar gengu Noregskonungi á
hönd, settu þeir að skilyrði að eitt skip
gengi þangað árlega frá Noregi. Þetta
gekk sæmilega fyrstu árin, en er fram
liðu stundir, varð verslunin einokuð
af Björgvinjarkaupmönnum, og eftir
það dró mjög úr siglingu til Græn-
lands, uns hún lagðist niður með öllu.
Varð hvort tveggja, að grænlensku
vörurnar féllu mjög í verði á Evrópu-
markaðinum, og sigling gerðist
hættulegri vegna versnandi árferðis
og hafísa. Kaupmenn kærðu sig lítt
um að hætta skipum sínum þegar
gróðavonin brást, og konungur og
ríkisstjórn gleymdu skyldum sínum
við þessa fjarlægu smáþjóð, meira að
segja kirkjuvaldið hætti að mestu að
hugsa um sálarheill fólksins og hverj-
ar tekjur mætti hafa af því. Og þó að
það rankaði stundum við sér var
ekkert gert af þess hálfu, til að halda
sambandi við Grænland uppi. Svo fór
að sigling lagðist með öllu niður, lík-
lega á seinni hluta 15. aldar. Hið litla
samfélag var einangrað frá umheim-
inum, það háði lífsbaráttu sína við
versnandi árferði eitt og óstutt, uns
það hvarf úr sögunni. Þyngsta sök á
eyðingu þessa þjóðfélags eiga kon-
ungar og kaupmenn Noregs- og
Danaveldis, en hvorki óblíð veðrakjör
né vopn sambýlisþjóðar þess. En
hefði sigling eins skips á ári getað
bjargað grænlensku þjóðinni? Ég tel
það líklegt, að það hefði getað fært
svo fámennum hópi, svo mikið korn
og aðrar lífsnauðsynjar að bægt hefði
verið brott hinni sárustu neyð og
mannfelli. En sökin liggur þó ekki
eingöngu í vöruskortinum, heldur eigi
síður hinu, að rofin voru samskiptin
við umheiminn og menningu hans.
Með því var þjóðinni hrundið út í
steinaldartilveru, ef hún átti að bjarga
líftórunni.
Aðrar vörur en matvæli voru þó
eigi síður nauðsynlegar til þess að
þjóðin gæti lifað á evrópska vísu, og
jafnvel dregið fram lífið. Þar er fyrst
að telja járnið. Fundir í bæjarústum
sýna, að járn hefir sennilega frá önd-
verðu verið af skornum skammti, þótt
yfir tæki, þegar siglingar stöðvuðust.
Áhöld þau úr járni, sem fundist hafa
eru lítil fyrirferðar, t.d. ljáir mjög
stuttir, sem gæti að vísu hafa verið
nauðsynlegt vegna þess að sláttu-
landið var grýtt, þá hafa einnig fund-
ist smásigðir, sem sennilega hafa verið
notaðar til að kurla birkilim til fóðurs,
og ef sú tilgáta er rétt, þá sýnir það, að
skógarnir hafa ekki einungis verið
nýttir til beitar og höggnir til elds-
neytis, heldur einnig nýttir til fóðurs,
og hafa þannig bætt ögn úr engja-
leysinu. Fleira mætti telja, en allt ber
að sama brunni að spara þurfti járnið.
Hnífurinn forbrýndi, sem Jón Græn-
lendingur fann hjá líki Grænlend-
ingsins talar hér skýrara máli en
nokkur orð fá gert, um hve járnskort-
urinn var tilfinnanlegur. Þegar svo
siglinguna þraut var engin leið til að
útvega járn. Að vísu hafa fundist
óverulegar leifar um rauðablástur, en
hann hefði aldrei getað bjargað
miklu. Mýrarauði er harla sjaldséður,
ólíkt því, sem er í íslenskum mýrum,
90 Heima er bezt