Heima er bezt - 01.03.1982, Page 22

Heima er bezt - 01.03.1982, Page 22
Það voru farnar tvær ferðir upp á Jónstind á Gæsafjöllum. Var einkum önnur sú ferð harðsótt vegna stór- hríðar er brast á okkur þar uppi. Með hjálp áttavita tókst að finna upp- gönguleið þá er við fórum um morg- uninn. Þýski herforinginn neitaði að fylgja mér og taldi að við værum komnir of langt á fjallsbrúninni en ég var nokkuð viss og fann staðinn, mátti svo fara spölkorn til baka og sækja karl. Austurbrún fjallanna er illfær vegna kletta ekki síst í glórulausri stórhríð. Teistu áttum við tjóðraða niður á Draugagrundum. Eftir fjórtán tíma labb í regngöllum komum við hraktir og svangir heim í tjöld. Ekki vorum við Tómas ofhaldnir í vistinni. Te og franskbrauðssneið á morgnana, súkkulaðiplata í nesti til dagsins og á kvöldin var skorin upp síldardós og spínatbaukur. Einn daginn fóru þeir þýsku ekki úr tjöldum vegna veðurs. Þá snjóaði langt niður í fjallshlíðar og það gekk á með krapahríð og rigningu. Hungrið ásótti okkur Tuma, svo við tókum kúluriffil sem með var í ferð- inni og héldum út til veiða. Himbrima sáum við út á vatni og reyndum að kalla þá til okkar með eftirhermum en þeir gáfu ekki færi á sér. Það voru tvær lóur sem við komum með, lítið hróðugir. Tómas var þaulvön grenja- skytta og hafði heiður að verja. Ló- umar matreiddum við og átum. Þótt sparlega væri á vistum haldið kom að því að þær þrutu. Ég var þá sendur niður í Voga með Teistu að sækja mat. Upp á hana var tjaslað ýmsu dóti sem hægt var að vera án. Teista var heimfús og þegar ég kom á göturnar frá Hlíðarhaga suður með Hágöngum sleppti ég af henni taumnum en þá tók hún sprettinn og hvarf mér brátt úr augsýn. Ég hélt í humátt á eftir og fór brátt að finna ýmsa muni úr böggum Teistu. Bar ég þá með mér og óttaðist að ferð mín ætlaði að takast illa. Brátt náði ég þó Teistu og tjaslaði upp á hana því sem losnað hafði úr klyfjunum. Var eftir það farinn lestagangur og komið til byggða undir kvöld. Daginn eftir hélt ég norður aftur með full kofort af matvælum á Teistu og var hún þung í taumi. Kom ég seint í kvöldhúmi á Hlíðarhaga. Að mér sóttu dapurlegar hugsanir, er ég kom að þessu yfirgefna öræfabýli. Upprifjuðust fyrirburðir er ég hafði heyrt sagt frá og gerst höfðu hér svo sem útburðarvæl undan hríðum og líka Mórasögur. Fé og hestar áttu það til að tryllast í höndum gangnamanna á dimmum haustnóttum. Ég hélt þó áfram upp á Réttar- grund. Kindur hömuðu sig í skjóli undir rofabörðum og það var að verða alhvítt af fönn. Heyrði ég þá hljóð og varð heldur hverft við. Hljóðin endur- tóku sig og færðust nær. Ég herti upp hugann og æpti á móti út í hríðar- sortann og var samstundis svarað. Þetta var Tómas félagi minn, hittumst við norðan í Hágöngum. Hann sagðist hafa verið svo svangur eftir að hafa þó neytt einhverrar matarlúsar með þeim þýsku að hann hélst ekki við, bjóst líka við að ég væri að nálgast. Ég af- henti honum skilvíslega póst- og mat- arpakka frá Sólveigu húsmóðurinni í Vogum. Matarpakkinn var strax opn- aður og naut ég góðs þar af. Hallamæling (leveling) milli allra mælingapunkta reyndist okkur taf- söm. Ég stóð með fjögra metra langan kvarða meðan hallamælirinn var settur niður ýmist uppi á háum börmum eða niðri í jarðföllum og lesið á hann. Þegar dimma fór til jarðar var það okkur bagi að mæl- ingamaðurinn var náttblindur og þurfti að leiða hann yfir gjárnar heim í tjöld á kvöldin. Stefán Sigfússon í Vogum og strák- ur með honum sóttu okkur í Áfanga á tilskildum tíma. Heimferðin byrjaði illa. Hestarnir voru svangir og óstilltir eftir fimm klukkutíma rekstur. Kof- ortin voru sett á klakka hálftóm og hringlaði allt til í þeim. Stóra kvarða og mælingatæki þurftum við að reiða og vorum því seinni til þegar einhver hestanna fældist og sleit af sér reið- verið. Þá urðu Þjóðverjarnir svo hræddir að halda varð í reiðskjóta þeirra þar til um hægðist. Það lukkaðist að koma öllu heilu heim í Voga í rökkurbyrjun. Þjóð- verjarnir sendu matsvein sinn á und- an úr Námaskarði og lofuðu góðri máltíð. Það stemmdi að þegar við höfðum tekið ofan af hestunum og gengið frá öllu var maturinn, slétt- fullur diskur á mann af hrísgrjóna- vatnsgraut með rúsínum. Á eftir borðuðum við Tómas niðri í eldhúsi með heimafólki silung og fleira góð- gæti. Mér var borgað eins og um var samið, auk þess átti ég þess kost að hafa heim með mér spínatbauka sem ég afþakkaði. Er mér vel til allra Þjóðverjanna þótt naumt væri skammtað. Það virtist nægja þeim en ekki okkur Tómasi. Snemma vors 1953 talaði marg- nefndur Tómas við mig í síma frá Reykjavík og bað mig að fara upp á Stórahnjúk til að vita hvað stæði þar af merkjum frá mælingum þjóð- verjanna frá 1938 sem sagt er frá hér að framan. Hann hvað líkur til að þýsku mælingamennirnir kæmu næsta sumar eða eftir rúmt ár til end- urmælinga í Gjástykki. Sagði Tómas að fyrirliði þeirra væri hátt á sjötugs aldri og treysti hann á mig og jeppann að koma þeim um mælingasvæðið. Snemma í maí fórum við þrír á skíðum upp á Stórahnjúk. Ólafur Jónsson, Vignir Guðmundsson og ég. Þoka var og dimmviðri en skíðafæri ágætt. Grjótvarðan var lítið aflöguð nema toppspíran var brotin og steypta merkið hulið undir klaka og ófinnan- legt. Nokkru seinna gengum við Vignir upp á Fornastaðafjall og þar var sömu sögu að segja. Seint í júní kom Tómas norður til að koma á sem flesta mælingastaðina. Bað hann mig að koma með sér á Norðurfjöll og Gjástykki. Kvaðst hann að lokinni þeirri ferð senda Þjóðverjunum skýrslu um ásigkomu- lag mælingamerkjanna. Ef tæknilegt þætti að nota vörður og merki yrði komið og mælt upp einkanlega í Gjá- stykki. Á ófriðartímanum höfðu heima- menn og ýmsir ættjarðarvinir rifið niður vörður og afmáð merki. Það sama hafði setuliðið gert þar sem það náði til. Tómas sagði að niðurstöður mælinganna frá 1938 svo og öll kort þar að lútandi hefðu glatast í styrjöldinni. Af því var sóst eftir að við sem kunnugastir vorum þessum mál- um grufluðum upp gömlu mælinga- staðina. 94 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.