Heima er bezt - 01.03.1982, Síða 24
IJr fórum Jónu G.Vilhjálmsdóttur
Hvað er nú það? Von að spurt sé, því
er nú erfitt að svara, hugurinn er alltaf
á reiki til og frá, stundum er ómögu-
legt að nema staðar nema eitthvað
óvænt ryðjist fram fyrir og segi hingað
og ekki lengra, skrítið ekki satt? Já
lifið er smá skrítið á stundum. Fyrir
nokkrum árum kom óvænt atvik inn í
líf mitt, eitt af mörgum. Ég var að
ganga frá eftir kvöldskattinn, auð-
vitað var hugurinn á þeytingi fram og
aftur og ég eitthvað annars hugar. Þá
er allt i einu eins og hvíslað að mér,
farðu út i Háagerði, tvítekið Háa-
gerði, ég var svo undrandi því Háa-
gerði er eyðibýli hér utan við kaup-
staðinn.Ég reyndi að hrinda þessu frá
mér en það var ekki nokkur leið, þetta
sá mig ekki i friði. Var ég að verða
eitthvað skrítin svei mér, ég hélt það
en alveg fór þetta fram hjá manni
mínum sem sat við borðið og tottaði
pípu sina í rólegheitum. Ég reyndi að
sýnast róleg en því fór fjarri að ég væri
það en herti mig þó upp og spyr
bónda minn hvort hann vilji skreppa
með mig í smá bíltúr. Hann setti upp
hálfgerðan undrunarsvip sem von
var. Langt? spyr hann mig. Nei, svara
ég, hérna rétt út fyrir bæinn. Hann
hélt að það væri nú sjálfsagt. Veðrið
var dásamlegt, kvöldsólin umvafði
allt gullnum bjarma. Spákonufells-
borg eitt geislaflóð, máske Þórdís hafi
verið að huga að gulli sínu í kistunni
þetta friðsældarkvöld, hver veit, allt
getur skeð. Er við lögðum af stað vildi
bóndi minn vita hvert ferðinni væri
heitið, ja var það furða. „Ja það er nú
það,“ segi ég brosandi. „Er einhver
launung yfir þessu ferðalagi?“ spyr
hann. Ekki stóð á svari frá mér. Nei,
nei svo er nú ekki. Keyrðu út í Háa-
gerði. Nú rak ég hann í vörðurnar,
hann skildi nú ekki neitt í háttalagi
mínu, þarna hafði ég aldrei komið og
kotið í eyði, þú skilur þetta ekki karl
minn en þangað verð ég nú að kom-
ast. Við lögðum bílnum fyrir neðan
túngarðinn. Er við komum að bænum
fattar minn maður að hann hefur
gleymt fylgikonu sinni pípunni í bíln-
um svo hann arkar af stað eftir henni.
Nú fer ég að kanna býlið. Þarna er eitt
hið fegursta útsýni til hafsins. Ekki
mátti ég láta fegurð náttúrunnar
trufla mig. Þarna var nú fátt sem
gladdi augað, við mér blasti opinn
gluggi glerlaus, ekkert þar inni nema
tómir áburðarpokar og kabyssa sem
margur kaffisopinn hefur verið hitað-
ur á og mörgum yljað. Ég vind mér
inn um gluggann og stend þarna eins
og þvara og hugsa, ansa kornið ekki
eru þarna draugar um bjarta sumar-
nótt, nú hvað dró mig hingað, ég ætl-
aði ekki að hopa fyrir neinu. Ó nei, ég
hlusta, hvað er nú á seiði? Nú heyri ég
veikt klór, hurð var rétt hjá mér, hún
var læst. Aftur heyri ég þetta veika
klór, nú fór mér ekkert að lítast á
blikuna. Ég vissi að eitthvað leyndist
þarna sem ég þurfti að greiða úr.
Andrúmsloftið var eitthvað svo
þvingandi þarna inni svo ég flýtti mér
út. í því kom maðurinn minn með
pípuna sína auðvitað, honum var
ekkert gefið um þetta grúsk í mér, við
vorum á allt annarri gráðu. Hættu nú
þessu, sagði hann, þú hefur ekkert
upp úr þessu. Mikið skelfing eru þeir
alltaf óþolinmóðir þessir blessaðir
karlmenn. Jæja hvað um það ég var
að finna það sem mér var vísað á. Ég
fór að kanna innganginn í bæinn, dá-
lítið útskot var þar sem gengið var inn,
smá skúr og einn gluggi. Eg sá að
dyrnar voru lokaðar en datt í hug að
kíkja á gluggann þó ekki þyki það nú
fínt að vera gluggagæir. Manneskjan
er nú ekki há í loftinu svo ég þurfti að
tylla mér á tá til að sjá inn, nú ekki
dugði það, ég skildi nú ekki drepast
ráðalaus á þurru. Er ég leit inn um
gluggann brá mér illa. Þarna voru
tvær kindur innilokaðar um há sumar.
Gat þetta verið eða var ég að sjá of-
sjónir? Ó, nei, mér var vísað á þetta.
Við opnuðum dymar en þeirri sjón er
blasti við okkur gleymi ég aldrei.
Þarna ultu blessaðar skepnurnar út:
nær dauða en lífi, þær skjögruðu eins
og skornir kálfar, farnar að éta ullina
hvor af annarri allar útataðar í
óþverra en mikið voru þær fegnar
frelsinu og fóru strax að háma í sig
sílgrænt grasið.
Þarna munu blessaðar skepnurnar
hafa dúsað í svelti hálfan mánuð til
þrjár vikur vatnslausar og ekki hey-
tugga.Ég lét bóndann strax vita sem
átti kindurnar, þá kom upp úr kafinu
að þetta voru tveir lambhrútar sem
settir voru í túnið fyrir tveimum vik-
um eða meira, en er farið var að gá að
þeim voru þeir horfnir en bóndi hugði
þá hafa leitað til fjalla í gróðursæld-
ina, en margt fer öðruvísi en ætlað er.
Ekki mátti tæpara standa að bjarga
lífi þeirra, ferð mín þetta kvöld var
leiðarvísir að björgun þeirra, enginn
skilur hvernig þeir komust þarna inn,
það er hulin ráðgáta því þessar dyr
voru aldrei opnaðar og engum þvi
dottið í hug að líta.þar inn. Sá sem átti
hrútana var að fara í burtu svo þarna
hefðu þeir borið beinin ef ég hefði
ekki fengið þessa aðvörun, já lífið er
dularfullt, svona atvik eru mörgum
óskiljanleg en hvað um það, þeir
björguðust með óvenjulegum hætti
má segja. Þeir urðu fljótlega sprækir
og náðu sér furðu fljótt á sílgrænu
túninu. Svo gerist það einn morgun að
þeir koma og heilsa upp á lífgjafa
sinn. Þarna voru þeir ósköp ánægðir
yfir sínum gerðum, þeir voru búnir að
éta allt ofan af blómunum mínum
sem öll voru útsprungin. Mér rann nú
sannarlega í skapið, lét það nú ekki
bitna á þessum málleysingjum sem
ekki gátu svarað fyrir sig, en þetta
gátu þeir nú samt látið vera. En
hvernig rötuðu þeir til mín? Það er
spurning sem ég fæ aldrei svar við.
96 Heima er be:l