Heima er bezt - 01.03.1982, Síða 28

Heima er bezt - 01.03.1982, Síða 28
Ég er fæddur að Ljósavatni í Suður-Þingeyjarsýslu, 22. febrúar 1880. Foreldrar minir voru Arnfríður Guðný Sig- urðardóttir og Stefán Einarsson. Ætt þeirra síðar rakin. Ég hef alla ævi átt i afskekktinni heima, og er því harla ólíklegur til að auðga okkar ættarland að nokkru því sem er óvanalegt eða sem ekki hefur öðrum mætt á lífsleiðinni. En auðvitað var sumt öðruvísi hér en víða annars staðar. Möðrudalur var annálað fyrirmyndarheimili í tíð Sig- urðar Jónssonar tengdaföður föður míns. Fyrri kona föður míns var Aðalbjörg Sigurðardóttir í Möðrudal, en þau voru rúm 2 ár í hjónabandi þá dó hún af barnsförum sú mikla kona. Æskuminningar ðalsteins Stefánssonar í Möðrudal I. hluti maður og má segja, það ungur nemur, gamall temur. Faðir minn kunni ekki að meta stórbýlið Ljósavatn, sagði það vera horkot samanborið við Möðrudal. Æskuástin Eitt af því fyrsta sem ég man eftir er ástarævintýri. Ég var trúlofaður 3ja ára. Kærastan mín heitir (eða hét) Margrét og var dóttir séra Einars Vigfússonar sem var prestur hér á Víðihóli á Hólsfjöllum. Aths. Hólsfjöll heita norðan við Biskupsháls N.-Þingeyjarsýslu. En Víðidalur og Möðru- dalur eru á Efra-Fjalli kallað. Munið það. Séra Einari mun hafa þótt Víðihóll með Möðrudal sem útkirkju rýrt kall, þó Fjallaþing væri kallað við veitingu prestakalla. Því var það að hann sagði kallinu lausu og ákvað að fara til Ameríku. Það hefur verið um líkt leyti og Friðrik Guðmundsson fór frá Grímsstöðum, og skömmu seinna 2 bræðrungar hans, synir Jóns á Víðihóli, bróðir Guðmundar á Grímsstöðum. Þeir synir Jóns hétu Árni og Benedikt og systir þeirra, Guðbjörg, fór þá líka til Ameríku. Séra Einar Vigfússon fór austur á land í kynnisför til ættingja sinna vorið sem hann flutti vestur. Og var þá hér í Möðrudal nokkurn tíma um vorið, og þá notuðum við vinirnir, við Margrét, tímann til að sitja saman og spjalla um okkar áhugamál, og ganga saman skemmtigöngur. Og þá var gaman að lifa. Það var vinátta, saklaus og hrein, þó hvorugt okkar hefði hugmund um að til væri annað stig ástarinnar. Að minnsta kosti ekki ég. En hún fór ekki með foreldrum sínum til Ameríku, og varð eftir hjá frændfólki hér heima. Svo fyrnast ástir sem fundir. Ég hafði ekki mannrænu til að heimsækja hana þessi ár sem hún var heima, til 10-12 ára aldurs. Og hef ég aldrei séð hana síðan við skildum 4ra ára gömul. Ég blessað hef hana alla ævi. Alla hluti ég til þess gæfi, að horfin væri hún hingað inn. Hafi hún misst manninn sinn. Ég rita þetta ástarævintýri aðallega svona ítarlega, til að leiðbeina fullorðna fólkinu að gæta vel að unglingaástum. Sundra ekki þeim sem saman þrá að vera. Sannarlega er ekkert þrælslegra hægt að gjöra. Barnaástir eru efalaust grunntónar hins raunverulega ástalífs, þó börnin hafi enga hugmynd um það, svo sem við. Unnustu ég ungur átti Undratöfra njóta mátti 4ra ára hún frá mér fór Fögur, ástrík, en ekki stór. Bernskan Það eru tvennir tímarnir og þrennir ef lengi lifir. Það hafa sannarlega verið tvennir eða þrennir tímarnir, sem ég er búinn að lifa hér í þessum fjallasal, hinum fagra Möðrudal. Þó líklega mestur munur á lífsframfæri fólksins og allri aðbúð. Mér þykir líklegt að flestir muni telja, yfirleitt betri lífskjör manna nú en áður á þessu kalda landi okkar. En hér í Möðrudal var í mínu ungdæmi svo góð afkoma, og alls- nægtir af öllu að ég veit hvergi betra bú í byggð á Austur- landi nú en þá. Ég mun síðar um það skrifa. Það hafa ýmsir verið að eggja mig á að skrifa niður ýmislegt af því sem mér hefur mætt á minni löngu ævi. Sumt af því er sundurtætt, og síst við allra hæfi. Eflaust hefði ekkert gjört þó ég það feldi og græfi. Mitt fyrsta ferðalag var það, að ég var fluttur í kassa á reiðingshesti 18 vikna frá Ljósavatni hingað að Möðrudal. Og Aðalbjörg systir mín í öðrum kassa á móti. En líklega hefur þurft ábagga með mér, því Aðalbjörg var F/2 árs. Kokkur hét klárinn sem kassana bar. Knálegur vel, og rauðskjóttur var hann. Aðrir hestar sem í förinni voru hétu: Kvika, rauðskjótt (reiðhross) og.Skálm einnig rauðskjótt, Hæringur, rauður með gráa snoppuna, og Gráni. Þetta eru fyrstu hestamir sem ég man eftir. Ennfremur man ég eftir stórri og fallegri kú sem kom frá Ljósavatni sem Krossa hét, og eru til Krossur hér ennþá af sama kyni. Einnig man ég eftir einni rollu frá Ljósavatni sem hét Féskúfa. Hún hefur efalaust verið ung er hún kom, en orðið gömul. Mig minnir að mér væri sagt að það hefði verið vond tíð fremur þá um vorið, svo þetta hefur verið hálfgjörð glæfraferð. En ég hef alltaf verið nokkuð magnaður ferða- 100 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.