Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1982, Qupperneq 29

Heima er bezt - 01.03.1982, Qupperneq 29
Margrét Einars mærin hét Mikla ástúð eftir lét Er indæl prestshjón ísland kvöddu Með innilegri sorgarröddu. Einlægt hef ég elskað þig En hvað hugsar þú um mig Þó ástrika ég ætti konu Og þú eiginmann og sonu. Kæru ungu menn og konur. Leggið ekki ástina við hé- góma. Varðveitið alla ævina tilhugalífið. Látið ekki einskis verða hluti verða til óánægju. Hjónabandið er öllu æðra. Eitt af því fyrsta sem ég man eftir er það að við Aðalbjörg systir mín skriðum á planka yfir djúpa gróf, til að komast á kvíarnar. Það voru torf-kvíar. En seinna komu færi-kviar. Grindur búnar til úr borðum 1x4”, 3 fjalir settar í göt á plönkum 2x4 meters langir stuðlar. Svo voru þessar færi- grindur færðar tvisvar til þrisvar hvern dag og var það hin besta túnræktun. Ennfremur var ég afar ungur þegar faðir minn fór með mig í þreifandi stórhríð inn i land hér í Möðrudal 1-2 tíma gang og skildi mig svo eftir undir barði og sagði mér að bíða sín. En það varð nokkuð langur tími, og seinast kom hann þó aftur. En hefði hann nú villst eða ég ærst af hræðslu og þotið út í veðrið, þá var úti um mig. En hvorugt gjörðist. En kalt var mér á kinnum þá. Kunni ei þann voða að sjá. Að kalið getur komið við. Ég krakkinn þorði ekki á skrið. Það er mjög glæfralegt að mínu áliti að skilja börn þannig ein eftir í stórhríð. Öðru sinni, löngu seinna, þegar ég var orðinn 12-13 ára kom Benjamín Jónsson, sem var bóndi í Víðidal, hér uppí Möðrudal i þreifandi stórhríð til að sækja föður minn til konu í barnsnauð. Móðir mín var þannig að hún vildi nú ætíð öllum gott gjöra, og dreif mig út i hríðina með Benja- mín að leita að pabba, því hann var sem oftar að ganga við kindur í hríðinni. En svo fundum við Benjamín pabba hvergi, og ætlaði Bensi heim til sín í Víðidal en lét mig fara einan heim í Möðrudal. En svo fann Benjamín pabba þegar við vorum skildir og fór hann þá með honum ofan í Grímsstaði i stórhriðinni og tók á móti barninu en fór svo strax aftur heim, því hann var svo hræddur um mig, að ég hefði ekki komist heim. Var hann þá búinn að ganga um 70-80 km. i þreifandi hríð og stórviðri. Alltaf man ég hvað mér þótti mikið til koma að fá að ferðast til næsta bæjar, ríðandi, með pabba. Við fórum austur í Rangalón. Mér þótti allt svo nýstárlegt, að fara fram á vatnið og veiða silunga o. m. fl. Það var snemma farið að láta okkur Boggu vinna, því við vorum elst af börnunum 6 sem upp komust. Hin voru Sigurður, María, Einar og Hróðný. Við Aðalbjörg höfum alla okkar ævi unnið mikið og oft verið mjög lúin af strit- inu. En samt sem áður erum við ekki neitt verr farin en aðrir jafnaldrar okkar, sem léttara hafa haft. Menn slitna ekki af vinnu, heldur meiðslum. Yfirsetur og fráfærur Ég fór 7-8 ára að sitja yfir ánum á sumrin, en oftast með einhverjum öðrum krakka, oftast einhverjum vandalaus- um börnum sem voru hér. Alltaf hlakkaði maður til frá- færanna þó erfiðar væru á allan hátt, og afleiðingamar eintómt strit. Yfirsetur fram um 17. viku sumars, og smalamennska eftir það, kvöld og morgna, og stundum að vaka á nóttunni yfir þeim fram um 12-1. Og láta þær svo snemma út. Fráfærnadaginn, voru ærnar reknar 7-8 kílómetra að stekknum. Vestur í Lónabotna, þar voru lömbin tekin undan og látin í stekkinn og öll hrútlömb gelt í stekknum nema uppáhaldshrútar. Þá fóru nú fjölda margir, milli 10 og 20 manns, og ráku ærnar aftur heim. Svo voru lömbin pössuð í 4-6 daga. Setið yfir þeim. Svo var nú að mjólka æmar þegar heim kom, og alltaf eftir það á hverju máli og oftast tvímjöltun hvert sinn. Þá voru nú búverkin ekki mjög létt áður en skilvindur komu. Þá var mjólkin sett upp í bala, og látin setjast, tvö til þrjú mál. Sagt var að skaflaskeifa ætti að geta legið ofaná rjómanum þriggja mála, þar sem landgott var. En eflaust eru það öfgar. Balarnir voru margir og stórir, og alltaf voru þeir og strokkurinn bakaðir yfir gufu i stórum tunnupotti heima í eldhúsi, og síðan bornir út í hús talsverðan veg, þar sem mjólkin var sett. Svo var gat á hverjum bala og langur tappi í gatinu, sem tekinn var úr til að renna bölunum, ná undanrennunni undan rjómanum. Þetta var erfitt verk meðan elda þurfti í hlóðum, en um 1890-95 kom hingað ein fyrsta eldavél og ennfremur strokkur og skilvinda, rakstr- arvél, heyskurðarvél og orgel. Þetta allt, og margt fleira, keypti faðir minn eitt sinn er hann fór að vorlagi til Noregs, á sýningu í Bergen. Sú rakstrarvél var víst önnur vélin sem kom til íslands. Síðan hefur alltaf verið tekið saman hey með véla- og hestafli hér í Möðrudal. Það var gaman að því þegar gestir komu sumarið eftir og heyrðu í skilvindunni og strokknum sem var snúið með sveif. Þá kom allur hópurinn ofan í kjallara til að sjá þessi undur þegar mjólkin skildist og rann undanrenna og rjómi sitt um hvora pipu. Að því búnu fór hópurinn út að sjá tekið saman með rakstrarvél- inni. Ekki þótti það siðri skemmtun. Síðan hefur alltaf verið tekið saman hér með hesthrífu, og er ég liklega efa- laust sá maður sem oftast hefur stigið uppá rakstrarvél af öllum íslendingum. Það komu 10 kíló (20) af strokknum héma á dag, og svo úr undanrenningunni stór ostur eða hálf tunna af skyri. Skyrið var oftast gjört þannig upp að mjólkin var flóuð í tunnupotti, siðan látin kólna þar til hún var mátuleg til uppgjörðar. Og ef búið var að gjöra upp áður í ílátinu. Var diskur látinn ofaná stæðuna og mjólkinni hellt á hann svo var diskurinn tekinn uppúr og þéttinn og hleypir látið í. Stundum fyrstu árin er ég man, var kálfsiður notað sem hleypir. Það var gaman að ala reiðhestana á hnausþykku skyrinu á vetrum og hræra rúgmjöli samanvið. Enda voru reið- hestar föður míns ofsafjörugir sumir. Og svo hvað fæðið var gott að hafa alltaf nægilegt smjör allt árið um kring. Heimaerbezt 101

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.