Heima er bezt - 01.03.1982, Side 33

Heima er bezt - 01.03.1982, Side 33
Umsagnir um bækur Kalt vatn milli skinns og hörunds Douglas Botting: INNRÁSIN MIKLA. Rvík 1981. Almenna bókafélagið. Þetta er 9. bindi hinnar miklu styrjaldar- sögu, sem AB gefur út. Segir hér frá innrás Breta og Bandaríkjamanna í Normandí og um leið upphafinu á lokaþættinum í hin- um mikla hildarleik. Margt er hér fróðlegt og nýstárlegt, og kemur lesandanum á óvart svo sem hversu rammlega vestur- strönd Frakklands var víggirt og hve Þjóðverjar voru raunar andvaralausir er innrásin hófst og létu blekkjast af brögð- um bandamanna. Ef til vill er hvergi í þessari sögu lýst meiri óhugnaði og grimmd styrjaldarinnar en þarna í návígi herjanna á Frakklandsströnd. Ég held flestum hljóti að renna kalt vatn milli skinns og hörunds við þann lestur. Annars er þetta bindi ólæsilegra en mörg hinna fyrri og erfiðara að átta sig á framrás sög- unnar, valda því hinar nákvæmu frásagnir af öllum hreyfingum innrásarherjanna. Lesandinn villist þar líkt og í frumskógi. Hefði verið nauðsynlegt, að hafa þar landabréf til að létta lesturinn. Hefðu myndirnar að ósekju mátt vera færri ef fleiri hefðu verið kortin. En um það verð- ur frumútgáfan ein sökuð. Björn Jónsson hefir þýtt bókina og gert það vel. Fundvís á fólk Jón R. Hjálmarsson: SÉÐ AF SJÓNARHÓLI Selfossi 1981. Suðurlandsútgáfan. Enn heldur Jón Hjálmarsson áfram að birta samtalsþætti sína lesendum til skemmtunar og fróðleiks, og sem fyrri er hann fundvís á fólk, sem eitthvað hefir til frásagna og getur brugðið upp myndum af liðnum tímum og samferðamönnum, sem yngra fólkinu er ókunnugt um, og ef til vill eru margir hinna eldri teknir að gleyma því, að svona var lífið í ungdæmi þeirra. En þó svo að þjóðlífið væri hið sama, bregðast einstaklingarnir misjafnt við því, sem þeim mætir, og kemur þar fram ólík skaphöfn þeirra og manndómur. En ein- mitt af þeim sökum eru viðtalsþættirnir svo áhugaverðir til lestrar, rétt eins og það er ætíð fróðlegt að kynnast nýju fólki. En Jóni Hjálmarssyni fer eins og nær öllum þeim, sem taka saman viðtalsþætti, að hann heldur sér eingöngu við liðinn tíma. En væri nú ekki fróðlegt að breyta til og velja viðtalsþætti við ungt fólk í eina bók, svo að menn í framtíðinni geti áttað sig á viðfangsefnum þess og hugsunum. Og satt að segja treysti ég ekki öðrum betur en Jóni til að gefa okkur körlunum og fram- tíðinni fróðlegar myndir úr heimi unga fólksins, því að hann kann þá list að laða fram það, sem áhugavert er hver sem í hlut á, og því eru bækur hans svo vinsælar. í þessari nýjustu samtalsbók, hinni fjórðu í röðinni eru 16 þættir, en þar sem hann fyrr hefir eingöngu haldið sig við Suður- landið, leitar hann nú víðar til fanga, og er það til bóta. En hvernig má það vera um kynborinn Skagfirðing, að hann skuli hvergi ræða við fólk úr byggðum þeirra Espólíns og Gísla Konráðssonar, en kannske á hann eitthvað í pokahorninu þaðan. Allt fer vel að lokum Guðbjörg Hermannsdóttir: ÁST OG DAGAR Akureyri 1981. Skjaldborg. Guðbjörg Hermannsdóttir er þegar orðin einn afkastamesti rithöfundur vor á léttar skáldsögur. Fimm langar sögur á litlu fleiri árum er út af fyrir sig afrek. Fyrsta saga hennar var rómantísk sveitasaga, og lofaði góðu í þeim stíl. En í síðari sögun- um er efnið orðið fjölbreyttara vettvangurinn víðari, og stílnum fer fram með hverri bók. Sagan gerist bæði hér og erlendis og er eins og nafnið bendir til ástarsaga en inn í hana fléttað margvís- legum atburðum. Og allt fer vel að lokum þótt stundum syrti í álinn eins og vera ber. Ég las hana mér til skemmtunar, og þeirri sannfæringu, að Guðbjörgu er óhætt að halda áfram að skrifa. Hana mun naumast skorta lesendur. Gamlir söguþættir FERÐIR UM ÍSLAND A FYRRI TÍÐ. Rvík 1981. Menningarsjóður. Finnbogi Guðmundsson og Jóhannes Halldórsson hafa valið hér nokkra ferða- söguþætti frá liðnum öldum. Elstur er þátturinn um vesturferð Þórðar kakala á Sturlungaöld, en hinir þættirnir flestir frá 18. og 19. öld, en bókin hefst á frásögn Eggerts Ólafssonar um Skynsemi hesta, og fer vel á því, þar sem hesturinn var lengstum eina farartækið, og hversu ferð- in tókst oft mest undir hestunum komið. Þættimir eru allir skemmtilegir og vel sagðir, og bregða upp sönnum myndum úr þjóðlífi voru á liðnum öldum, og einnig mörgum mönnum, bæði þeim, sem kunnir eru úr þjóðarsögunni og öðrum, sem lítt er við getið, en öllum er þeim sameiginlegt, að þá skorti hvorki þrek né áræði, til að fara ferða sinna og kunnu að mæta örðugleikunum á hinn rétta hátt. Kverið er skemmtilegt og læsilegt í besta lagi og skilur margt eftir að loknum lestri. Brautryðjandi í vöruflutningum Indriði G. Þorsteinsson: FIMMTÁN GlRAR ÁFRAM. Rvík 1981. Almenna bókkeafélagið. Hér segir frá Pétri á Hallgilsstöðum, hin- um landskunna bílstjóra og braut- ryðjanda í vöruflutningum milli Reykja- víkur og Akureyrar. Er þetta í rauninni fróðleg saga um hvernig sá atvinnuvegur varð til, og við hverja örðugleika frum- herjarnir áttu að stríða, bæði við vegleys- ur, illviðri, ráðamenn og bankastofnanir. Grunar mig að oft verði vitnað til minn- inga Péturs um þau efni og upphaf og þróun bílaaldar á íslandi. En það er ein- ungis annar þráður bókarinnar. Hinsveg- ar er maðurinn sjálfur, ókvalráður, ötull, hygginn, glettinn og gamansamur. Kemur Heimaerbezl 105

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.